Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 2
2 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR „Nei, raunveruleikinn er alltaf súr- realískari.“ RÚV dró, sem kunnugt er, til baka tilboð í sýningarrétt á öllum kvikmyndum Íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Spurningdagsins Friðrik, voru samningaviðræðurnar við RÚV algjört bíó? ■ Evrópa Kúvending á stefnu bresku ríkisstjórnarinnar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur látið undan þrýstingi stjórnarandstæðinga og ákveðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. BRETLAND Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, hefur breytt al- gerlega um stefnu og ákveðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Blair segir að fjallað verði ítarlega um stjórnarskrána á breska þinginu áður en hún verði lögð undir þjóðaratkvæði, að líkind- um eftir þingkosningarnar á næsta ári. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa enn ekki komist að samkomu- lagi um öll atriði stjórnarskrárinn- ar en stefnt er að því að afgreiða málið fyrir lok júní. „Leyfum þjóðinni að eiga loka- orðið,“ sagði Blair þegar hann ávarpaði þingið í gær. Fram til þessa hefur breska ríkisstjórnin haldið því fram að ekki væri þörf á því að leita álits þjóðarinnar á mál- inu þar sem stjórnarskráin fæli ekki í sér grundvallarbreytingar á stöðu Bretlands í Evrópusamband- inu. Forsætisráðherrann sagði þingmönnum að það væri kominn tími til þess að taka ákvörðun um það í eitt skipti fyrir öll hvort þetta Bretland ætlaði að gegna leiðandi hlutverki í Evrópusamstarfinu eða halda sig á jaðrinum. Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur lýst efa- semdum um ágæti nýju stjórnar- skrárinnar fyrir bresku þjóðina. Hann hæddist þó að stefnubreyt- ingu forsætisráðherrans og sagði hann vera tækifærissinna. „Hver mun geta treyst þér aftur,“ spurði Howard Blair. Tvísýnt er um úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar þar sem breska þjóðin skiptist í tvær fylk- ingar í afstöðu sinni til stjórnar- skrárinnar. Stjórnmálaskýrendur segja að ef breskir kjósendur hafni stjórnarskránni muni Blair að lík- indum verða knúinn til að segja af sér embætti forsætisráðherra. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór síðast fram í Bretlandi árið 1975. Þá voru breskir kjósendur spurðir álits á því hvort þeir vildu vera áfram í Efnahagsbandalagi Evrópu, sem þá var og hét, og var mikill meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar. ■ Sjúklingum brugðið: Allt að 800 prósenta hækkun á lyfi LYFJAMÁL Verð blóðfitulækkandi lyfsins Zarator, sem margir hjarta- sjúklingar nota, mun hækka gífur- lega eftir að ákvörðun heilbrigðis- ráðuneytsins um viðmiðunarverð samanburðarlyfja gengur í gildi um næstu mánaðamót. Lífeyrisþegar sem vilja halda áfram að nota lyfið verða að greiða allt að 799 prósent- um hærra verð fyrir það eftir breytingu og almennir sjúklingar allt að 222 prósentum meira, sam- kvæmt útreikningum lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Þeir sem með læknisfræðilegum rökum verða að nota lyfið áfram geta þó fengið uppáskrift frá lækni sínum og þá hærri greiðsluþátttöku hjá Tryggingastofnun ríkisins „Við sættum okkur ekki við það hlutskipti að verða fórnarlömb í verðstríði milli ríkis og heildsala, því þetta er ekkert annað,“ sagði Eggert Skúlason hjá Landssamtök- um hjartasjúklinga. Eggert sagði enn fremur að Landssamtök hjartasjúklinga hefði ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli. Efnt yrði til málþings næst- komandi laugardag kl. 10 í súlnasal Hótel Sögu. Þar yrðu fulltrúar lækna, ýmissa sjúklingasamtaka og ráðuneytisins, sem myndu rök- styðja sitt mál. Þá yrði athugað hvort Landssam- tökin mættu kaupa lyf beint af heildsölunum eða jafnvel flytja þau inn erlendis frá. ■ Orkuverð á Norðurlöndum: Ódýrast í Reykjavík ORKUMÁL Orkuverð í Reykjavík er hagstætt miðað við verð í höfuðborg- um nágrannalandanna samkvæmt skýrslu orkustefnunefndar Reykja- víkur. Orkuveita Reykjavíkur kann- aði í ágúst í fyrra orkukostnað fyrir íbúð með fjórum íbúum hérlendis og í fjórum höfuðborgum á Norðurlönd- unum. Orkukostnaðurinn í Reykjavík var lægstur, að meðaltali 83 þúsund krónur á ári, samanborið við 143 þús- und í Helsinki þar sem hann var næstlægstur. Orkukostnaðurinn í Stokkhólmi var 176 þúsund á ári og 215 þúsund í Ósló. Orkuverð var hæst í Kaupmannahöfn nálægt 223 þúsund krónum eða 170% hærri. ■ FÓRNARLAMB BARNANÍÐINGS Sabine Dardenne neitaði að fyrirgefa misgjörðir Marc Dutroux. Barnaníðingur biðst afsökunar: Fórnarlömb- in fyrirgefa ei BELGÍA, AP Belgíski barnaníðingur- inn Marc Dutroux bað fórnarlömb sín afsökunar eftir að hafa hlýtt á vitnisburð þeirra fyrir rétti. Stúlkurnar tvær, Sabine Dar- denne og Laetitia Delhez, neituðu að taka við afsökunarbeiðninni og sögðu honum að fara til helvítis. Dardenne og Delhez voru tólf og fjórtán ára þegar Dutroux rændi þeim árið 1996. Þær hafa lýst því fyrir rétti hvernig hann slævði þær með lyfjum og nauðg- aði þeim ítrekað í sérútbúnum klefa í kjallara heimilis síns. „Er ekki hægt að þagga niður í þess- um manni,“ spurði Dardenne þegar Dutroux lýsti því yfir að hann hefði rænt Delhez til að hún fengi til sín vinkonu. ■ Fréttablaðið: Útgáfa á sumardag- inn fyrsta ÚTGÁFA Fréttablaðið kemur út á morgun, sumardaginn fyrsta, líkt og aðra daga. Afgreiðslan verður opin á morgun klukkan 9–17. ■ FANGAR Yfir 4.400 fangar eru í Abu Ghraib, stærsta fangelsi Íraks. Sprengjum varpað á fangelsi: Yfir tuttugu fangar fórust BAGDAD Að minnsta kosti 22 íraskir fangar létu lífið og 92 særðust þeg- ar tólf sprengjum var varpað á Abu Ghraib fangelsið skammt frá Bagdad. Fangelsinu er stjórnað af bandaríska hernámsliðinu. Að sögn talsmanns bandaríska hersins voru öll fórnarlömbin Írak- ar sem grunaðir eru um aðild að árásum á Bandaríkjamenn í Írak eða fyrrum bandamenn Saddams Hussein. Yfir 4.400 einstaklingar eru í haldi í fangelsinu sem er yfir einn ferkílómetri að stærð. ■ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun RITARI STAL HUNDRUÐUM MILLJ- ÓNA Kona sem starfaði sem ritari hjá breska fjárfestingarfyrirtækinu Goldman Sachs hefur verið fundin sek um að hafa stolið sem svarar yfir 560 milljónum íslenskra króna frá yfirmönnum sínum til að kaupa fasteignir, bíla, föt og skartgripi. Konan neitaði sök og hélt því fram að yfirmennirnir hefðu gefið henni peningana fyrir vel unnin störf. KRÓATÍA Í EVRÓPUSAMBANDIÐ Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur fallist á að hefja að- ildarviðræður við stjórnvöld í Króa- tíu. Í yfirlýsingu frá ESB kemur fram að Króatar séu með virkt lýð- ræði og traust dómkerfi og þeir hafi sýnt samvinnu í leitinni að meintum stríðsglæpamönnum. Orkustefnunefnd leggur til að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag: R-listinn vill engar breytingar ORKUMÁL Reykjavíkurlistinn vill ekki að Orkuveitu Reykjavíkur verði breytt í hlutafélag eins og meirihluti orkustefnunefndar leggur til í skýrslu sem kynnt var í gær. „Það var sameiginleg ákvörðun þegar fyrirtækið var stofnað að gera það að sam- eignafyrirtæki og í sjálfu sér hefur ekkert mjög mikið breyst síðan,“ segir Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi og stjórnar- formaður Orkuveitu Reykja- víkur. „Það er ákveðinn ótti hjá ýmsum að ef fyrirtækinu verði breytt í hlutfélag þá verði það fyrsta skrefið í átt að einka- væðingu. Það er mjög breið samstaða um það innan borgar- stjórnar, ég held bæði hjá meirihluta og minnihluta, að fyrirtækið verði í almanna- eigu.“ Aðspurður segist Alfreð ekki telja að einkarekstrarformið henti Orkuveitunni. „Ef við færum út í það að einkavæða Orkuveituna þá myndu þeir sem hana eignast væntanlega gera kröfu um meiri arðsemi af því fjármagni sem þeir lögðu í fyrirtækið. Við gerum ekki þessa kröfu heldur viljum við að þjónustan verði sem ódýrust fyrir borgarbúa.“ ■ EGGERT SKÚLASON Landssamtök hjartasjúklinga blása til sóknar. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Aðspurður segist Alfreð ekki telja að einkarekstrarformið henti Orkuveitunni. TONY BLAIR Forsætisráðherra Breta vill að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verði lögð undir þjóð- aratkvæði eftir að fjallað hefur verið ítarlega um innihaldið í breska þinginu. Þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrá Evrópusambandsins Níu lönd, Spánn, Portúgal, Bretland, Ír- land, Danmörk, Lúxemburg, Holland, Tékkland og Pólland, hafa lýst því yfir að þau hyggist boða til þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá Evrópu- sambandsins. Í Frakklandi, Finnlandi, Eistlandi, Ung- verjalandi, Slóvakíu, Slóveníu, Litháen og á Ítalíu hefur ekki verið tekin end- anleg ákvörðun um það hvort ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verður lögð undir þjóðaratkvæði. Ólíklegt er talið að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórn- arskrá Evrópusambandsins í Svíþjóð, Þýskalandi, Belgíu, Austurríki, Grikk- landi og Lettlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.