Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 42
22 20. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR PASSION OF ... kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 PASSION LÚXUS kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 BJÖRN BRÓÐIR STARSKY & HUTCH kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.i. 12 kl. 4 M. ÍSL. TALI SCOOBY DOO 2 kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI KÖTTURINN MEÐ HATTINN kl. 4 kl. 6 og 10TAKING LIVES DAWN OF THE DEAD kl. 8 og 10,45 B.i. 16 kl. 10 B.i. 16 áraCOLD MOUNTAIN kl. 6 og 8LES INV. BARBARES kl. 10 B.i. 12STARSKY & HUTCH kl. 6 og 8WHALE RIDER kl. 6 Ísl. talSCOOBY DOO 2 SOMETHING’S GOTTA GIVE kl. 5.40 og 8 Pétur Pan kl. 3.20 og 5.40 M/ÍSL. TALI Pétur Pan kl. 3 M/ENSKU TALI SÝND kl. 8 og 10.15 B.i. 16 Hann mun gera allt til að verða þú Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki SÝND kl. 5.30, 8.15 og 10 B.i. 12 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 6 og 10 Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd, byggðri á sannri sögu! SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 Til að tryggja réttan dóm réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing. En það var einn sem sá við þeim... Það vilja allir vera hún, en hún vil vera “frjáls” eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit! Hvernig er hægt að verða ástfangin með augu alheimsins á þér? Eftir metsölubók JOHN GRISHAM Með stórleikurunum, John Cusack, Gene Hackman, Dustin Hoffman og Rachel Weisz HHH kvikmyndir.com HHH kvikmyndir.com HHH1/2 kvikmyndir.com Frábærar reiðsenur, slagsmálaatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur! Frábærar reiðsenur, slagsmálaatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur! FÖSTUDAGINN 23. APRÍL KL. 19:30 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngvarar ::: Þóra Einarsdóttir Hulda Björk Garðarsdóttir Kór ::: Graduale Nobili Sögumaður ::: Valur Freyr Einarsson Arnold Schönberg ::: Verklärte Nacht Felix Mendelssohn ::: Draumur á Jónsmessunótt Á afar viðkvæmum stað í verkinu var te borið fram í konungsstúkunni. Teskeiðaglamrið var svo hávært og truflandi að Mendelssohn varð eld- rauður í framan af bræði þar sem hann stóð og stjórnaði hljómsveitinni. Það verður ekki boðið upp á te í Háskólabíói þegar hin undurfagra tónlist Mendelssohns við leikrit Shakespeares verður flutt í fyrsta sinn í heild á Íslandi. Gul #6 ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir gamanmyndina Löggulíf eftir Þráinn Bertelsson í sýningarsal safnsins í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Vínarkvöld í hádeginu er yf- irskrift síðustu hádegistónleika Óperunn- ar á vormisseri. Á tónleikunum flytja Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan Sig- urðarson baritón og Davíð Ólafsson bassi tónlist úr óperettum, m.a. Leður- blökunni, Sardasfurstynjunni og Kátu ekkjunni. Kurt Kopecky leikur á píanó.  20.00 Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Arne Jørgen Fæø píanó- leikari flytja í Salnum, Kópavogi, tónlist eftir Prokofiev, Martin, Hilmar Þórðarson og nemendur úr Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs og LIstaháskóla Íslands.  20.30 Kór Hjallakirkju flytur Messe Solennelle eða Hátíðarmessu í A dúr op. 12 eftir César Franck fyrir kór, einsöngvara, orgel, hörpu og selló í Hjallakirkju. Einsöngvarar eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Gréta Jónsdóttir mezzosópran, Snorri Wium tenór og Gunnar Jónsson bassi. Lenka Mátéová leikur á orgel, Elísabet Waage á hörpu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson.  20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Borgarleikhúsinu. Ein- leik með sveitinni leikur klarinettuleikar- inn Dimitri Þór Ashkenazy. Stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Halldór Bjarnason sagn- fræðingur heldur í Norræna húsinu lokaerindið í hádegisfyrirlestraröð Sagn- fræðingafélags Íslands, Hvað er (um)heimur? Erindið nefnist: Ok eða aðstoð? Ísland sem nýlenda Dana á nítjándu öld. Aðgangur er ókeypis. Flautar í kapp við tölvuhljóð TÓNLEIKAR „Við höfum alltaf haft mjög frjálsleg inntökuskilyrði í þessum skóla,“ segir Hilmar Þórðarson, annar tveggja for- stöðumanna Tónvers Tónlistar- skólans í Kópavogi, sem nú er að ljúka sínu níunda starfsári. „Það sem við höfum sett á oddinn sem inntökuskilyrði er fyrst og fremst brennandi áhugi á tónlist og því að nota tölvur í tónlistina. Þetta hef- ur verið mjög vel sótt og virkar svolítið sem sprauta inn í þessa stöðluðu tónlistarskólaímynd.“ Tölvutónverið í Kópavogi gegnir reyndar tvíþættu hlut- verki. Annars vegar hafa tónlist- armenn þar fullkomna aðstöðu til þess að vinna í tölvum, hins vegar er boðið upp á nám þar sem nem- endur læra að nota tölvur til þess að búa til hljóð og tónlist. Í kvöld ætla þau Berglind Mar- ía Tómasdóttir flautuleikari og Arne Jørgen Fæø píanóleikari að flytja í Salnum í Kópavogi verk eftir sjö nemendur í tölvutónver- inu. Verkin eru eftir þau Alex Macneil, Bjargey Ólafsdóttur, Hrein Elíasson, Pál Ragnar Páls- son, Áslaugu Einarsdóttur, Tinnu Bjarnadóttur og Hauk Davíð Magnússon. „Við höfum haft fólk á öllum aldri, allt frá 14–15 upp í fimm- tugt. Langbreiðasti hópurinn er samt á milli 18 og 25. Þetta fólk hefur líka mjög breiðan bak- grunn, allt frá bílskúrum yfir í að vera nokkuð virkt í tónlistar- flutningi. Svo er líka hjá okkur fólk með myndlistarmenntun sem kemur úr allt annarri átt.“ Þau Berglind og Arne flytja auk þess á þessum tónleikum tvö af vinsælustu tónverkum flautu- bókmenntanna, Sónötu eftir Prokofíev og Fantasíu eftir Fauré. Einnig flytja þau Þrjár andrár eft- ir Atla Heimi Ingólfsson frá árinu 1986. Eftir Hilmar ætlar Berglind svo að flytja verkið Sononymous fyrir flautu og tölvuhljóð frá ár- inu 2001. „Öll tölvuhljóðin sem heyrast eru upphaflega fengin úr þver- flautunni sjálfri, og svo er reynt að láta þau blandast vel inn í flautuleikinn sjálfan. Þetta er hugsað sem næturljóð eða þula. Ég hef sagt að þetta væri svipað því að maður væri að reyna að syngja einhvern í svefn, og svo kæmu þessi hljóð milli svefns og vöku.“ ■ BERGLIND OG ARNE Á tónleikum í Salnum í kvöld flytja þau meðal annars verk eftir nemendur úr Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs og Listaháskóla Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA hvað?hvar?hvenær? 18 19 20 21 22 APRÍL Þriðjudagur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.