Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 22
Einkennilegt er að farið skuli meðálitsgerð fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra sem leyni- skýrslu þótt liðnar séu um þrjár vik- ur frá því að henni var skilað. Skýrslan var kynnt á fundi ríkis- stjórnarinnar í gærmorgun og áttu flestir von á því að hún yrði gerð op- inber í framhaldi af því. Svo varð þó ekki. Er því borið við að hún sé til frekari meðferðar í ríkisstjórninni. Nokkur þversögn er í þessu fólg- in þegar haft er í huga að skýrslan mun fjalla um leiðir til að tryggja opna og lýðræðislega umræðu í landinu. Það er ekki góð byrjun á slíkum umræðum að halda gögnum og skoðunum leyndum. Hvað er svona eldfimt eða hættulegt? Engin skynsamleg rök eru fyrir því að neita fjölmiðlum um aðgang að skýrslunni. Líta verður á hana sem sjálfstætt verk sem ekki verður breytt hvað sem líður viðhorfum rík- isstjórnarinnar, einstakra ráðherra eða annarra til efnis hennar. Skiljan- legt er að ráðherrar þurfi tíma til að lesa skýrsluna, sem sögð er vera allt að 200 blaðsíður að lengd. En það á ekki að koma í veg fyrir að hún verði gerð opinber. Alþingismenn og ótal hagsmunaaðilar í þjóðfélaginu, þar á meðal þúsundir manna sem hafa lifi- brauð sitt af störfum við fjölmiðla, þurfa líka góðan tíma til að kynna sér efni hennar ef ætlunin er að ein- hverjar tillögur nefndarinnar birtist sem stjórnarfrumvarp á Alþingi inn- an tíðar, eins og gefið var í skyn í gær. Þegar hafa birst í fjölmiðlum fréttir af helstu tillögum nefndar- innar sem ekki hafa verið bornar til baka. Þessar fréttir eru þess eðl- is að margir hafa áhyggjur af því á hvað leið stjórnvöld kunna að vera í opinberri stefnumótun um fjöl- miðlun. Er lekinn sjálfstætt tilefni til að birta skýrsluna. Viðskipta- blaðið greindi frá á dögunum að það væri mat nefndarinnar að á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði væru „ýmis óheppileg einkenni“ eins og það var orðað. Þetta er rétt, en skiptar skoðanir eru um það hver þessi „óheppilegu einkenni“ eru. Varla getur það talist „óheppilegt“ að öflugir aðilar í viðskiptalífinu hafi á örfáum mánuðum bjargað þremur fjölmiðlum, tveimur dag- blöðum og einni sjónvarpsstöð frá gjaldþroti og þannig skapað hund- ruð manna atvinnu? Er ekki hætt við því að fjölbreytnin á fjölmiðla- markaðnum væri minni ef þetta hefði ekki gerst? Sögusagnir um að nefndin leggi til að Ríkisútvarpið verði stóreflt koma einnig á óvart á tímum þegar opinber rekstur og þar á meðal op- inber fjölmiðlun er hvarvetna á undanhaldi. En sérstaklega kemur þetta þó á óvart þegar haft er í huga að Ríkisútvarpið með sérrétt- indum sínum, einkum hinu lög- bundna afnotagjaldi, hefur verið og er enn einn helsti hemill heil- brigðs vaxtar og þróunar frjálsra ljósvakamiðla í landinu. ■ Fyrir alla muni, félagsmálaráð-herra, ekki opna fyrir þann möguleika að lánastofnanir taki aukagjald af þeim sem vilja greiða upp lánin sín fyrir gjalddaga með uppgreiðsluákvæði í nýjum lögum um húsnæðismál. Í frumvarpi um breytingar á lögum um húsnæðismál er gert ráð fyrir að heimila ráð- herra að leggja aukakostnað, svokallaðan uppgreiðslukostnað, á þá sem vilja greiða upp íbúðalán sitt fyrir gjalddaga. Ég hvet fé- lagsmálaráðherra til þess að fella þetta heimildarákvæði brott því það skiptir afkomu Íbúðalána- sjóðs engu máli, stríðir gegn lög- um um neytendalán og getur ver- ið hættulegt fordæmi fyrir fjár- málamarkaðinn. Ískyggileg skuldabyrði Það eru allir sammála því að skuldabyrði heimilanna er ískyggilega há en hún er nálægt 180% af ráðstöfunartekjum þeirra. Það er því mikið kappsmál fyrir heimilin og þjóðfélagið allt að grynnkað verði á þessum skuldum. Markmið með breytingu laga um húsnæðislán er m.a. að tryggja okkur hagkvæmari lán til íbúðakaupa. Það væru því afleit mistök ef þau yrðu til þess að fjár- málafyrirtæki sæju færi á því að næla sér í aukapening með upp- greiðsluálagi á lán. Lánastofnunum er ekki heim- ilt, með lögum um neytendalán, að taka aukagjald eða uppgreiðslu- þóknun af lánum sem greidd eru fyrir gjalddaga. Þvert á móti er það réttur lántakandans að vaxta- kostnaður og annar kostnaður sem hefði átt að borga eftir greiðsludag verði felldur niður. Þetta er einnig almennur skilning- ur lánastofnana og því er mögu- legt að greiða upp lán fyrir gjald- daga án þess að borga aukalega fyrir það. Með því að heimila ráð- herra að leggja uppgreiðslukostn- að á íbúðalán er hætt við því að hann hafi rutt brautina fyrir aðrar lánastofnanir til að gera slíkt hið sama og þá er verr af stað farið en heima setið. Áhættan ekki raunveruleg Hver eru rökin fyrir upp- greiðslugjaldinu? Í frumvarpi um breytingu á húsnæðislánum er heimildarákvæðið varlega orðað en þar segir að ráðherra geti lagt uppgreiðslugjaldið á við „sérstak- ar aðstæður“ og að fenginni um- sögn stjórnar Íbúðalánasjóðs. Þessi varkárni er líklega til komin vegna þess að menn vita af hætt- unni sem fylgir heimildinni og að rökin sem réttlæta hana eru mjög veik. Með heimildinni er Íbúða- lánasjóður að tryggja sig fyrir hugsanlegu vaxtatapi vegna upp- greiðslu fyrir gjalddaga því að sjóðurinn getur ekki innkallað íbúðabréfin og sett þau aftur á markað. Þessi áhætta er í raun varla fyrir hendi því sjóðurinn notar aðra aðferð til þess að tryggja sig; hann reiknar nefni- lega með mögulegum áhrifum af uppgreiðslu við ákvörðun vaxta. Því má heldur ekki gleyma að Íbúðalánasjóður er með ríkis- ábyrgð, lánin eru með fyrsta veð- rétti í fasteign og verðtryggð. Áhættan sem Íbúðalánasjóður er að verja sig fyrir er fræðileg frekar en raunveruleg og því ekki þess virði að taka þá áhættu með heimildarákvæðinu að upp- greiðslukostnaður verði almenn regla í viðskiptum lánastofnana við almenning. ■ Sjónarmið GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ furðar sig á því að skýrsla fjölmiðla- nefndarinnar skuli ekki hafa verið gerð opinber í gær. 22 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Börnin eru það mikilvægastasem þessi þjóð á. Hins vegar högum við okkur í öllu tilliti ekki í samræmi við þessa staðreynd. Hvort sem litið er á barnabætur, leikskólagjöld, málefni geðsjúkra barna eða stöðu langveikra barna er ljóst að unnt er að gera betur í málefn- um barna og við eig- um að gera betur. Frjáls félagasamtök gegna lykil- hlutverki í íslensku velferðarkerfi. Hinn mikli fjöldi sem sækir í aðstoð slíkra samtaka í hverri viku er vitn- isburður um raunveruleika sem sumir Íslendingar skilja ekki að sé til staðar í okkar ríka samfélagi. Jöfn tækifæri til tómstunda Í umræðunni um fátækt hér á landi gleymast stundum hin raun- verulegu fórnarlömb fátæktar. Það eru börnin. Fátækt foreldra bitnar ekki síst á börnum þeirra. Það skiptir til að mynda miklu máli að öll börn hafi tækifæri til tómstunda og eðlilegs félagslífs með jafnöldr- um sínum. Slík þátttaka getur haft lykiláhrif á félagslegan þroska og komið í veg fyrir einelti. Tónlistar- nám og íþróttaástundun er því mið- ur einfaldlega of þungur fjárhags- legur baggi fyrir suma foreldra að bera. Það þarf einfaldlega að skil- greina ákveðnar tómstundir og íþróttir sem hluta af grunnskóla- stiginu þar sem undanfarin misseri hefur vaxandi hópur barna ekki efni á eðlilegri þátttöku í slíkum starfi. Þátttaka barna í íþróttum og tómstundum vegna kostnaðar er mikið áhyggjuefni á mörgum heim- ilum. Brýnt að tryggja jöfn tæki- færi barna til íþróttaástundunar og annarra félagslegra þátta sem oft er samofin skóladegi barna. Söfnun fyrir börn á Íslandi Fjölskylduhjálp Íslands stendur núna fyrir söfnun undir heitinu „Hlúum að íslenskum börnum“. Þessi söfnun mun standa til 3. maí næstkomandi og er fyrir börn frá efnalitlum heimilum á Íslandi. Börnum verður boðið að dvelja í vikutíma í sumarbúðum eða taka þátt í leikjanámskeiðum að eigin vali og óháð búsetu. Gert er ráð fyrir að styrkja um 300 börn til slíkrar félagslegrar þátttöku. Sum þessara barna hafa aldrei fengið tækifæri til að taka þátt í slíku starfi sem þykir svo eðlilegt fyrir suma. Söfnunarsími verkefnisins er 901 5050 og gjaldfærast 500 krónur við hverja innhringingu. Gíróseðlar munu einnig liggja frammi í útibúum Íslandsbanka en Íslandsbanki í Garðabæ er fjár- gæsluaðili verkefnisins. Að sögn forsvarsmanna Fjölskylduhjálpar Íslands mun bókhald verkefnisins verða gert öllum opið næstkom- andi haust. Hér er um að ræða þarft verkefni sem allir lands- menn eru hvattir til að leggja lið sitt við. Ábyrg og hamingjusöm kynslóð Það er okkur öllum í hag að hér vaxi upp ábyrg og hamingjusöm kynslóð sem hefur búið við jöfn tækifæri allt sitt líf, hvort sem litið er á efnahag, kynferði eða kyn- þátta. Ísland er 9. ríkasta þjóð í heimi og við höfum fullt efni á því að gera vel við verðmætustu eign þjóðarinnar sem börnin okkar eru. ■ Eyða í löggjöf Því má slá föstu að víða er „eyða í íslenskri löggjöf“ eins og Hjör- leifur Guttormsson alþingismaður orðaði það þegar hann rökstuddi frumvarp sitt til laga um gælu- dýrahald um árið. Og hvað voru menn að hugsa hér áður þegar lög náðu ekki einu sinni 20 grein- um? Þegar Jóhanna Sigurðardótt- ir hafði fengið ný lög um fjöleign- arhús árið 1994 samþykkt voru komin lög með 82 greinum í stað laga með 19 greinar. Meginmark- mið laganna var að taka betur á óljósum atriðum og til þess þurfti fjórfalt fleiri lagagreinar en áður. VEFÞJÓÐVILJINN Á ANDRIKI.IS Búinn að lesa nóg Ég hef verið að pína mig til að lesa ljóðin í ljóðasamkeppni Fréttablaðsins. Það er erfitt. Held að dómnefndin hljóti að eiga bágt þó hún beri sig vel. [...] Mikið af þessu er gelgjuleg og svolítið um- komulaus sjálfstjáning, svona Hér-er-ég-ljóð, ekki ósvipaðrar ættar og blogg; vantar í það aga og form svo það nái að ummynd- ast frá því að vera bara einhver samsetningur yfir í að vera skáld- skapur. Ég ætla að sjá til -– en ég held ég sé búinn að lesa nóg. EGILL HELGASON Á STRIK.IS Leiðinlegt skáld En þó að við vissum auðvitað að Gunnar [Gunnarsson] væri frægt skáld þá höfðu ekki margir lesið neitt eftir hann. Í sýnisbók sem við vorum látin lesa í skólanum var kafli úr Fjallkirkjunni sem mér þótti afskaplega leiðinlegur, en átti að vera drepfyndinn. Ítrekaðar tilraunir síðar til þess að lesa verk Gunnars hafa allar endað á sama veg nema Svart- fugl. Þar tekst honum að byggja upp spennu. Ég man líka að mér fannst gaman að myndinni um Sögu Borgarættarinnar sem gerð var milli 1920 og ‘30, en hef aldrei hætt mér út í að lesa þá bók. BNEDIKT JÓHANNESSON Á HEIMUR.IS ■ Af netinu Ekki uppgreiðslu- kostnað á íbúðalán, félagsmálaráðherra ÍBÚÐALÁN Greinarhöfundur hvetur ráðherra til að opna ekki fyrir aukagjaldtöku af þeim sem vilja greiða íbúðalán sín upp. Leyniskýrsla um lýðræði ■ Fátækt foreldra bitnar ekki síst á börnunum. BÖRN AÐ LEIK „Börnin eru það mikilvægasta sem þessi þjóð á,“ segir greinarhöfundur. Umræðan ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ■ alþingismaður Samfylkingarinnar, skrifar um fjársöfnun fyrir börn. Umræðan INGÓLFUR H. INGÓLFSSON ■ skrifar um lagafrumvarp um húsnæðis- mál. ■ Ég hvet félags- málaráðherra til þess að fella þetta heimild- arákvæði brott því það skiptir afkomu Íbúða- lánasjóðs engu máli... Hlúum að börnum á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.