Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2004, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.04.2004, Qupperneq 16
16 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Lögreglufréttir ■ Asía Á TORGI HINS HIMNESKA FRIÐAR Kínverskur drengur heldur á leikfangabyss- um á Torgi hins himneska friðar í Peking. Þann 4. júní næstkomandi verða fimmtán ár liðin frá því að kínverski herinn lagði til atlögu við mótmælendur á torginu. Lausfjárstaða heimila batnar: Mikið í buddu eldri kynslóðarinnar EFNAHAGSMÁL Innlán á veltureikn- ingum svo sem tékkareikningum hafa aukist um 36 milljarða eða 50 prósent frá sama tíma í fyrra. Í hálffimmfréttum KB banka segir að lausafjárstaða almennings og fyrir- tækja hafi batnað verulega. „Það virðist við fyrstu sýn vera þversögn að lausafjárstaða heimilanna hefur batnað á sama tíma og einkaneysla hefur tekið verulegan kipp, en fram til þessa hafa yfirdráttarlán verið umtalsverður hluti af neyslufjár- mögnun fólks,“ segir í hálffimm- fréttum. Greiningardeild KB banka veltir því upp hvort hér geti verið um kyn- slóðabundna neyslu að ræða. Verð hlutabréfa og húseigna hefur hækk- að mikið að undanförnu. Vera megi að fólk á miðjum aldri sé að inn- leysa hagnað af eignum, hafi mikið lausafé og geti látið mikið eftir sér. Á móti þeim eldri sé svo ungt fólk sem fjármagni eignir með langtíma- lánum, en sé ekki að fjármagna neyslu með skammtímalánum. Almennt séð bendi betri lausa- fjárstaða til góðrar fjárhagslegrar heilsu. Á hinn bóginn geti mikið lausafé sem til er orðið af eignasölu ýtt undir verðbólgu. Það ráðist hins vegar af því hvenig því verður var- ið. ■ Old Trafford skotmark al-Kaída Lögreglan í Manchester á Englandi handtók á mánudag tíu manns sem talið er að hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um áhorfendur á leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford á laugardag. Uppselt er á leikinn og hefðu þúsundir manna verið í lífshættu. BRETLAND Lögreglan í Manchester á Englandi telur sig hafa komið í veg fyrir hryðjuverk stuðningsmanna al-Kaída hryðjuverkasamtakanna sem beina átti gegn áhorfendum á leik Manchester United og Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni næst- komandi laugardag. Tíu manns voru handteknir og nokkurra er leitað. Lögreglan er þess fullviss að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um rúmlega 68.000 áhorfendur leiksins á heimavelli Manchester United, Old Trafford. Níu karlmenn og ein kona voru handtekin í norður- og miðhluta Englands snemma á mánudags- morgun í samstilltum aðgerðum lögreglunnar gegn hryðjuverkum. Um 400 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Sjö manns voru hand- teknir í Manchester og þrír annars staðar í mið- og norðurhluta Eng- lands. Gerð var húsleit á nokkrum stöðum í miðborg Manchester. Ekki hefur fengist staðfest hvort lög- regla hafi komið höndum yfir eitt- hvert sprengiefni eða önnur vopn. Hin handteknu eru af norður- afrískum og kúrdískum uppruna. Lögreglan segir að þau hafi öll keypt miða á leik Manchester United og Liverpool og ætlað að dreifa sér um leikvanginn til að valda sem mestu manntjóni. Áhrif fyrirhugaðs ódæðis hefðu orðið gríðarleg því leiknum verður sjón- varpað til milljóna manna um heim allan. Þúsundir manna hefðu getað farist á Old Trafford. Handtökurnar voru liður í að- gerðum bresku lögreglunnar gegn hryðjuverkum sem staðið hafa frá því fyrir síðustu jól um gervallt Bretland. Á grundvelli nýrra laga um hryðjuverk hefur lögreglan heimild til að halda mönnum í allt að tvær vikur án þess að gefa út ákæru. Nokkur hundruð lögreglumenn leituðu í gær að manni, sem talinn er hafa ætlað að stýra árásinni á Old Trafford. Getgátur voru uppi í gær þess efnis að heimavöllur Manchester City væri einnig skotmark hryðju- verkasamtaka. Forráðamenn beggja liða vísuðu því á bug í gær að heimavellir liðanna væru skot- mörk hryðjuverkamanna. Talsmenn Manchester United lögðu ríka áherslu á að ekki yrði gripið til sér- stakra ráðstafana fyrir leik gegn Charlton sem fyrirhugaður var í gærkvöld á Old Trafford. Yfirvöld í Bretlandi hafa lengi óttast að hryðjuverkasamtök gerðu atlögu að mannmörgum samkomum líkt og knattspyrnuleikjum, þar sem tugir þúsunda eru samankomnar. Í marsmánuði handtók breska lögreglan níu manns og lagði hald á hálft tonn af sprengiefni þegar gert var áhlaup á nokkra staði í Lundún- um og nágrenni. Í kjölfarið voru sex manns, allt breskir ríkisborgarar á aldrinum 17–32 ára, ákærðir fyrir brot á lögum um hryðjuverk. the@frettabladid.is Vöruflutningabíll valt: Fór tugi metra niður skriðu LÖGREGLA Ökumaður slapp ómeiddur þegar vöruflutningabíll með gám fór út af veginum um Klettsháls á Vest- fjörðum í fyrrinótt. Um tuttug tonn af rækju voru í gámnum. Bílstjórinn hafði stöðvað í brekku vegna hálku en þá tók bifreiðin að renna aftur á bak. Bílstjórinn komst út áður en bíll- inn fór út af veginum og valt tæplega 50 metra niður snarbratta skriðuna. Bíll og farmur eru ónýt og unnu björgunarsveitarmenn fyrir vestan að því að koma bíl og rækju á veginn að nýju. ■ – hefur þú séð DV í dag? Íslenskur aðall í steypuslag í Laugarásnum Íslandsbanki lækkar vexti: Vaxtamunur minnkar VIÐSKIPTI Íslandsbanki mun lækka verðtryggða vexti í dag og verða vextir verðtryggðra útlána lækkaðir um 0,1 prósentustig. Þetta er í sjötta skiptið sem Íslandsbanki lækkar verðtryggða útlánsvexti á undan- förnum 15 mánuðum. Vextir verðtryggðra sparileiða bankans lækka einnig um sama pró- sentustig, en vextir á lífeyrissparn- aðarreikningi og framtíðarreikningi lækka ekki. Kjörvextir verðtryggðra skulda- bréfa hafa lækkað úr 7,75 prósent niður í 5,45 prósent hjá bankanum. Þá eru fastir vextir verðtryggðra lána nú 5,8–7 prósent eftir veðsetningar- hlutfalli. Á sama tíma hafa innláns- vextir lækkað minna með samsvar- andi lækkun vaxtamunar. ■ BÍLVELTA Í BÚÐARDAL Ung japön- sk hjón veltu bílaleigubifreið sinni til móts við Þrándarstaði í Búðardal. Varð þeim til happs að bifreiðin lenti í mýri og telur lög- regla að það hafi bjargað þeim frá alvarlegum meiðslum. Bif- reiðin er ónýt og eitthvað af far- angri fólksins skemmdist líka. HAGLABYSSA FANNST Í GARÐI Börn að leik í garði einbýlishúss á Seyðisfirði fundu haglabyssu í poka sínum í garðinum og létu lögreglu strax vita. Rannsókn stendur yfir en ekki er vitað um að neinn hafi týnt byssu sinni í bænum. Byssan var ekki hlaðin. FULLIR VASAR Mikill viðsnúningur varð í lausafjárstöðu almennings milli ára. Greiningardeild KB banka veltir því fyrir sér hvort eldri kynslóð sé að innleysa hagnað af hækkandi eignaverði. FRÁ AÐGERÐUNUM Lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum í miðborg Manchester á mánudag. TRAFFORD Í MANCHESTER Lögregla telur að knattspyrnuvellir Manchester City og Manchester United og verslunarmiðstöð í Manchester hafi verið hugsanleg skotmörk hryðjuverkasamtaka. Old Trafford - „Theatre of Dreams“ Heimavöllur Manchester United er einn glæsilegasti heimavöllur á Englandi. Fyrsti leikurinn sem leikinn var á vellinum var á móti erki- fjendunum í Liverpool 19. febrúar 1910. Liverpool vann leikinn 4 - 3 fyrir framan 45.000 manns. Árið 1920 komu 70.504 áhorf- endur á Old Trafford að sjá deildarleik Manchester United og Aston Villa. Það aðsóknarmet hefur ekki verið slegið. Í dag tekur völlurinn 68.217 áhorfendur í sæti en ætlunin er að stækka völlinn á næstu árum þannig að hann taki 85.000 áhorfendur OLD TRAFFORD Lögreglan er þess fullviss að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að sprengja sig í loft upp innan um rúmlega 68.000 áhorfendur FRÁ LEIK MANCHESTER CITY OG MANCHESTER UNITED Á OLD TRAFFORD Getgátur eru uppi um að heimavellir beggja liða séu hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna. TVÆR RÚTUR RÁKUST Á Að minnsta kosti nítján manns biðu bana og ellefu slösuðust þegar tvær rútur rákust saman í Punjab-héraði í Pakistan. Að sögn embættismanna var önnur rútan á alltof mikilli ferð þegar árekst- urinn varð en þeir sem létust voru allir í hinni rútunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.