Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 43
31MIÐVIKUDAGUR 21. apríl 2004 DÓRA STEFÁNSDÓTTIR Fyrirliðinn skoraði eitt marka U19-liðsins í gær. Evrópukeppni U19-liða kvenna: Stórsigur á Ungverjum FÓTBOLTI Íslendingar sigruðu Ungverja 4-0 í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppni U19- landsliða kvenna. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark Íslendinga úr vítaspyrnu á níundu mínútu og Dóra Stefáns- dóttir og Nína Ósk Kristinsdótt- ir bættu við mörkum fyrir hlé. Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði sitt annað mark þegar korter var til leiksloka. „Við vorum með yfirhöndina og fengum nokkur færi auk þeirra sem við skoruðum úr,“ sagði Ólaf- ur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðs- ins. „Þær fengu eitt til tvö færi og Guðbjörg varði einu sinni glæsi- lega í markinu í fyrri hálfeik.“ „Við komumst í 3-0 í fyrri hálfleik og vorum meira með boltann í seinni hálfleik en sköp- uðum okkur ekki eins mikið af færum. En við fengum ein fjög- ur góð færi undir lokin og skor- uðum úr einu þeirra. Guðbjörg varði líka einu sinni mjög vel í seinni hálfleik. Þær fengu ekki mikið fleiri færi en það. En það var meira jafnræði í seinni hálf- leik og eins mikið af opnum fær- um sem við fengum.“ Lið Íslands: Guðbjörg Gunn- arsdóttir - Inga Lára Jónsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Guð- ríður Hannesdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Dóra Stefánsdóttir (f.), Nína Ósk Kristinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Sif Atladóttir 46.), Greta Mjöll Sam- úelsdóttir (Katrín Ómarsdóttir 66.), Hallbera Guðný Gísladótt- ir, Dagmar Ýr Arnardóttir (Harpa Þorsteinsdóttir 77.). Þjóðverjar rótburstuðu gest- gjafa Pólverja 9-0 í hinum leik riðilsins. Simone Laudehr, leik- maður Bayern München, skor- aði fjögur af mörkum Þjóðverja, Anja Mittag þrjú og Lena Goessling og Katharina Griessemer eitt mark hvor. ■ Þýska búndeslígan: Leikjamet Merk FÓTBOLTI Tannlæknirinn dr. Markus Merk setti nýtt leikja- met í búndeslígunni þegar hann dæmdi leik Borussia Dortmund og Bayern München um helg- ina. Frumraun Merk í búndeslígunni var leikur VfL Bochum og Bayer Uerdingen í ágúst 1988 en viðureign Dort- mund og Bayern um helgina var 241. leikurinn sem hann dæmdi í deildinni. Markus Merk varð FIFA- dómari árið 1992. Hann dæmdi á Ólympíuleikunum 1992, í Evrópumeistarakeppninni 2000, Heimsmeistarakeppninni 2002 og dæmir í Evrópumeistara- keppninni í Portúgal í sumar. Hápunkturinn á ferlinum hing- að til er úrslitaleikur AC Milan og Juventus í meistaradeildinni í fyrra en Merk fékk háttvísi- verðlaun fyrir framgöngu sína í leiknum. Markus Merk dæmdi leik Ís- lendinga og Norður-Íra í und- ankeppni HM á Laugardalsvelli haustið 2000. ■ MARKUS MERK Leikjahæstur allra dómara í þýsku búndeslígunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.