Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 8
8 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR Óeðlilegt að kenna fjölmiðl- um um „Við teljum í hæsta máta óeðli- legt að kenna fjölmiðlaumræðu um læknamistök um atgervis- flótta úr læknastéttinni.“ Guðrún Óskarsdóttir, stjórnarformaður Lífsvog- ar, Fréttablaðið 20. apríl Innantómt hjal „Það gerist nákvæmlega ekki neitt. Menn hittast, rabba eitt- hvað saman en pappírar ganga lítið sem ekkert á milli manna og annað er í sama dúr.“ Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunn- skólakennara, Morgunblaðið 20. apríl Engin loforð gefin Ég vil engu lofa um framtíðina en við munum sem fyrr gera okkar besta.“ Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs sjómanna, DV 20. apríl Orðrétt Fjölmiðlaskýrsla kynnt ríkisstjórn: Stjórnin vill kynna sér innihaldið STJÓRNMÁL Stjórn þingflokks Sam- fylkingarinnar hefur farið fram á umræður um óbirta skýrslu nefnd- ar menntamálaráðherra um fjöl- miðla. Skýrslan var kynnt ríkiss- tjórninni á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Menntamálaráðherra hyggst ekki birta skýrsluna strax. „Við teljum það óeðlilegt og óvið- eigandi að menntamálaráðherra haldi skýrslunni leyndri,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar. Hann segir efni hennar þannig haldið frá lýð- ræðislegri umræðu. Steingrímur Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamálaráð- herra, segir að ríkisstjórnin ákveði birtingu skýrslunnar. „Skýrslan var kynnt í ríkisstjórn. Hún er viðamikil og menn vildu tíma til þess að kynna sér efni hennar.“ Næsti ríkisstjórnarfundur er á föstudag og telur Steingrímur ekki ólíklegt að skýrslan verði birt í kjölfarið. „Hún verður rædd á þeim fundi og ríkisstjórnin mun taka afstöðu til framhaldsins þá.“ Hann segir ekki standa til að halda skýrslunni leyndri. ■ Gæti ógnað lista- og menn- ingarsögu þjóðarinnar Ríkissaksóknari sagði fyrir Hæstarétti að Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson, sakborningar í stóra málverkafölsunarmálinu, hefðu mátt vita að tugir málverka sem þeir létu selja væru fölsuð. Verjandi Péturs Þórs krafðist frávísunar eða sýknunar og sagði brotið á mannréttindum skjólstæðings síns. HÆSTIRÉTTUR „Ég þakka fyrir að það skuli vera til æðra dómsvald til að taka á málinu. Það er ýmsu veigamiklu ábótavant í rannsókn lögreglunnar og hið sanna á eftir að koma í ljós,“ sagði Jónas Frey- dal Þorsteinsson, þegar hann mætti í Hæstarétt í gær til að vera viðstaddur málflutning í stóra málverkafölsunarmálinu. Héraðsdómur dæmdi Jónas, ásamt Pétri Þór Gunnarssyni, fyrrverandi eiganda Gallerís Borgar, í nokkurra mánaða fang- elsi vegna málsins í fyrra, en þeir voru ákærðir vegna fölsunar á rúmlega 100 m á l v e r k u m . Sannað þótti að þeir hefðu vitað af sex fölsunum, en héraðsdómur féllst ekki á rök- semdarfærslu ákæruvaldsins fyrir því að tví- menningarnir hefðu sjálfir falsað verkin eða látið falsa þau. Vegna sko- rts á sönnunargögnum á um 60 verkum, sem sögð eru eftir Svav- ar Guðnason, er nú einungis um helmingur af hinum meintu föls- uðu verkum til umfjöllunar fyrir Hæstarétti. Pétur Þór og Jónas eru ákærð- ur fyrir skjalafals og fjársvik og fyrir að hafa með skipulögðum hætti blekkt viðskiptavini til að kaupa myndverk eftir að hafa falsað upplýsingar um þau. Enn- fremur eru þeir ákærðir fyrir að hafa ýmist falsað eða látið falsa myndverkin og höfundarmerk- ingu þeirra, en í sumum tilvikum eru þeir sakaðir um að hafa málað yfir verk annars höfundar, eða merkt eða látið merkja myndverk óþekktra höfunda með nöfnum þekktra listamanna. Sóknarræða ríkissaksóknara fyrir Hæstarétti tók sjö klukku- stundir, en hann krafðist þess að Pétur Þór og Jónas, sem báðir neita sök, yrðu dæmdir til þyngri refsingar og til greiðslu skaða- bóta. Hann sagði að í málinu bæri allt að sama brunni því vísinda- rannsóknir, álit listfræðinga og annarra sérfræðinga og hefðbund- in lögreglurannsókn bentu ótví- rætt til þess að málverkin væru fölsuð. Til dæmis hefði svokallað arkíð-fylliefni fundist í mörgum sýnum sem tekin voru á olíumál- verkum, sem talin voru fölsuð, og það skipti miklu máli við úrlausn málsins. Hann benti á að arkíð hefði ekki verið aðgengilegt ætl- uðum höfundum verkanna og rannsókn málsins hefði leitt í ljós að efnið væri samnefnari fyrir verkin sem væru til meðferðar. Þá kom fram í sóknarræðu ríkissak- sóknara að niðurstaða smásjár- greiningar á pappír gæfi góða vís- bendingu um allt það sem skipti máli og til mynda hefði pappír, sem notaður var í einu verka Svavars Guðnasonar, ekki verið framleiddur fyrr en löngu eftir að verkið var gert, auk þess sem rit- handargreining hefði sýnt fram á misræmi á verkunum. Bogi Nilsson taldi óyggjandi vísbendingar um að sakborning- arnir hefðu að minnsta kosti mátt vita að verkin sem þeir eru ákærð- ir fyrir, væru fölsuð, því uppruni þeirra væri óþekktur og eigenda- saga ófullnægjandi. Brotin hefðu skaðað listaverkaheiminn og gætu ógnað þætti í lista- og menningar- sögu þjóðarinnar. Pétur Þór sagði ekkert nýtt komið fram í málinu. „Mér finnst leiðinlegt að hlusta á þetta, enda hef ég fyrir löngu fengið upp í kok af þessu máli. Ég er saklaus,“ sagði Pétur Þór. Ragn- ar Aðalsteinsson, verjandi hans, krafðist frávísunar eða sýknu. „Það liggur engin sönnun fyrir því að hann hafi framið refsiverð brot, auk þess sem það hefur með margvíslegum hætti verið brotið gegn flestum meginreglum rétt- arfarsins í málsmeðferðinni. Skjólstæðingur minn hefur sætt óréttlátri málsmeðferð,“ sagði Ragnar. Hann lagði fram gögn um að talið væri að íslensk málverk í einkaeigu sem myndu finnast, lík- legast í Danmörku, frá fyrstu tíð gömlu meistaranna, yrðu líklega á þriðja þúsund talsins, en hefðu upprunalega verið um fimm þús- und. Ragnar efaðist um sönnunar- gildi sumra sérfræðinga og benti til dæmis á þá togstreitu sem hefði verið á milli samkeppnisfyrir- tækjanna Gallerís Borgar og Morkinskinnu á sínum tíma, en Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem kærði falsanirnar, er einn af eigendum Morkinskinnu. Mál- flutningnum lýkur í dag og er bú- ist við að dómur verði kveðinn upp eftir tvær til þrjár vikur. bryndis@frettabladid.is Ríkiskaup: Útboð vegna Austurhafnar UPPBYGGING Ríkiskaup hyggjast efna til forvals vegna veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og reka tónlistarhús, ráðstefnu- miðstöð og hótel við Austur- höfnina í Reykjavík. Er stefnt að því að samning- ar náist við einn bjóðanda en leyfið felur í sér að verktaki ábyrgist fjárhagslega, rekstar- lega og tæknilega þætti fram- kvæmdarinnar. Skal viðkom- andi fjármagna og byggja ein- ingarnar auk þess að sjá um rekstur mannvirkjanna á samn- ingstímanum. ■ TVEIR FLUTTIR Á SLYSADEILD Þriggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut tafði umferð í um klukkutíma. Þriggja bíla árekstur á Kringlumýrarbraut: Umferðar- tafir í kjölfar áreksturs UMFERÐARSLYS Þriggja bíla árekst- ur varð á Kringlumýrarbraut við brúnna yfir Bústaðaveg klukkan korter yfir fjögur í gærdag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild en þeir voru ekki taldir alvarlega slas- aðir. Áreksturinn varð þegar einni bifreið var ekið á annan bíl sem stóð bilaður út í kanti og kastað- ist sá fyrrnefni á þriðja bílinn og þaðan á brúarstöpul brúarinnar yfir Bústaðaveg. Bílarnir voru allir fluttir af slysstað með kranabíl. Miklar umferðartafir urðu í kjölfar árekstursins og óskaði lögreglan í Reykjavík eftir því við lögregluna í Hafnarfirði og Kópavogi að lokað yrði fyrir umferð sem stefndi norður eftir Kringlumýrarbraut. Umferðar- tafir stóðu í um klukkutíma á öllum helstu umferðaræðum í kringum slysstaðinn. Opnað var aftur fyrir umferð á Kringlu- mýrarbraut skömmu fyrir klukkan hálf sex. ■ BEÐIÐ MEÐ BIRTINGU Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra kynnti skýrslu nefndar um fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Ríkisstjórnin vill kynna sér efni hennar áður en hún er birt. Samfylkingin vill sjá skýrsluna og ræða hana á Alþingi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MÁLFLUTNINGUR Málflutningur í Hæstarétti í stóra málverkafölsunarmálinu hófst með sjö klukkustunda langri sóknarræðu Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. Málflutningnum lýkur í dag og er búist við dómi eftir tvær til þrjár vikur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SAKBORNINGURINN OG FORVERÐIRNIR Fram kom í Hæstarétti í gær að togstreita hefði verið á milli samkeppnisfyrirækjanna Gall- erís Borgar og Morkinskinnu á sínum tíma, en Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem kærði málverkafalsanirnar, er einn af eigendum Morkinskinnu. „Mér finnst leiðinlegt að hlusta á þetta, enda hef ég fyrir löngu fengið upp í kok af þessu máli. Ég er saklaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.