Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 40
SJÓNVARP Það þarf enginn að velkj- ast í vafa um að leikarinn, leik- stjórinn og handritshöfundurinn Ricky Gervais er konungur sjón- varpsgrínsins í Bretlandi þessi misserin. Um helgina hirti hann BAFTA-sjónvarpsverðlaunin þriðja árið í röð. Hann var sem fyrr verðlaunaður fyrir leik sinn í The Office þar sem hann fer á kostum í hlutverki hins skemmti- lega hvimleiða skrifstofustjóra Davids Brent. Þá fékk hann einnig verðlaun fyrir besta gamanþátt- inn að þessu sinni fyrir sérstakan jólaþátt The Office. Sigur Gervais var svo enn sæt- ari þar sem það munaði minnstu að hann fengi ekki að keppa um verðlaunin í ár vegna mistaka hjá sjónvarpsstöðinni BBC sem gleymdi að tilnefna The Office. Martin Freeman, sem leikur Tim í The Office, atti kappi við Gervais um verðlaunin fyrir best- an leik en varð að lúta í lægra haldi fyrir höfundi þáttanna. Annar góðkunningi íslenskra sjónvarsglápara hampaði verð- launum á BAFTA-hátíðinni en Bill Nighy var verðlaunaður fyrir leik sinn í pólitíska spennutryllinum State of Play, eða Svikráð, sem RÚV sýndi fyrir skömmu. Nighy gerði það einnig gott á BAFTA- kvikmyndahátíðinni á dögunum þegar hann var verðlaunaður fyr- ir leik sinn í bresku gamanmynd- inni Love Actually. Þá var leikkonan Julie Walters verðlaunuð sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á Frúnni frá Bath í sjónvarsþáttaröð byggðri á Kantaraborgarsögum Chaucers. ■ FÓLK Franska leikkonan Catherine Deneuve er ekkert sérstaklega vinsæl á Íslandi eftir að fregnir bárust af nýútkominni bók hennar þar sem hún útmálar Björk Guð- mundsdóttur sem óalandi og óferjandi frekju og stjórnlausa manneskju. Bókina byggir Denevue á dagbókum sem hún hefur haldið við gerð nokkurra kvikmynda þar á meðal Dancer in the Dark en þar lék hún á móti Björk undir leikstjórn hins sér- lundaða Lars von Trier. Bókin hefur fengið frekar dapra dóma í heimalandi leikkon- unnar, Frakklandi, en það sem kemur ef til vill mest á óvart hér á Klakanum er að Deneuve tók afstöðu með Björk í deilum sínum við leikstjórann en nú virðist hún hafa snúið blaðinu við. Deneuve finnur Björk það meðal annars til foráttu að hún hafi tafið tökur með afskiptum af dansatriðum. Þetta telja íslenskir poppspeking- ar þó í hæsta máta eðlilegt þar sem Björk hafði umsjón með tón- listinni í myndinni. ■ 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR Deneuve tekur málstað Triers gegn Björk Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - verkhonnun@simnet.is Frá Four Seasons Sunrooms Það besta sem býðst! ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta CATHERINE DENEUVE Vandar Björk Guðmundsdóttur ekki kveðjurnar í nýrri bók og virðist hafa breytt afstöðu sinni til íslensku söngkonunnar á nokkrum árum. Skrifstofufíflið sigursælt BILL NIGHY OG JULIE WALTERS Þessir sjóuðu leikarar gerðu góða ferð á BAFTA-hátíðina. RICKY GERVAIS Hirti BAFTA-sjónvarpsverðlaunin þriðja árið í röð fyrir frammistöðu sína í skrifstofugríninu The Office.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.