Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 14
14 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR SILVIO BERLUSCONI Forsætisráðherra Ítalíu kom til Moskvu í gær til að vera viðstaddur opnun nýrrar ítalskrar verksmiðju. Berlusconi notaði tækifærið og fór á fund Vladimirs Pútin Rússlandsforseta til að ræða alþjóðleg málefni á borð við stríðið gegn hryðjuverkum og samstarf Rússa við Evrópusambandið. Heilbrigðisráðuneyti svarar lyfjafræðingum: Allir eiga kost á jafngóðri meðferð HEILBRIGÐISMÁL „Allir sjúklingar eiga því kost á jafngóðri meðferð og áður og sömu niðurgreiðslum. Eini munurinn er sá að ef valin eru dýrari lyf verður viðkomandi læknir að færa læknisfræðileg rök fyrir auk- inni greiðsluþátttöku almannatrygg- inga umfram viðmiðunarverð,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneyt- inu, þar sem fullyrðingum Lyfjafræð- ingafélags Íslands er mótmælt. Félagið hefur gagnrýnt harðlega sparnaðaraðgerðir ráðuneytisins í lyfjamálum. Ráðuneytið bendir á, vegna full- yrðinga um að ellilífeyrisþegar og sjúklingar verði illa úti við þessar breytingar, að framkvæmdin velti á faglegum vinnubrögðum lækna og lyfjafræðinga. Í þremur lyfjaflokkum hafa verið flokkuð saman sambærileg lyf sem í völdum styrkleikum teljast jafngild að teknu tilliti til verkunar, aukaverk- ana og milliverkana. Efnafræðilega eru þessi lyf mismunandi en skyld og tilheyra sama verkunarflokki. Hér er því ekki um að ræða að einstök lyf séu „betri“ eða „verri“ þó að verð þeirra sé mismunandi, segir ráðu- neytið. Hvort og hve mikið kostnaður sjúklinga eykst vegna þessara breyt- inga ræðst m.a. af því hvort og í hve miklum mæli læknar sem ávísað hafa dýrari lyfjum breyta til og ávísa ódýrari lyfjum. Einnig er líklegt að aukin samkeppni milli lyfja innan hvers viðmiðunarverðflokks leiði til verðlækkunar þeirra. ■ ATVINNUMÁL „Það varð að samkomu- lagi að fella niður þessar dagsektir þar sem þeir hafa nú gert bragarbót vegna þeirra aðfinnsla sem við gerðum varðandi mötuneytið,“ seg- ir Helga Hreinsdóttir, formaður Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Impregilo þarf því ekki að greiða sektir að upphæð 700 þúsund krón- ur vegna slælegra viðbragða við sí- endurteknum kröfum heilbrigðis- eftirlitsins. „Þeir sýndu viðbrögð við kröfum okkar um úrbætur á aðalmötuneyti sínu og þar sem við fengum það í gegn sem við óskuðum eftir fannst okkur ekki ástæða til að ganga eftir því að sektin yrði greidd.“ Komið hefur í ljós við eftir- grennslan Fréttablaðsins að það telst til algerra undantekninga að heilbrigðiseftirlit á landinu gangi hart eftir innheimtu dagsektar- greiðsla. Dagsektum er gjarnan beitt gangvart þeim fyrirtækjum sem fylgja ekki lögum og reglum um hollustu og heilbrigði en þær eru jafnharðan felldar niður um leið og viðkomandi gerir bragarbót á sínum málum. Þess vegna er ekki óvenjulegt að Impregilo sleppi við sektina en hún er þó talsvert hærri en þær sektir sem venjulega er beitt. Í tilfelli Impregilo gerði Heil- brigðiseftirlit Austurlands ítrekað athugasemdir við aðbúnað og starfsaðstöðu í aðalmötuneyti Impregilo við Kárahnjúka. Þótti meðal annars dúkur á gólfi ófull- nægjandi og loftræsting ekki nægj- anleg. Var ákveðið fyrir tæpum tveimur vikum að vegna lítils vilja Impregilo til endurbóta skyldi beita 70 þúsund króna dagsektum þangað til úrbætur yrðu gerðar. Þær hafa nú átt sér stað að mati Heilbrigðis- eftirlits Austurlands. „Dagsektarákvæðið er ekki jafn beitt og það gæti verið en vissulega beitum við því oft,“ segir Þorsteinn Narfason hjá Heilbrigðisstofnun Kjósarsvæðis. „Ef það væri ótví- rætt að innheimtar dagsektir rynni til reksturs viðkomandi heilbrigðis- eftirlits þá væri þetta mun beittara vopn en eins og staðan er í dag erum við aðallega að prófa okkur áfram með þetta enda um tiltölulega nýtt ákvæði að ræða.“ Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem hefur reynslu af dagsektarkerfinu úr starfi sínu sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um árabil, segir kerfið vera handónýtt. „Lög kveða á um að sekt- ir falli niður þegar efndir eru gerð- ar og ég hef undrast þetta lengi. Ég hef reynt að fá svör frá umhverfis- ráðuneytinu en ekki haft erindi sem erfiði. Sjálfur stóð ég í ströngu út af dagsektarmáli hér áður og komst að því að dagsektarkerfið virkar alls ekki.“ albert@frettabladid.is Þriggja mánaða skilorð: Þuklaði á barnapíunni DÓMSMÁL Maður um þrítugt var dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir kynferð- isbrot með því að hafa, síðasta vor, þuklað innanklæða stúlku fæddri árið 1991. Stúlkan var ásamt tveimur vin- konum sínu að passa barn fyrr- verandi sambýliskonu mannsins þegar hann kom heim um miðjan nótt. Eftir að hann hafði farið í sturtu settist hann í sófann sem stúlkurnar sváfu í og þuklaði á stúlkunni. Hún sagði honum strax að hætta, brast í grát og stúlkurn- ar fóru til síns heima. ■ Baugur sagður vilja selja í Big food: Tilhæfulaus orðrómur VIÐSKIPTI Bréf Big Food Group lækkuðu á breska markaðnum þegar orðrómur komst á kreik um að Baugur hygðist selja 22 prósenta hlut sinn í fyrir- tækinu. Jón Ásgeir Jóhannessson, for- stjóri Baugs, segir orðróminn til- hæfulausan. „Þessi orðróm- ur kemur upp á sex mánaða fresti, þeg- ar lítið virðist vera að gerast,“ segir Jón Ásgeir Bréf Big Food féllu um 8,25 pens eða í tæp 124 pens. Blaðið Independent telur orðróminn líkleg- an þar sem Baugur sitji á miklum pappírshagnaði af kaupunum sem keyptur var í fyrra á 40 pens. Blað- ið bendir á að hægt hafi á sölu Big Food Group og því lag fyrir Baug að innleysa hagnað. ■ Símtöl Reykjavíkurborgar: Allir símar til Og Vodafone VIÐSKIPTI Fulltrúar Og Vodafone og Innkaupastofnunar Reykjavíkur hafa skrifað undir samninga um að Og Vodafone taki við fast- línusímaþjónustu og farsíma- þjónustu fyrir Reykjavíkurborg. Einnig var samið um talsímaþjón- ustu við útlönd. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði sem er það stærsta hérlendis á sviði fjarskipta. Umfang viðskiptanna er um- talsvert en áætlað er að þau nái til allra starfsstöðva Reykjavíkur- borgar, sem eru um 150, og allra farsíma, sem eru um 540. Hluti af símaþjónustu Reykjavíkurborgar var þegar hjá Og Vodafone. Nú var hins vegar samið um alla símaþjónustu borgarinnar. Yfirfærsla þjónustunnar og út- hlutun nýrra númera er þegar hafin en henni verður lokið innan tveggja mánaða. ■ UNDANÞÁGA Ef sjúklingi gagnast betur að taka önnur lyf en þau sem heyra undir viðmiðunarverð getur læknir hans sótt um undanþágu frá viðmiðunarverði með læknisfræðilegum rökstuðningi. TALSÍMI REYKJAVÍKURBORGAR Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur, og Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Og Vodafone, skrifuðu undir samkomlag um að öll símaþjónusta borgarinnar yrðu hjá Og Vodafone. MÖTUNEYTI IMPREGILO Þar hefur lengi vantað talsvert upp á að starfsmenn heilbrigðiseftirlits væru ánægðir. Sektir vegna þess hafa verið felldar niður. JÓN ÁSGEIR Segir orðróminn tilhæfulausan. Impregilo sleppur við háa fjársekt Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur fellt niður 700 þúsund króna sekt sem verktakafyrirtækinu Impregilo bar að greiða vegna þess að skilyrði matvælareglugerðar voru ekki virt í aðalmötuneyti fyrirtækisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.