Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 16
16 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Asía Á TORGI HINS HIMNESKA FRIÐAR Kínverskur drengur heldur á leikfangabyss- um á Torgi hins himneska friðar í Peking. Þann 4. júní næstkomandi verða fimmtán ár liðin frá því að kínverski herinn lagði til atlögu við mótmælendur á torginu. Lausfjárstaða heimila batnar: Mikið í buddu eldri kynslóðarinnar EFNAHAGSMÁL Innlán á veltureikn- ingum svo sem tékkareikningum hafa aukist um 36 milljarða eða 50 prósent frá sama tíma í fyrra. Í hálffimmfréttum KB banka segir að lausafjárstaða almennings og fyrir- tækja hafi batnað verulega. „Það virðist við fyrstu sýn vera þversögn að lausafjárstaða heimilanna hefur batnað á sama tíma og einkaneysla hefur tekið verulegan kipp, en fram til þessa hafa yfirdráttarlán verið umtalsverður hluti af neyslufjár- mögnun fólks,“ segir í hálffimm- fréttum. Greiningardeild KB banka veltir því upp hvort hér geti verið um kyn- slóðabundna neyslu að ræða. Verð hlutabréfa og húseigna hefur hækk- að mikið að undanförnu. Vera megi að fólk á miðjum aldri sé að inn- leysa hagnað af eignum, hafi mikið lausafé og geti látið mikið eftir sér. Á móti þeim eldri sé svo ungt fólk sem fjármagni eignir með langtíma- lánum, en sé ekki að fjármagna neyslu með skammtímalánum. Almennt séð bendi betri lausa- fjárstaða til góðrar fjárhagslegrar heilsu. Á hinn bóginn geti mikið lausafé sem til er orðið af eignasölu ýtt undir verðbólgu. Það ráðist hins vegar af því hvenig því verður var- ið. ■ Old Trafford skotmark al-Kaída Lögreglan í Manchester á Englandi handtók á mánudag tíu manns sem talið er að hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um áhorfendur á leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á laugardag. Uppselt er á leikinn og hefðu þúsundir manna verið í lífshættu. BRETLAND Lögreglan í Manchester á Englandi telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverk stuðningsmanna al-Kaída hryðjuverkasamtakanna sem beina átti gegn áhorfendum á leik Manchester United og Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni næst- komandi laugardag. Tíu manns voru handteknir og nokkurra er leitað. Lögreglan er þess fullviss að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um rúmlega 68.000 áhorfendur leiksins á heimavelli Manchester United, Old Trafford. Níu karlmenn og ein kona voru handtekin í norður- og miðhluta Englands snemma á mánudags- morgun í samstilltum aðgerðum lögreglunnar gegn hryðjuverkum. Um 400 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Sjö manns voru hand- teknir í Manchester og þrír annars staðar í mið- og norðurhluta Eng- lands. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í miðborg Manchester. Ekki hefur fengist staðfest hvort lög- regla hafi komið höndum yfir eitt- hvert sprengiefni eða önnur vopn. Hin handteknu eru af norður- afrískum og kúrdískum uppruna. Lögreglan segir að þau hafi öll keypt miða á leik Manchester United og Liverpool og ætlað að dreifa sér um leikvanginn til að valda sem mestu manntjóni. Áhrif fyrirhugaðs ódæðis hefðu orðið gríðarleg því leiknum verður sjón- varpað til milljóna manna um heim allan. Þúsundir manna hefðu getað farist á Old Trafford. Handtökurnar voru liður í að- gerðum bresku lögreglunnar gegn hryðjuverkum sem staðið hafa frá því fyrir síðustu jól um gervallt Bretland. Á grundvelli nýrra laga um hryðjuverk hefur lögreglan heimild til að halda mönnum í allt að tvær vikur án þess að gefa út ákæru. Nokkur hundruð lögreglumenn leituðu í gær að manni, sem talinn er hafa ætlað að stýra árásinni á Old Trafford. Getgátur voru uppi í gær þess efnis að heimavöllur Manchester City væri einnig skotmark hryðju- verkasamtaka. Forráðamenn beggja liða vísuðu því á bug í gær að heimavellir liðanna væru skot- mörk hryðjuverkamanna. Talsmenn Manchester United lögðu ríka áherslu á að ekki yrði gripið til sér- stakra ráðstafana fyrir leik gegn Charlton sem fyrirhugaður var í gærkvöld á Old Trafford. Yfirvöld í Bretlandi hafa lengi óttast að hryðjuverkasamtök gerðu atlögu að mannmörgum samkomum líkt og knattspyrnuleikjum, þar sem tugir þúsunda eru samankomnar. Í marsmánuði handtók breska lögreglan níu manns og lagði hald á hálft tonn af sprengiefni þegar gert var áhlaup á nokkra staði í Lundún- um og nágrenni. Í kjölfarið voru sex manns, allt breskir ríkisborgarar á aldrinum 17–32 ára, ákærðir fyrir brot á lögum um hryðjuverk. the@frettabladid.is Vöruflutningabíll valt: Fór tugi metra niður skriðu LÖGREGLA Ökumaður slapp ómeiddur þegar vöruflutningabíll með gám fór út af veginum um Klettsháls á Vest- fjörðum í fyrrinótt. Um tuttug tonn af rækju voru í gámnum. Bílstjórinn hafði stöðvað í brekku vegna hálku en þá tók bifreiðin að renna aftur á bak. Bílstjórinn komst út áður en bíll- inn fór út af veginum og valt tæplega 50 metra niður snarbratta skriðuna. Bíll og farmur eru ónýt og unnu björgunarsveitarmenn fyrir vestan að því að koma bíl og rækju á veginn að nýju. ■ – hefur þú séð DV í dag? Íslenskur aðall í steypuslag í Laugarásnum Íslandsbanki lækkar vexti: Vaxtamunur minnkar VIÐSKIPTI Íslandsbanki mun lækka verðtryggða vexti í dag og verða vextir verðtryggðra útlána lækkaðir um 0,1 prósentustig. Þetta er í sjötta skiptið sem Íslandsbanki lækkar verðtryggða útlánsvexti á undan- förnum 15 mánuðum. Vextir verðtryggðra sparileiða bankans lækka einnig um sama pró- sentustig, en vextir á lífeyrissparn- aðarreikningi og framtíðarreikningi lækka ekki. Kjörvextir verðtryggðra skulda- bréfa hafa lækkað úr 7,75 prósent niður í 5,45 prósent hjá bankanum. Þá eru fastir vextir verðtryggðra lána nú 5,8–7 prósent eftir veðsetningar- hlutfalli. Á sama tíma hafa innláns- vextir lækkað minna með samsvar- andi lækkun vaxtamunar. ■ BÍLVELTA Í BÚÐARDAL Ung japön- sk hjón veltu bílaleigubifreið sinni til móts við Þrándarstaði í Búðardal. Varð þeim til happs að bifreiðin lenti í mýri og telur lög- regla að það hafi bjargað þeim frá alvarlegum meiðslum. Bif- reiðin er ónýt og eitthvað af far- angri fólksins skemmdist líka. HAGLABYSSA FANNST Í GARÐI Börn að leik í garði einbýlishúss á Seyðisfirði fundu haglabyssu í poka sínum í garðinum og létu lögreglu strax vita. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað um að neinn hafi týnt byssu sinni í bænum. Byssan var ekki hlaðin. FULLIR VASAR Mikill viðsnúningur varð í lausafjárstöðu almennings milli ára. Greiningardeild KB banka veltir því fyrir sér hvort eldri kynslóð sé að innleysa hagnað af hækkandi eignaverði. FRÁ AÐGERÐUNUM Lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum í miðborg Manchester á mánudag. TRAFFORD Í MANCHESTER Lögregla telur að knattspyrnuvellir Manchester City og Manchester United og verslunarmiðstöð í Manchester hafi verið hugsanleg skotmörk hryðjuverkasamtaka. Old Trafford - „Theatre of Dreams“ Heimavöllur Manchester United er einn glæsilegasti heimavöllur á Englandi. Fyrsti leikurinn sem leikinn var á vellinum var á móti erki- fjendunum í Liverpool 19. febrúar 1910. Liverpool vann leikinn 4 - 3 fyrir framan 45.000 manns. Árið 1920 komu 70.504 áhorf- endur á Old Trafford að sjá deildarleik Manchester United og Aston Villa. Það aðsóknarmet hefur ekki verið slegið. Í dag tekur völlurinn 68.217 áhorfendur í sæti en ætlunin er að stækka völlinn á næstu árum þannig að hann taki 85.000 áhorfendur OLD TRAFFORD Lögreglan er þess fullviss að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um rúmlega 68.000 áhorfendur FRÁ LEIK MANCHESTER CITY OG MANCHESTER UNITED Á OLD TRAFFORD Getgátur eru uppi um að heimavellir beggja liða séu hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna. TVÆR RÚTUR RÁKUST Á Að minnsta kosti nítján manns biðu bana og ellefu slösuðust þegar tvær rútur rákust saman í Punjab-héraði í Pakistan. Að sögn embættismanna var önnur rútan á alltof mikilli ferð þegar árekst- urinn varð en þeir sem létust voru allir í hinni rútunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.