Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.04.2004, Blaðsíða 44
KÖRFUBOLTI Herbert Arnarson var í gær ráðinn þjálfari hjá meistara- flokki KR í Intersport-deildinni í körfuknattleik. Herbert, sem skrifaði undir tveggja ára samn- ing við félagið, tekur við af Inga Þór Steinþórssyni, sem hafði stýrt KR-liðinu undanfarin fimm tíma- bil. Herbert sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann teldi þetta vera rökrétt framhald á þjálfaraferli hans en hann hefur stýrt drengjaflokki KR með frá- bærum árangri undanfarin tvö ár. „Ég hef aflað mér mikillar reynslu á ferlinum og veit alveg nákvæmlega hvernig ég vil hafa hlutina. Ég mun byggja áfram á því starfi sem ég hef unnið í drengjaflokkunum og vonast til að halda öllum mannskapnum. Ef það tekst þá erum við með mjög sterkt lið sem á að geta blandað sér í baráttuna næsta vetur. KR- ingar stefna alltaf hátt og að sjálf- sögðu er markmiðið að vera með í toppbaráttunni,“ sagði Herbert í gær. Hann hafnaði tilboði frá Grindavík og sagði það einfald- lega ekki hafa hentað honum á þessum tímapunkti þrátt fyrir að það hafi verið spennandi. ■ 32 21. apríl 2004 MIÐVIKUDAGUR MEISTARAR Í BRASILÍU Leikmenn Sao Caetano fagna 2-0 sigri sín- um gegn Paulista í lokaleik Sao Paulo deildarkeppninnar í Brasilíu sem háður var um síðustu helgi. Sao Cateano tryggði sér meistaratitilinn með sigrinum. Knattspyrna Þrír titlar innan seilingar Porto stefnir á sigur í meistaradeildinni og deildar- og bikarkeppninni í Portúgal. Félagið leikur í kvöld við Deportivo La Coruña í undanúrslitum meistaradeildar UEFA. FÓTBOLTI „Við erum bara sáttir með að komast í undanúrslitin,“ sagði José Mourinho, þjálfari Porto sem leikur við Deportivo La Coruña í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. „Við getum ekki talist sig- urstranglegir, því enn eru félög sem slógu út Arsenal, AC Milan og Real Madrid með í keppninni,“ Mourinho telur að ótrúlegur sig- ur Deportivo á Milan í átta liða úr- slitum létti pressunni af sínu liði. Hann segir að viðureign Deportivo og Milan hafi sýnt að úrslit ráðast ekki fyrr en á síðustu sekúndum seinni leiksins. „Við getum leikið á heimavelli án þess að finnast við þurfa að vinna með tveggja til þrig- gja marka mun; 1-0 sigur væru frá- bær úrslit.“ Porto sigraði bæði í deildar- og bikarkeppninni í Portúgal í fyrra og UEFA-bikarkeppninni líka. Mögu- leikinn á annarri þrennu í ár er raunhæfur því Porto getur orðið meistari á laugardag. Félagið leikur til úrslita um bikarinn um miðjan næsta mánuð, auk þess að leika við Deportivo um sæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar. Fyrir vikið er José Mourinho orðinn einn eftirsótt- asti þjálfari Evrópu. Deportivo komst í undanúrslitin með ævintýralegum sigri á AC Mil- an. Deportivo tapaði 4-1 í Mílanó en sigraði 4-0 á heimavelli. „Ég vil sigur í Portúgal og við verðum að leika eins og við lékum gegn AC Milan til þess að takast það,“ sagði Javier Irureta, þjálfari Deportivo. „Ef við leikum eins og gegn Valladolid fáum við á okkur mörg mörk í Porto,“ bætti Irureta við en 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Valladolid á laugar- dag gerði út um meistaravonir Deportivo á Spáni. „Ég var ekki sátt- ur við framlag sumra leikmanna í leiknum og við vorum hvorki nægi- lega beittir né einbeittir.“ Jorge Andrade, varnarmaður Deprtivo, lék með Porto áður en hann gekk til liðs við spænska félag- ið fyrir tveimur árum. „Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að endurtaka frammistöðu okkar gegn AC Milan í La Coruña,“ sagði Jorge Andrade. „Hvað sem öllu líður væru úrslitin 1-1 mér að skapi. Ef við höldum einbeitingu okkar eigum við góða möguleika á að slá Porto út og komast í úrslitaleikinn.“ Porto vonast til að Litháinn Ed- garas Jankauskas verði búinn að ná sér af ökklameiðslum. Ricardo Costa er leikfær að nýju en hann hvíldi í mánuð vegna meiðsla á handlegg. Brasilíumaðurinn Carlos Alberto kemur inn í hópinn að nýju en hann var settur til hliðar um helgina fyrir að mæta of seint á æfingu. Lionel Scaloni, varnarmaður Deportivo, er tæpur og það kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik hvort hann verði leikfær. Enginn leikmanna félaganna er í leikbanni en sjö leikmenn Porto og átta leikmenn Deportivo eru á hættusvæði vegna gulra spjalda. ■ Herbert Arnarson tekur við KR til næstu tveggja ára: Rökrétt framhald BÖRN IN SUMARGJAFIR FYRIR Barnasett 3-5 ára Barnasett 6-8 ára Barnasett 9-12 ára Verð 7.900 kr. Verð 9.400 kr. Verð 12.900 kr. 25% afsl. nú 5.925 kr. 25% afsl. nú 7.050 kr. 25% afsl. nú 9.675 kr. Tvær golfkylfur (pútter og 7 járn) í öllum stær›um á a›eins 2.990 kr. Barnagolfkerrur á 2.900 kr. Barnagolfhanski á 980 kr. Einnig erum vi› me› golfkylfur fyrir börn frá 0-3 ára aldri. 25% A›rar vörur á gó›u ver›i Opi› sumardaginn fyrsta frá 10:00 - 14:00 Barnagolfs ett afsláttur Enska knattspyrnan: Mark eftir 2 1/2 sekúndu FÓTBOLTI „Það var það hvasst að mér fannst það þess virði að skjóta að marki,“ sagði Marc Burrows sem skoraði fyrir Cowes Sports gegn Eastleigh Reserves eftir aðeins tvær og hálfa sekúndu. „Boltinn sveif bara yfir veslings markvörðinn. Ég var svo gáttaður að ég fagnaði varla.“ Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að enginn á Bretlandi hafi náð að skora jafn snemma í leik og Burrows. Colin Cowperthwaite skor- aði eftir 3 1/2 sekúndu fyrir Barrow gegn Kettering árið 1979. Argentínu- maðurinn Ricardo Olivera á heims- metið samkvæmt metabók Guinness en hann skoraði eftir 2,8 sekúndur árið 1998. Marc Burrows ætlar að hafa samband við Guinness og fá metið skráð á sig. ■ Leikur Chelsea ogMónakó í gærkvöld var sá sextándi hjá Eiði Smára Guðjohnsen í Evrópukeppni. Eiður Smári spilaði sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar hann kom inn á sem varamaður á Nou Camp aðeins 17 ára gamall. Mótherjarnir voru heimamenn í Barcelona og Eiður spil- aði í búningi PSV frá Hollandi. Eiður er búinn að skora sex mörk í þessum sextán Evrópuleikjum. Þrjú í meistaradeildinni og þrjú í UEFA- keppninni. Hann hefur spilað sjö leiki í UEFA-keppninni og níu í meistara- deildinni. Í heildina er Eiður búinn að skora þrettán mörk á leiktíðinni. Þrjú í meistaradeildinni, sex í ensku deild- inni, tvö í ensku bikarkeppninni og tvö markanna gerði hann í ensku deildabikarkeppninni. ■ ■ Tala dagsins 16 BENNI MCCARTHY Suður Afríkumaðurinn Benni McCarthy er markahæstur leikmanna Porto í meistaradeildinni. LEIÐ FÉLAGANNA Í UNDANÚRSLIT Deportivo La Coruña Undankeppni Rosenborg ú 0-0 Rosenborg h 1-0 Luque C riðill AEK Aþenu ú 1-1 Pandiani PSV Eindhoven h 2-0 González, Pandiani (vsp) Monaco h 1-0 Tristán Monaco ú 3-8 Tristán 2, Scaloni AEK Aþenu h 3-0 Berenguel, Valerón, Luque PSV Eindhoven ú 2-3 Luque, Pandiani Sextán liða úrslit Juventus h 1-0 Luque Juventus ú 1-0 Pandiani Átta liða úrslit AC Milan ú 1-4 Pandiani AC Milan h 4-0 Pandiani, Luque, Valerón, Fran. FC Porto F riðill Partizan ú 1-1 Costinha Real Madrid h 1-3 Costinha Marseille ú 3-2 Nuno, Derlei, Alenitchev Marseille h 1-0 Alenitchev Partizan h 2-1 McCarthy 2 Real Madrid ú 1-1 Derlei (vsp) Sextán liða úrslit Man. United h 2-1 McCarthy 2 Man. United ú 1-1 Costinha Átta liða úrslit Lyon h 2-0 Deco, Carvalho Lyon ú 2-2 Nuno 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.