Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 4
4 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Er umfang eftirlitsiðnaðar á Íslandi áhyggjuefni? Spurning dagsins í dag: Eiga íslensk stjórnvöld að draga til baka stuðning sinn við Íraksstríðið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 37% 63% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is BARNAHÚS „Ef taka þarf skýrslu af barni í þeim tilgangi að fá fram réttmætar upplýsingar um ætlað kynferðisbrot gegn því, er farsæl- ast að aðilar sem til þess hafa fengið sérhæfða þjálfun sjái um framkvæmdina,“ segir Jóhanna Kristín Jónsdóttir, framhalds- nemi í sálfræði við Háskóla Ís- lands, í grein í Fréttablaðinu í dag. Greinin ber yfirskriftina: Það geta allir talað við börn. Jóhanna segir að víst geti allir talað við börn en mikilvægt sé að hafa í huga í hvaða samhengi það er gert. Rannsóknir sýni að skýrslu- taka af barni sé einn vandmeð- farnasti hluti hvers máls þegar kynferðisbrot eru rannsökuð. Sér- fræðingar Barnahúss séu þeir einu hér á landi sem fengið hafi þjálfun í notkun rannsóknarvið- tals. Sérhæfð þjálfun feli ekki að- eins í sér þekkingu á viðtalstækn- inni sem slíkri heldur einnig þekkingu á þeim kenningarlega bakgrunni sem aðferðirnar byggi á og þeim aragrúa rannsókna sem stundaðar hafi verið á börnum í réttarkerfinu. „Þær gefa ljósa mynd af getu barna til að skýra frá reynslu sinni frammi fyrir dómi, út frá aldri, almennum þroska, þroskun minnis, frásagnarhæfni og al- mennri þekkingu svo fátt eitt sé nefnt. Þekking á ofantöldum at- riðum ásamt þjálfun í aðferðum viðtalsins, veitir spyrjanda nauð- synlegar forsendur til að mæta sérhverju barni sem boðað er til skýrslutöku af fagmennsku og hlutleysi, ásamt því næmi sem nauðsynlegt er þegar börn eiga í hlut,“ segir Jóhanna Kristín Jón- asdóttir. Sjá nánar síðu 24 Borgin vill selja 20 milljarða hlut Borgarstjóri telur raunhæft að ríkið kaupi hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Hluturinn er metinn á 20 milljarða króna í dag. Hreinar skuldir borgarsjóðs eru sex milljarðar. ORKUMÁL Reykjavíkurlistinn vill losa sig við 45% eignarhlut borgar- innar í raforkuframleiðslu Lands- virkjunar. Hluturinn er í dag met- inn á tæpa 20 milljarða króna miðað við eigið fé Landsvirkjunar. Svokölluð orkustefnunefnd, sem borgaryfirvöld skipuðu, birti í gær skýrslu um orkumál borgarinnar. Í skýrslunni er lagt til að borgaryfir- völd losi sig við hlut sinn í Lands- virkjun og í borgarráði í gær sam- þykkti meirihlutinn tillögu um að styðja þetta sjónarmið nefndarinn- ar. „Það er brýnt að það komi fram að þetta er langtímamarkmið,“ seg- ir Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur. Nefndin leggur til fjórar leiðir til að losa borgina við eignarhlut sinn í Landsvirkjun. Ein þeirra kveður á um að ríkið greiði borginni út eignarhlut sinn. Þórólf- ur segir þetta náttúrlega vera langeinföldustu leiðina og vel raun- hæfa. Hann segir að ríkið ætti að sjá hag í því að vera ekki með sam- keppnisaðila innanborðs í Lands- virkjun og vísar þar til þess að Orkuveita Reykjavíkur er í sam- keppni við Landsvirkjun í raforku- framleiðslu. Önnur leið sem orkustefnu- nefndin bendir á er að Reykjavíkur- borg fái afhentan hluta af eignum Landsvirkjunar, til dæmis Sogs- virkjanir. Borgin gæti síðan nýtt virkjanirnar í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórnendur Lands- virkjunar hafa ekki tekið vel í þessa leið en Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi og stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, segir að sér hugnist hún best. „Með því að fá Sogsvirkjanirnar inn í Orkuveitu Reykjavíkur mun skapast enn meiri samkeppni í orkuframleiðslu hérlendis,“ segir Alfreð. „Það er ekki neitt nýtt að sjónarmið stjórnenda Landsvirkj- unar og borgarinnar fari ekki sam- an í þessu máli.“ Nefndin bendir einnig á þá leið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og afnema gagnkvæmt samþykki eigenda fyrir breyttum eignahlut. Undir þeim kringumstæðum geti borgin selt hlut sinn þegar það verði talið henta. Þórólfur segir að þessi leið sé mjög áhugaverð en ófær núna vegna skuldsetningar Lands- virkjunar. Þórólfur segir að þótt hlutur borgarinnar sé metinn á 20 millj- arða króna miðað við eigið fé liggi ekki fyrir hver hluturinn sé á mark- aðsvirði. Hann geti verið meira en 20 milljarða virði vegna Sogsvirkj- ana og minni vegna ýmissa óvissu- þátta sem tengjast Kárahnjúka- virkjun. Þórólfur segir að hreinar skuldir borgarsjóðs séu um sex milljarðar og heildarskuldir um 20 milljarðar en peningalegar eignir upp á 14 milljarða komi þar á móti. „Ef hluturinn verður seldur myndast fjárfestingartækifæri og tækifæri til að greiða upp skuldir,“ segir Þórólfur. „Einnig yrði hægt að efla rekstur borgarinnar og þjón- ustu við borgarbúa.“ Þórólfur vill ekki nefna hvaða fjárfestingartækifæri hann sé að tala um: „Við skulum nú ekki fara að eyða peningunum strax,“ segir hann. trausti@frettabladid.is SUÐURMÝRI 6 Á SELTJARNARNESI Íbúðin er talin ónýt eftir brunann. Eldur var mestur í svefnherbergi íbúðarinnar en mikill hiti var í henni allri. Íbúðin talin ónýt eftir brunann: Vaknaði við reykskynjara BRUNI Íbúð á jarðhæð í Suðurmýri á Seltjarnarnesi er talin ónýt eftir bruna sem varð þar í gær. Einn maður var sofandi í íbúðinni þeg- ar eldurinn kviknaði. Hann vakn- aði við reykskynjarann og náði að komast út af sjálfsdáðum og hringdi á neyðarlínuna. Hann var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn var mestur í svefn- herbergi íbúðarinnar en mikill hiti auk sóts og reyks var í allri íbúðinni og er hún því talin ónýt. Tvær aðrar íbúðir eru í húsinu og urðu nokkrar reykskemmdir á þeim. Vel gekk að slökkva eldinn en tilkynning barst slökkviliðinu rétt eftir klukkan hálf eitt í gærdag og var búið að slökkva um þrettán mínútum síðar. ■ ORKUMÁL Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, segist ekki telja líklegt að ríkið muni kaupa Reykjavíkurborg út úr Lands- virkjun. Hins vegar sé það mál sem eigendur fyrirtækisins verði að ræða sín á milli. Í skýrslu orkustefnunefndar sem kynnt var í gær var bent á þetta sem eina leið við að losa borgina við 45% eignarhlut sinn í Landsvirkjun. Í skýrslunni var einnig bent á þá leið að Reykja- víkurborg fengi afhentan hluta af eignum Landsvirkjunar, til dæmis Sogsvirkjanir. Friðrik segir þetta varla raunhæfa leið enda sé hún mjög flókin í fram- kvæmd. Þá sjái hann ekki í fljótu bragði hvaða hag borgin ætti að hafa af þessu, þar sem hún myndi ekki fá peningalega fjár- muni í hendur ef þessi leið yrði farin. Í skýrslunni er einnig bent á þá leið að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Friðrik segir að eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar sé ekki óraunhæft að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Til lengri tíma litið sé eðlilegt að fleiri eigendur komi inn í Lands- virkjun, til dæmis lífeyrissjóðir eða erlendir aðilar. „Það sem skiptir Landsvirkj- un mestu máli er að eiginfjár- hlutfallið sé í lagi,“ segir Friðrik. „Þótt Reykjavíkurborg selji ein- hverjum öðrum sinn hlut þá í sjálfu sér breytir það engu fyrir okkur. Við teljum samt að áður en eigendur losi sinn hlut þurfi að auka eigið fé þannig að nýir eigendur komi með viðbótarfjár- magn inn í fyrirtækið. Það er nauðsynlegt vegna þess að eigin- fjárhlutfall Landsvirkjunar verð- ur komið í 20% við byggingarlok Kárahnjúkavirkjunar.“ ■ JÓHANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Segir að allir geti talað við börn en farsæl- ast sé að sérhæfðir aðilar annist skýrslu- tökur af barni þegar ná eigi fram réttmæt- um upplýsingum um ætluð kynferðisbrot gegn því. Skýrslutökur af börnum: Þekking á rannsóknum nauðsynleg STJÓRNSTÖÐ LANDSVIRKJUNAR VIÐ BÚSTAÐAVEG Orkustefnunefnd, sem borgaryfirvöld skipuðu, birti í gær skýrslu um orkumál borgarinnar. Í skýrslunni er lagt til að borgaryfirvöld losi sig við 45% hlut sinn í Landsvirkjun. Orkustefnunefnd leggur til fjórar leiðir til að minnka hlut Reykjavíkurborgar í raforkuvinnslu Landsvirkjunar: 1. Ríkið greiði borginni út eignarhlut sinn. 2. Reykjavíkurborg fái afhentan hluta af eignum Landsvirkjunar, t.d. Sogs- virkjanir og leggi þær síðan inn í Orkuveitu Reykjavíkur. 3. Reykjavíkurborg haldi hlut sínum í væntanlegu flutningsfyrirtæki. 4. Landsvirkjun verði breytt í hlutafé- lag og afnumið verði gagnkvæmt samþykki eigenda fyrir breyttum eignarhlut. Reykjavíkurborg getur þá selt hlut sinn þegar það verður talið henta. *Orkustefnunefnd var sett á fót síðla árs árið 2002 til að kanna stöðu og stefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum. Í ÁBYRGÐUM FYRIR 62 MILLJARÐA Reykjavíkurborg er í ábyrgðum vegna lána Landsvirkjunar sem nemur 62 milljörðum króna og er það í sam- ræmi við eignarhlut borgarinnar. Í skýrslu orkustefnunefndar segir að gagnvart lánardrottnum sé Reykjavík- urborg eins og aðrir eignaraðilar í óskiptri einfaldri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum Landsvirkjunar. Borg- in losni ekki undan þegar veittum ábyrgðum gagnvart lánardrottnum þótt hún losi allan eignarhlut sinn í Landsvirkjun. Það eigi hins vegar ekki að vera vandamál þar sem innbyrðis skipting á ábyrgð eignaraðila fer eftir eignarhlutföllum. Nefndin telur mikil- vægt að ábyrgðir Reykjavíkurborgar á skuldum Landsvirkjunar minnki í raun samfara því að eignarhluturinn lækkar og verði frá því gengið í þeim samn- ingum eignaraðila sem er nauðsynleg- ur undanfari breytinga á eignarhlut borgarinnar. FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR Friðrik Sophusson segir að eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar sé ekki óraunhæft að breyta Landsvirkjun í hlutfélag. Forstjóri Landsvirkjunar um sölu Reykjavíkur á hlut í Landsvirkjun: Ólíklegt að ríkið kaupi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ■ Evrópa RÉTTAÐ YFIR NASISTUM Réttar- höld eru hafin yfir þremur fyrr- verandi meðlimum SS-sveita nas- ista sem ákærðir eru fyrir morð á yfir 500 þorpsbúum á norðan- verðri Ítalíu. Flest fórnarlamb- anna voru konur, börn eða gamal- menni. Mennirnir þrír, sem allir eru um áttrætt, eru búsettir í Þýskalandi og er talið ólíklegt að þeir verði framseldir til Ítalíu til að vera viðstaddir réttarhöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.