Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 38
Í bænum Kolding í Danmörkueru samankomnir um 30 Íslend- ingar sem allir eiga það sameigin- legt að stunda nám í margmiðlun- ar- og fjölmiðlahönnun í tækni- skóla bæjarins. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem svona margir Íslendingar safnast saman í einum skóla í fjarlægu landi, en að sögn Vignis Guðjónssonar, eins Íslendinganna sem stunda námið þar, liggur skýringin einna helst í þeim staðreyndum að ekki er boð- ið upp á háskólanám af þessu tagi á Íslandi og að íslenskir nemend- ur séu undanþegnir því að borga skólagjöld. „Ég veit að það eru nokkrir menntaskólar á landinu sem kenna margmiðlun en til að ná sér í háskólagráðu í náminu þurfa Ís- lendingar að fara út fyrir lands- steinanna. Þetta er tveggja ára nám sem boðið er upp á hér í Kolding og endar það með svo- kallaðri diplómu sem metin er sem tvö ár upp í BA-gráðu,“ segir Vignir, en bætir við að námið sé eilítið frábrugðið því sem ber að venjast í almennri margmiðlun. Námið er alþjóðlegt; öll kennsla fer fram á ensku og aðrir nemendur koma meðal annars frá löndum eins og Finnlandi, Þýska- landi og Færeyjum. Íslendingar eru samt sem áður í miklum meirihluta þegar kemur að fjölda alþjóðlegra nemenda og segir Vignir það aðeins vera skemmti- legt. „Það er eins og maður hafi aldrei farið frá Íslandi,“ segir hann í glettnum tón. Mikill hugur er í aðstandend- um skólans fyrir næsta ár og eru nokkrar breytingar á skipu- lagi fyrirhugaðar. „Skólinn hef- ur verið að taka inn um 50 nýja nemendur á ári hverju en þeir ætla að auka þann fjölda um helming fyrir næsta ár. Stofnuð hefur verið sérstök deild innan skólans sem nefnist Norræna margmiðlunar-akademían og munu nemendur verða teknir inn frá gjörvallri Norður- Evrópu. Vegna þessa eru að- standendur skólans nú að ferð- ast til stærstu borga Norður- Evrópu til að kynna námið fyrir áhugasömum.“ Þess má geta að skólinn mun að sjálfsögðu heimsækja vini sína á Íslandi og verður opinn kynning- arfundur haldinn á Hótel Sögu í dag klukkan 15. Hægt er að fræðast frekar um námið á heimsíðu skólans, noma.nu. ■ Hinn goðsagnakenndi þýski orr-ustuflugmaður Manfred von Richthofen, betur þekktur sem Rauðu baróninn, var skotinn niður yfir Frakklandi á þessum degi árið 1918. Richthofen var sannkallaður ógnvaldur himinsins í fyrri heims- styrjöldinni en á ferlinum skaut hann niður 80 flugvélar en við þær aðstæður sem menn börðust við í þá daga þótti það hetjulegur árang- ur að granda 20 vélum. Richthofen var sonur prúss- nesks aðalsmanns og flutti sig úr þýska hernum yfir í flugherinn árið 1915 og árið eftir skaut hann 15 óvinavélar niður og drottnaði yfir háloftunum. Einn þeirra sem hann kom fyrir kattarnef í þessari rispu var Lanoe Hawker majór sem var ein helsta háloftahetja Breta. Árið 1917 byrjaði Richthofen að fljúga rauðri Fokker-vél og þó hann hafi aðeins notað hana síðustu átta mánuði ferils síns er hann jafnan kenndur við hana en skelfingu lostnir andstæðingar hans kölluðu hann jafnan Rauða baróninn. Þann 21. apríl 1918 flaug Richt- hofen langt inn á yfirráðasvæði bandamanna þegar hann var að elt- ast við breska flugvél en sá eltinga- leikur varð hans síðasti. Rauði baróninn var 25 ára þeg- ar hann lést. Breskir her- menn fundu lík hans og hann var borinn til grafar með fullri sæmd að hermanna sið. ■ ■ Þetta gerðist ■ Leiðrétting 753 f.K. Formlegur stofndagur Rómar er þennan dag. 1689 William III og Mary II eru krýnd konungur og drottning Eng- lands, Skotlands og Írlands. 1789 John Adams sver embættiseið sem fyrsti varaforseti Banda- ríkjanna. 1862 Bandaríska þingið gefur út þarlenda mynt í fyrsta skipti í Denver, Colorado. 1972 John Young og Charles Duke, geimfarar Apollo 16, kanna yf- irborð tunglsins. 1977 Söngleikurinn Annie er sýndur í fyrsta skipti á Broadway. 1984 Frakkar opinbera að þarlendir læknar hafi uppgötvað veiru sem veldur alnæmi. 1986 Geraldo Rivera opnar hvelf- ingu, sem tilheyrði Al Capone á Lexington hótelinu í Chicago. Ekkert áhugavert var að finna í hvelfingunni. RAUÐI BARÓNINN Það fer tveim sögum af falli kappans og fleiri en einn maður gera tilkall til þess heiðurs að hafa grandað honum. Annars vegar á ástralskur hermaður að hafa skotið hann í brjóstkassann þegar hann var á lág- flugi og hins vegar er sagt að kanadískur flugmaður hafi grandað rauða Fokkernum. 26 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Afmæli ■ Jarðarfarir ■ Andlát Bjarni Sumarliðason er látinn. Einar Arnalds rithöfundur, Bugðulæk 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. apríl. Gísli Guðjón Guðjónsson, Starengi 14, Reykjavík, áður til heimilis á Vest- urgötu 153, Akranesi, lést föstu- daginn 16. apríl. Guðrún S. Steingrímsdóttir lést laugar- daginn 17. apríl. Hulda Júlíana Sigurðardóttir lést mánudaginn 19. apríl. Ísak Árni Árnason húsasmíðameistari, áður Hólavegi 12, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 15. apríl Njáll Þórarinsson heildsali, Heiðargerði 122, Reykjavík, lést laugardaginn 17. apríl Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir lést laugardaginn 17. apríl. Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi er 59 ára. Jóhann Sigurðarson leikari er 48 ára. Jóhann lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1981 og var fastráðinn um nokk- urra ára skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlut- verkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guð- rúnu. Jóhann réðst til starfa við Þjóðleik- húsið 1986 og þar hefur hann meðal annars leikið Valère í Aurasálinni, Haffa í Bílaverkstæði Badda, Niels Fuhrmann í Haustbrúði, Guðmund í Ég heiti Ísbjörg Ég er ljón, Harald í Haf- inu, indíánann Bromden í Gaukshreiðr- inu, Trígorín í Máfinum, titilhlutverkið í Don Juan. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, Benjamín dúfa, Perlur og svín og 101 Reykjavík. Nám MARGMIÐLUN ■ Um 30 Íslendingar stunda nám í margmiðlunar- og fjölmiðlahönnun í tækniskóla Kolding í Danmörku. Nem- endur kynna starfsemi skólans fyrir áhugasömum Íslendingum í dag. ELÍSABET II Englandsdrottning kom í heiminn á þess- um degi árið 1926 og fagnar því 78 ára afmæli sínu í dag. Elísabet II hefur ráðið yfir bresku krúnunni í ein 46 ár og virðist líkleg til að stjórna enn um sinn. 21. apríl Ég byrjaði að læra á þyrlu 1991en þetta hefur verið draumur frá barnæsku,“ segir Sigurður Ás- geirsson, nýr þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þyrlurnar eru miklu meira spennandi en flugvélar. Ég er reyndar með at- vinnuflugmannsréttindi á flugvél en það er bara til að leika mér.“ Hann bætir við að hann hafi ekki minnsta áhuga á að fljúga stórum þotum. Sigurður hefur verið þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni síðan 1997 en fór í sitt fyrsta flug sem flugstjóri á föstudaginn ásamt Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Gæslunnar. Sigurður vill ekki meina að Hafsteinn hafi orðið flugveikur á þessu flugi, heldur hafi hann verið við hesta- heilsu. „Við fórum bara í tveggja klukkustunda flug í nágrenni Reykjavíkur.“ Á virkum dögum er reynt að miða við að fljúga einu sinni á dag, nema ef veðrið er mjög leið- inlegt. „Við æfum okkur ekki alltaf í brjáluðu veðri. Einu sinni til tvisvar í viku tökum við svo sigæfingu. Við vitum aldrei hvenær við þurfum að fara í björgunarflug og þurfum að halda okkur í æfingu. Maður verður að reyna að meiða ekki þann sem er í vírnum við björgun. Það getur verið mjög erfitt, sérstaklega að nóttu til og ef mjög vont er í sjó- inn.“ ■ Tímamót SIGURÐUR ÁSGEIRSSON ■ Nýr þyrluflugstjóri Landhelgisgæslunnar. Æskudraumur að fljúga þyrlum SIGURÐUR ÁSGEIRSSON OG BJÖRN BREKKAN BJÖRNSSON Þyrluflugstjórinn og flugmaðurinn hefja sig til lofts á fyrsta degi Sigurðar sem flugstjóri. Allt morandi í Íslendingum VIGNIR GUÐJÓNSSON „Skólinn leggur meiri áherslu á viðskipta- og markaðsfræði en gengur og gerist og sú hlið vegur alveg helming á móti listfögum eins og grafískri hönnun og öðrum skyldum fögum. Þetta gefur aukna möguleika og gerir nemendum meðal annars kleift að stunda frekara framhaldsnám í viðskiptatengdum fögum.“ M YN D /D AG M AR S IG U RÐ AR D Ó TT IR 10.30 Sigurlaug Þorsteinsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Elínborg Sigurðardóttir, Hraun- bæ 34, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Áskirkju. 13.30 Hjördís Stefánsdóttir, Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 13.30 Þorleifur Björnsson, Safamýri 48, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Þórir B. Eyjólfsson, Starengi 100, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju. 14.00 Jón Helgason, Miðhúsum, Gnúp- verjahreppi, verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju. 15.00 Ásbjörn Pálsson húsasmíða- meistari, áður til heimilis á Kambsvegi 24, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju. 15.00 Guðrún Jónsdóttir frá Patreks- firði, verður jarðsungin frá Grensáskirkju. 15.00 Jón Gauti Birgisson verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu. 15.00 Þóra Jónsdóttir, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 29, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. 21. apríl 1918 MANFRED VON RICHTHOFEN ■ Ógnvaldurinn í skýjunum, sjálfur Rauði Baróninn, var skotinn niður á þessum degi. Hann hafði grandað 80 flugvélum þegar endir var bundinn á glæsilegan feril hans. Rauði baróninn skotinn niður Ísunnudagsblaðinu var ranglegasagt að fyrsti golfvöllur lands- ins hefði verið í Grafarholtinu. Vísir að fyrsta golfvelli landsins var í Laugardalnum og síðar í Öskjuhlíð áður en völlurinn í Grafarholti kom til sögunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.