Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 25
„Það sniðugasta sem ég hef keypt er kaffibrennsluofninn sem ég keypti þegar ég byrjaði framleiðsluna,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi- társ. „Ég keypti hann notaðan árið 1989 fyrir frekar lítinn pening og hann hefur nýst mér ofboðslega vel síðan. Ég er enn að nota hann þó ég hafi ein- mitt verið að kaupa nýjan ofn. Þessi gamli verður þó notaður áfram sam- hliða þeim nýja.“ Aðalheiður segist vera mjög hagsýn í innkaupum, sérstaklega í því sem snýr að fyrirtækinu og stærri hlutum. „Ég er ekkert merkjafrík og nýi ofninn er til dæmis keyptur hjá litlu fyrirtæki í Portúgal og er algjörlega óþekkt merki. Ég fór og skoðaði hann og leist mjög vel á en í svona tilfellum hika ég ekki við að leita ráða. Ég spurðist fyrir hjá aðilum sem eiga og nota svona ofn og tók ákvörðun eftir það.“ Aðalheiður segist þó láta tilfinning- una ráða í smærri innkaupum, eins og þegar hún kaupir mat og föt. „Ég eltist þó ekki sérstaklega við tilboð og kaupi til dæmis gjarnan föt hjá íslenskum hönnuðum.“ Miðvikudagur 21. apríl 2004 3 Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON SVARAR SPURNINGU UM INNBORGUN Á HÖFUÐSTÓL. Lánstími styttist Sæll og blessaður. Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um að borga inn á höfuðstól á lánum og er orðin spennt að vita eitt. Ef ég er með lífeyrissjóðslán að upphæð til dæmis tvær milljónir, þarf ég ekki að borga svolítið hressilega inn á til að lækkunin verði einhver að ráði? Tekur því nokkuð að borga til dæmis 20–30 þúsund inn á höfuðstólinn? Og ef ég geri það hver yrði lækkunin á mánaðarafborgun? En ef ég er með bílalán að upphæð eina milljón, hver yrði lækkunin þá? Með fyrirfram þökk og einnig þakkir fyrir frábærar greinar. Guðný Sigurðardóttir Sæl Guðný. Til þess að svara þessum spurningum nákvæmlega þyrfti ég að vita upphæð mán- aðarlegrar afborgunar og hverjir vextirnir eru, en ég get gefið þér dæmi: Gefum okkur að vextir af lífeyrissjóðsláninu séu 6,5% og mánaðarleg af- borgun 20.000 og afborgun af bílaláninu sé 15.000 á mánuði og vextir 8%. Það væru þá 12 ár eftir af lánstíma lífeyris- sjóðslánsins og sjö ár og fjórir mánuðir af bílaláninu. Með því að setja þessi lán í veltukerfið og greiða 20.000 krónur inn á höfuðstól fyrsta lánsins, myndi lánstími bílalánsins styttast um fjögur ár og átta mánuði og líf- eyrissjóðslánsins um sex ár og sjö mánuði. Þú yrðir skuldlaus eftir sex ár og 11 mánuði. Með því að greiða 30.000 krónur inn á höfuðstólinn í veltukerfinu yrðir þú skuldlaus eftir fjögur ár og fimm mánuði í stað 12 ára. Á þessu dæmi sést að það getur munað verulega á láns- tímanum að nota aðferð veltu- kerfisins svo ekki sé minnst á þann sparnað sem næst með styttingu lánstímans. Þú spyrð einnig hvort ekki þurfi að borga hressilega inn á höfuð- stólinn til þess að stytta láns- tímann að einhverju ráði. Svar- ið er nei, ekki endilega. Í dæm- inu sem ég tók styttist lánstím- inn úr 12 árum í níu ár og sjö mánuði með því einu að nota aðferð veltukerfisins án þess að bæta við greiðslubyrðina. Forsendan er sú að halda óbreyttri greiðslubyrði út láns- tímann og nota þá peninga sem losna við að greiða niður fyrsta lánið til þess að greiða inn á höfuðstólinn á því næsta og svo koll af kolli. Þetta lítur út fyrir að vera flókið en á heimasíð- unni spara.is er dæmi sem sýn- ir hvernig veltukerfið vinnur. Ég vona að þú sért einhverju nær með þessar skýringar. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson, félagsfræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum Fjármála heim- ilanna. Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is Bestu kaupin: Fyrsti kaffibrennsluofninn Aðalheiður Héðinsdóttir Eltist ekki við merkjavörur og keypti sér nýlega nýjan kaffibrennsluofn hjá litlu portúgölsku fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.