Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.04.2004, Blaðsíða 30
Bækur fyrir alla - allt árið BÆKUR SEM BRJÓTA LEIÐIR ÍSLENDINGAR Hverjir eru þeir, þessir Íslendingar? Ljósmynd- arinn Sigurgeir Sigurjóns- son og rithöfundurinn Unnur Þóra Jökulsdóttir fóru hringinn í kringum landið og hittu fyrir fólk til sjávar og sveita. Afraksturinn er einstök bók með áleitnum svipmyndum af Íslendingum vorra daga og undralandinu þar sem þetta fólk býr. Hér er á ferðinni ein glæsilegasta ljósmyndabók sem gefin hefur verið út hérlendis. Einstök lýsing á þjóðinni sem nefnir sig Íslendinga. Ný bók eftir höfund metsölubókarinnar Íslandssýn eða Lost in Iceland. ÍSLENSK FJÖLL GÖNGULEIÐIR Á 151 TIND Endurbætt og stóraukin útgáfa bókar- innar Fólk á fjöllum eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Lýst er leiðum á 151 fjallstind um allt land. Hér má finna léttar sunnu- dagsgöngur fyrir alla fjölskylduna jafnt sem krefjandi háfjalla- og jöklaleiðir. Bók sem opnar nýjan heim fyrir göngufólki. TRÖLL OG JÓLASVEINAR Bækur Brians Pilkington um lífshætti trölla og íslensku jólasveinana hrífa fólk af öllu þjóðerni. Nú kemur á markaðinn frönsk útgáfa Trölla- bókarinnar. Jólasveinarnir og tröllin gleðja jafnt fullorðna sem börn og eru skemmtileg gjöf fyrir alla erlenda vini. GULLNI HRINGURINN Páll Stefánsson Í sumar er væntanleg á markað glæsileg bók um vinsælasta ferðamannahring Íslands, Gullna hringinn. Hringurinn sem nær frá Reykjavík til Geysis og Gullfoss og þaðan til Þingvalla er fastur viðkomustaður nær allra ferðamanna sem koma til Íslands. Í meist- aralegum ljósmyndum Páls Stefánssonar eru þessar perlur náttúru og sögu sýndar í sínu magnaðasta ljósi. VARÚÐ! FURÐUDÝR FRAMUNDAN Hér er á ferðinni nýjasta bókin í þjóðvegabókaflokknum vinsæla eftir Jón R. Hjálmarsson. Fjallað er um Katanesdýrið, Lagarfljóts- orminn og skessuna Loppu auk fjölda annarra furðuvera sem öll eiga það til að birtast í nánd við þjóðvegi landsins. Nú er hægt að þræða sig á ferðalaginu á milli skrímslastaða víðsvegar um landið og skoða hvort ekki birtist skessa á bak við hól. Þjóðvegabækur Almenna bókafélagsins eru nú orðnar fimm talsins. Þær hafa allar notið mikilla vinsælda, bæði meðal ferðalanga og ekki síður hinna sem heima sitja og ferðast í huganum. FJALLAFRELSI Gríðarleg vakning hefur orðið á undanförnum árum í fjallaferðum. Landsmenn hafa uppgötvað fjöllin og óbyggðirnar og kynnst því hve stórkostlegt það er að ganga um Ísland. Í ár koma út tvær bækur um fjallamennsku og göngur hjá forlögum Eddu útgáfu. GENGIÐ UM ÓBYGGÐIR Jón Gauti Jónsson er margreyndur fjalla- og leiðsögumaður. Gengið um óbyggðir er vönduð handbók með aðgengilegum upplýsingum fyrir alla sem ferðast um hálendið, jafnt þá sem litla reynslu hafa og þá sem vanari eru. Það er í mörg horn að líta áður en farið er á fjöll og margt óvænt getur gerst á ferðum fjarri mannabyggðum. Þessi bók svarar flestum spurningum sem koma upp í fjallaferðum. Sigurgeir Sigurjónsson er höfundur margra vinsælustu ljósmyndabóka sem út hafa komið um Ísland og íslenska náttúru. Meðal verka hans má nefna Ísland – landið hlýja í norðri, Amazing Iceland og Íslandssýn. Unnur Þóra Jökulsdóttir var annar höfunda ferðabókanna um skútuna Kríu sem sigldi um öll heimsins höf. Nýjasta bók hennar er barnabókin Eyjadís. Nú hafa selst yfir 20.000 eintök af Lost in Iceland eftir Sigurgeir Sigurjónsson frá því að hún kom út sumarið 2002. Í sumar eru væntanleg dagatöl og minnisbækur með kápumynd bókarinnar: Lost in Time og Lost in Notes. ÍSLENSK NÁTTÚRA Hin stórglæsilegi bókaflokkur Máls og menningar um íslenska náttúru hefur á að skipa frábærum leiðsögubókum um steina, jarðfræði og plöntur. Traustar, áreiðanlegar og aðgengi- legar handbækur um náttúru okkar. Ekið um óbyggðir Hin afar vinsæla bók Ekið um óbyggðir er nú komin aftur á markað. Hún sló í gegn sumarið 2003 enda er þar lýst á skýran hátt öllum helstu jeppaleiðum hálend- isins. Kort af hálendinu fylgir. VÆNTANLEG Í MAÍ VÆNTANLEG Í MAÍ KORT FYRIR ÍSLENSKAN ALMENNING Kortadeild Máls og menningar hefur frá því að hún tók til starfa fyrir nokkrum árum gerbreytt landslagi í kortaútgáfu hérlendis. Í fyrsta sinn var boðið upp á fjórðungskort og kortabók sem hægt var að taka með sér í bílinn eða skoða heima. Þessi kort hafa öll unnið til alþjóðlegra verðlauna og hafa selst í tugþúsundum eintaka – Íslendingar hafa því tekið þeim tveim höndum. SKAFTAFELL Nýjasta sérkort Máls og menningar er af Skaftafelli og næsta nágrenni. Sérkortin gefa gleggri mynd af vinsælustu ferðamannasvæðum landsins. Áður hafa komið út Snæfellsnes, Kjölur, Lónsöræfi og Fjallabak. KORTABÓK MM Hin sígilda Kortabók Máls og menningar er uppfærð á hverju ári. Í henni eru ekki aðeins kort af öllum landshlutum, heldur einnig götukort af öllm helstu þéttbýlisstöðum og upplýsingar um sundlaugar, ferðamennsku og afþreyingu. Algerlega ómissandi bók. NÝ SÖGUKORTABÓK! Sögustaðir Íslands er nýstárleg og handhæg gormabók þar sem greint er frá öllum helstu sögustöðum lands- ins, allt frá landnámsöld til vorra daga. Sögustaðirnir eru rúmlega 280 talsins og er vísað til þeirra á Íslandskorti innan á bókarkápu. Texti bókarinnar er á íslensku, ensku og þýsku. VÆNTANLEG Í MAÍ ÖFLUG BÓKAÚTGÁFA ÁRIÐ UM KRING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.