Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 14
14 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Tveir unglingspiltar, Dylan Kle-bold og Eric Harris, skutu 13 manns til bana í Columbine-skól- anum í Littleton í Colorado á þess- um degi árið 1999. Drengirnir mættu með alvæpni í skólann og hófu skothríð á samnemendur sína fyrir utan skólabygginguna klukkan 11.20. Þeir færðu sig svo inn í skólann og áður en yfir lauk lágu 12 nemendur og einn kennari í valnum og 23 aðrir særðust. Þeir Klebold og Harris sviptu sig síðan lífi áður en víkingasveit lögregl- unnar náði að skakka leikinn. Fréttir af ódæðinu slógu óhug á bandarísku þjóðina og í kjölfarið spunnust miklar og harkalegar umræður um byssueign og þjóð- félagsástandið þar sem fingrum var bent í allar áttir og reynt að finna einhvern sökudólg eða orsakavald. Rannsókn á atvikinu benti ekki til neins annars en að piltarnir hefðu verið einir í ráðum og ekki látið stjórnast af sértrúar- eða öfgahópum. Michael Moore gerði eftirminni- lega heimildarmynd um fjölda- morðin, Bowling for Columbine, þar sem hann færði rök fyrir því að brengluð viðhorf amerískrar þjóð- arsálar til byssueignar væri rótin að hörmungunum. ■ 1865 Eldspýtur eru fyrst auglýstar opin- berlega. 1902 Vísindamönnunum Pierre og Marie Curie tekst fyrstum allra að einangra geislavirka efnið radíum. 1961 Bandaríska alríkissamskiptastofn- unin veitir samþykki fyrir útsend- ingum á bylgjulengdinni FM. 1962 Borgarráð New Orleans býður öllu blökkufólki frítt fargjald aðra leið til norðurríkja Bandaríkjanna. 1971 Hæstiréttur Bandaríkjanna stað- festir notkun skólabifreiða til að hamla gegn kynþáttaaðskilnaði í skólum. 1991 Mikhaíl Gorbatsjov heimsækir Suður-Kóreu, fyrstur leiðtoga Sovétríkjanna. Fríða Proppé blaðamaður er 55 ára. Steinunn Þórarinsdóttir myndlistakona er 49 ára. Halldór Áskelsson knattspyrnumaður er 39 ára. Unesco sendi út þá tilskipun umað 23. apríl væri dagur bókar- innar og höfundarréttar og það hittist þannig á að þetta er fæð- ingardagur Halldórs Laxness. Árið 1998 ákvað Félag bókaútgef- enda að gera úr þessu heila viku bókarinnar hér á landi og að þessu sinni er þemað íslenska skáld- sagan,“ segir Benedikt Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda. „Það sem er helst á dagskrá af hálfu félagsins er að við gefum út bókina Tuttugasta og þriðja apríl sem verður gefin þeim sem versla bækur fyrir 1.500 krónur eða meira í bókaverslunum. Bókin inniheldur ellefu nýjar sögur eftir jafnmarga íslenska höfunda. Sög- urnar eiga dagsetninguna 23. apríl sameiginlega, auk þess sem höf- undum var úthlutað ártali með það fyrir augum að bókin myndi spanna heila öld. Fyrsta sagan hefst árið 1904 og sú síðasta tekur mið af 2004. Við stöndum einnig fyrir Bókaþingi sem verður á al- þjóðadegi bókarinnar, 23. apríl, í Iðnó. Þar verður meðal annars fjallað um þýðingar, bókmenntir í sjónvarpi og ítalski rithöfundurinn Niccolo Ammaniti og Katrín Jakobsdóttir skiptast á skoðunum um spennusögur og hvort þær hafi engin landamæri. Annað sem við gerum er að safna saman upplýs- ingum frá þeim sem við getum náð í um hvað er að gerast í vikunni.“ Benedikt segir erfitt að meta hversu margir bókaútgefendur eru starfandi á Íslandi. „Það eru um 38 útgefendur skráðir í félag- ið og um 25 sem gefa eitthvað út á hverju ári. Þar fyrir utan eru margir einstaklingar sem eru að gefa út eigin verk eða einstaka þýðingar sem þeir hafa áhuga á. Sumir þeirra gefa bara út einu sinni eða á nokkurra ára fresti. Vika bókarinnar vekur athygli á bókum einn ganginn enn og bend- ir á að það er ekki bara verið að gefa út bækur fyrir jólin, heldur allt árið. Þó svo að meginþungi út- gáfunnar sé á haustin eru þegar komnar út 30 til 40 bækur frá ára- mótum. Þessa dagana er einnig feikilega mikið af tilboðum í gangi hjá bókaútgefendum og einnig eru tilboð í bókabúðum, sem brydda upp á nýjungum í til- efni vikunnar.“ ■ ADOLF HITLER Þýski einræðisherrann, Adolf Hitler, sem skók alla Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar og hratt af stað annarri heimstyrjöldinni, fæddist á þessum degi árið 1889. 20. apríl ■ Þetta gerðist Guðbjörg Eiríksdóttir, Heiðdalshúsi, Eyrarbakka, lést laugardaginn 10. apríl. Sigrún (Dúa) Guðbjörnsdóttir, Sörla- skjóli 60, lést laugardaginn 17. apríl. 13.00 Rögnvaldur Ólafsson, Kleppsvegi 144, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 13.30 Birgir Baldursson, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju. 13.30 Guðjón Einarsson frá Laugabóli, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju. 13.30 Ingólfur Guðmundsson flugvirki, Mánatúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Óskar Gunnar Óskarsson, Ásvallagötu 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 14.00 Jón Teitsson, Eyvindartungu, Laugardal, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju. MORÐIN Í COLUMBINE Almenningur og fjölmiðlar fengu fá svör við spurningum sínum um hvað fengi ung- linga til að fremja annað eins ódæði. Fjöldamorð í Columbine COLUMBINE ■ Tveir skólapiltar gerðu skotárás á sam- nema sína, særðu 23 og myrtu 12 ung- linga og einn kennara áður en þeir styttu sér aldur. 20. apríl 1999 Bækur koma út allt árið Ég sótti heimsleika SpecialOlympics sem skipulagðir voru í Bandaríkjunum 1999 og á Írlandi í fyrra. Það er fátt sem ég hef orðið vitni að síðan ég tók við embætti for- seta sem hefur haft jafn mikil áhrif á mig en að sjá tugþúsundir einstaklinga takast á við fötlun sína og keppa á heimsleikunum. Þetta sýndi mér að Special Olympics væri orðin ein öflug- asta íþrótta- og mannúðarhreyfingin í heiminum,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, sem hefur þegið boð heims- stjórnar Special Olympics um að taka sæti í stjórninni. Forseti Íslands er fyrsti þjóðhöfð- inginn sem boðið er að taka sæti í þessari stjórn en Special Olympics voru stofnuð að frumkvæði Kennedy- fjölskyldunnar árið 1968 og taka nú Maria Shriver og maður hennar, Arnold Schwarzenegger, þátt í starfi hreyfingarinnar. „Það er mér mikill heiður að vera boðið að taka sæti í þessari stjórn og ég tel þetta vera viðurkenningu á merku starfi Íþróttafélags fatlaðra því Íslendingar hafa átt stóran hóp á þess- um heimsleikum, stærri hóp en annars staðar frá Norðurlöndunum. Ég mun reyna að gera mitt besta í stjórninni, bæði fyrir vöxt hreyfingarinnar á heimsvísu og til að koma Íslandi að gagni.“ Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, segir þetta fagnaðarefni öllum sem koma að starfsemi Special Olympics á Íslandi. „Stjórn Special Olympics á Íslandi óskar honum inni- lega til hamingju með að hafa verið valinn í þessa stjórn og þakkar ára- langt ánægjulegt samstarf og ómetan- legan stuðning.“ ■ Fyrsti þjóð- höfðinginn í stjórn Tímamót VIKA BÓKARINNAR ■ Fjölbreytt dagskrá alla vikuna 20.–26. apríl. Tímamót ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON ■ tekur sæti í alheimsstjórn Special Olympics. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR Víðilundi 24, Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 21. apríl kl. 13.30. Stefán Jónsson Heiðrún Björgvinsdóttir Eiríkur Jónsson Sigríður Jóhannesdóttir Teitur Jónsson Valgerður Magnúsdóttir Hjartkær eiginkona mín ÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hjalla Ölfusi andaðist föstudaginn 16. apríl á Landspítala við Hringbraut. Finnbogi G. Vikar. Okkar elskulega ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR frá Mosfelli Verður jarðsungin frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00. Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson. Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Egilsdóttir. Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir. Sif Bjarnadóttir og systkinabörn. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON OG DORRIT MOUSSAIEFF Forsetinn var viðstaddur opnunarhátíð Special Olympics 2003. Dagskrá hans tók mið af því að hann gæti hitt sem flesta keppendur úr íslenska hópnum. ■ Jarðarfarir BENEDIKT KRISTJÁNSSON Vika bókarinnar hefst í dag. Dagur bókarinnar verður svo á föstudaginn, fæðingardegi Halldórs Laxness.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.