Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 2
2 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR „Jú - en hann verður sjálfkrafa skaplegri á vorin.“ Eggert Skúlason er formaður Landsamtaka hjarta- sjúklinga. Hjartasjúklingar eru æstir vegna mikillar verðhækkunar á lyfjum sem þeir þurfa að taka. Spurningdagsins Eggert, þurfið þið ekki að passa blóð- þrýstinginn? ■ Lögreglufréttir Heildsalar á móti viðmiðunarverði Lyfjaheildsalar tilkynntu heilbrigðisráðherra á fundi í gær að þeir væru eindregið á móti ákvörðun stjórnvalda um viðmiðunarverð á samanburð- arlyfjum. Ráðherra segir ákvörðunina standa, en viðræður haldi áfram. LYFJAMÁL „Afstaða heildsala lyfja fer ekkert á milli mála. Þeir eru á móti viðmiðunarverði samanburð- arlyfja,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra eftir fund sinn með fulltrúum lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. Hann sagði að farið hefði verið yfir ákvarðanir um lyfjamál á fundinum og menn skipst á skoðunum um það umhverfi sem lyfjaverslunin væri í. „Við erum með á okkur kröfu nú, að lækka lyfjakostnað Trygg- ingastofnunar um 450 milljónir á þessu ári,“ sagði ráðherra. „Síðan erum við með skýrslu frá ríkis- endurskoðun þar sem segir, að það muni 46% á hvern mann hvað lyfjakostnaður er hærri hér held- ur en í Noregi. Það gerir samtals fjóra milljarða króna. Við getum ekki skellt skollaeyrum við þeirri skýrslu. Við erum að ræða hvern- ig við getum brugðist við og ég er tiltölulega bjartsýnn á að við náum að lækka verð. Það er mikil nauðsyn fyrir okkur, því við erum í mikilli baráttu á öllum vígstöðv- um í heilbrigðiskerfinu, að tryggja þá fjármuni sem þarf til að halda því gangandi. Við getum ekki litið fram hjá þess- um mikla verðmun hér og í nágrannalöndunum. En við erum að leita allra leiða til þess að lækka þennan kostnað.“ Ráðherra sagði við- miðunarverð saman- burðarlyfja umdeilt. Hann undirstrikaði að þeir sem þyrftu á dýrari lyfjum að halda vegna heilsu sinnar, ættu að fá greiðsluþátttöku í þeim. „Aðalatriðið í mínum huga er að lækka verð- ið,“ sagði ráðherra. „Ég er tilbúinn að skoða allar ábendingar sem geta leitt til þess. En það ligg- ur ekkert annað fyrir á þessu stigi en að viðmið- unarverðið taki gildi 1. maí næstkomandi.“ Spurður hvort lyfja- heildsalar hefðu látið í ljós ætlun sína að draga til baka samkomu- lag sitt um lyfjaverð, sem gerir ráð fyrir samtals 500 milljóna króna lækkun á álagningu lyfja- verðs, sagði ráðherra að þeir hefðu ekki gert það. Hjörleifur Þórarinsson fram- kvæmdastjóri GSK á Íslandi, sem sat fundinn fyrir hönd lyfjahóps FÍS kvaðst ekki vilja tjá sig um efni hans að svo komnu máli, en bjóst við að viðræður héldu áfram strax eftir helgina. jss@frettabladid.is Össur Skarphéðinsson: Davíð reynir að bjarga andlitinu STJÓRNMÁL „Vinnubrögð forsætis- ráðherra í þessu máli eru afar sér- kennileg svo ekki sé meira sagt,“ segir Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar. „Merki- legt er að hann tekur fram fyrir hendur á menntamálaráðherra sem á að hafa málefni fjölmiðla á sinni könnu. Enn merkilegra er þó að hann skuli á sama fundi leggja fram fjölmiðlaskýrsluna margumtöluðu og frumvarp um fjölmiðla sem þó á að byggjast á skýrslunni. Af fregn- um má ráða að hann fer á bak við ráðherra Framsóknarflokksins sem þýðir að einungis flokksmenn hafa samið þetta frumvarp og tilvonandi forsætisráðherra fékk fyrir náð og miskunn að lesa skýrsluna áður en hún var lögð fram.“ Össur segir þetta lýsa flausturs- legum vinnubrögðum forsætisráð- herra og bersýnilegt tíminn síðan skýrslan barst honum í hendur hef- ur verið notaður til að klambra sam- an frumvarpi sem fregnir herma að gangi mun lengra en skýrsluhöf- undar leggja til. „Davíð hefur viðhaft svo stór orð í vetur í umfjöllun sinni um eignar- hald á fjölmiðlum að greinilegt er að hann varð að ganga mun lengra en skýrslan leggur til til þess eins að bjarga andlitinu.“ ■ ÁRNI ÞÓR VIGFÚSSON OG KRISTJÁN RAGNAR KRISTJÁNSSON Árni Þór neitaði allri sök í Landssímamál- inu. Fyrrverandi aðalféhirðir er eini sak- borningurinn sem hefur játað brot sín. Landssímamálið: Árni Þór neitar sök DÓMSMÁL Árni Þór Vigfússon, fyrrum sjónvarpsstjóri Skjás eins, neitaði sök í Landssímamál- inu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Við þingfestingu tók Árni Þór sér frest til að tjá sig þar sem lögmaður hans, Gestur Jónsson, var fjarverandi. Dómari tilkynnti í gær að fjöl- skipaður dómur yrði í málinu. Þá var einnig ákveðið að aðalmeð- ferð málsins myndi hefjast í byrj- un júní. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrr- verandi aðalféhirðir Landssímans, er sá eini af fimm sakborningum í málinu sem hefur játað brot sín. Hinir fjórir hafa allir sagst sak- lausir og hafnað bótakröfum sem gerðar hafa verið á hendur þeim. ■ STOLIÐ VESKI Lögreglan í Reykja- vík hafði í gær afskipti af góðkunn- ingja lögreglunnar. Þeir spurðu manninn út í veski sem þeir héldu á og maðurinn hafði haft í fórum sínum þegar annar maður gekk inn á lögreglustöðina í Grafarvogi og tilkynnti sama veski stolið. HRAÐAKSTUR Lögreglan í Reykjavík hafði tekið 30 öku- menn fyrir hraðakstur um kvöld- matarleytið í gær. Magnús Þór Hafsteinsson: Forkastanleg vinnubrögð STJÓRNMÁL „Framkoma forsætis- ráðherra gengur alveg fram af mér og er gjörsamlega óþolandi gagnvart þing- mönnum og fólk- inu í landinu,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, for- maður þingflokks F r j á l s l y n d a flokksins. „Þetta eru for- kastanleg vinnu- brög að koma með stórt frumvarp rétt fyrir þinglok án þess að láta kóng né prest vita og hreint ekki í fyrsta sinn sem hann kemur svona fram. Hann sýnir fólkinu í landinu valdhroka aftur og aftur og mér er fyrirmunað að skilja hvaða þjóðarleyndarmál þessi fjölmiðlaskýrsla geymir.“ ■ ÍSRAEL Mordechai Vanunu var sleppt úr fangelsi í Ísrael um há- degisbilið í gær eftir að hann hafði setið inni í átján ár fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um kjarnorkuáætlanir Ísraela í vest- ræna fjölmiðla. Vanunu, sem er fimmtugur, hefur tekið upp krist- na trú og var það hans fyrsta verk að fara í St George dómkirkjuna í Jerúsalem til að biðjast fyrir. Hundruð Ísraela og erlendra gesta hafði safnast saman fyrir utan Shikma-fangelsið í hafnar- borginni Askehelon til að fagna Vanunu. „Ég er stoltur og ánægð- ur með það sem ég gerði“ sagði Vanunu. Hann sagðist þó hafa sætt illri meðferð í fangelsinu, meðal annars vegna trúar sinnar. Yfirvöld hafa takmarkað mjög ferðafrelsi Vanunu en honum er bannað að fara úr landi og tala við útlendinga. Vanunu sagðist þó ekki búa yfir frekari leyndarmál- um og hvatti Ísraelsstjórn til að veita eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna aðgang að Dimona- kjarnorkuverinu þar sem hann eitt sinn starfaði. Í grein sem birtist í Sunday Times árið 1986 kom fram að Ísra- elar hefðu framleitt mikið magn kjarnorkuvopna. Ísraelskar ör- yggissveitir handtóku Vanunu á Ítalíu áður en greinin kom út og var hann dæmdur fyrir landráð í lokuðum réttarhöldum í Ísrael. ■ Ísraelar sleppa Vanunu lausum úr fangelsi: Stoltur og iðrast einskis ENDURFUNDIR Mordechai Vanunu faðmar Peter Hounam, blaðamann Sunday Times. Hounam skrifaði grein um kjarnorkuvopnaáætlanir Ísraela sem byggð var á upplýsingum frá Vanunu. VIÐMIÐUNARVERÐ „Afstaða heildsala lyfja fer ekkert á milli mála. Þeir eru á móti viðmiðunarverði lyfja,“ JÓN KRISTJÁNSSON Ákvörðunin stendur. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir forsætisráðherra ganga mun lengra í frumvarpi sínu til að halda andlitinu eftir stór- yrtar yfirlýsingar í vetur. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Segir með ólík- indum hvernig forsætisráðherra getur hagað sér í málum sem þessum. Verslunarmenn semja: Lægstu laun hækka KJARAMÁL „Við náðum hér ágæt- um samningi og hann er að því leyti frábrugðinn öðrum samn- ingum að við náum þarna sér- staklega fram hækkun á allra lægstu launum,“ segir Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslun- arfélags Reykjavíkur, en í gær- kvöldi náðust samningar milli VR og Landssambands verslun- arfólks annars vegar og Sam- taka atvinnulífsins hins vegar. Samningnum svipar nú til sam- bærilegra samninga í nágranna- löndum Íslands þar sem öll áhersla er lögð á hækkun grunn- launa og fækkun yfirvinnutíma. Bæði markmiðin náðust að mestu leyti. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.