Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 6
6 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73.75 0,82% Sterlingspund 130.39 -0,72% Dönsk króna 11.71 -0,01% Evra 87.17 -0,06% Gengisvístala krónu 122,85 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 378 Velta 9.556 milljónir ICEX-15 2.655 0,16% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 495.312 Bakkavör Group hf. 207.198 Og fjarskipti hf. 206.596 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 4,11% Össur hf. 3,85% Bakkavör Group hf. 3,69% Mesta lækkun SÍF hf. -1,93% Burðarás hf. -1,89% Medcare Flaga -0,90% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.294,4 -0,2% Nasdaq* 1.985,2 0,3% FTSE 4.539,9 -0,6% DAX 4.026,2 -0,9% NK50 1.493,2 0,1% S&P* 1.123,3 0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað er 45% hlutur Reykjavíkurborg-ar í Landsvirkjun metinn á? 2Frá hvaða landi eru herskipin sem núeru í Reykjavíkurhöfn? 3Hver skoraði þriðja mark Mónakó í3-1 sigrinum á Chelsea í meistara- deild Evrópu? Svörin eru á bls. XX Sprengjuárás við höfuðstöðvar sádi-arabísku öryggislögreglunnar: Níu létust og á annað hundrað særðust RÍAD, AP Að minnsta kosti níu lög- reglumenn og óbreyttir borgarar biðu bana og á annað hundrað særð- ust þegar tvær bílasprengjur sprungu fyrir utan höfuðstöðvar sádi-arabísku öryggislögreglunnar í miðborg Ríad. Talið er að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða og hefur lögreglan fundið lík eins árás- armannanna. Á meðal hinna særðu voru háttsettur embættismaður, lögreglumenn, þrjú börn og fjöldi óbreyttra borgara. Miklar skemmdir urðu á bygg- ingu öryggislögreglunnar og húsum og ökutækjum í nágrenninu. Lög- reglan girti svæðið af og lét rýma nokkrar byggingar á meðan slökkviliðsmenn börðust við eld sem kviknaði í kjölfar sprenging- anna. Yfir tuttugu sjúkrabílar voru kallaðir á vettvang til að flytja slas- aða á sjúkrahús. Á undanförnum tveimur vikum hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og íslamskra vígamanna í Ríad og nágrenni og hafa yfirvöld fundið að minnsta kosti fimm bíla hlaðna sprengiefni. Bandarísk stjórnvöld hafa varað við því að hryðjuverkaárásir séu yfirvofandi í Sádi-Arabíu og ráðlagt bandarískum ríkisborgurum að yfirgefa landið. Í fyrra fórst 51 maður í tveimur sjálfsmorðsárásum íslamskra öfga- manna í Ríad. ■ Fjöldi skólabarna fórst í sjálfsmorðsárásum Tugir manna fórust og yfir 200 særðust í sjálfsmorðsárásum uppreisnarmanna í Basra í gær- morgun. Á meðal fórnarlambanna var fjöldi skólabarna. Breskir hermenn sem komu á vettvang til að aðstoða særða voru grýttir af reiðum borgarbúum. BASRA Að minnsta kosti 68 manns fórust og á þriðja hundrað særð- ust þegar uppreisnarmenn sprengdu bílasprengjur við þrjár lögreglustöðvar í borginni Basra í Írak á háannatíma í gærmorgun. Á meðal fórnarlambanna var fjöl- di skólabarna. Skömmu síðar sprakk sprengja við lögregluskóla í bænum Zubair, skammt suður af Basra, með þeim afleiðingum að þrír Írakar biðu bana og fjórir breskir hermenn særðust. Þetta eru mannskæðustu árás- ir sem gerðar hafa verið í Basra síðan stríðið hófst fyrir rúmu ári. Talið er að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða en írakskir embættismenn hafa leitt að því líkum að hryðjuverkasamtökin al-Kaída hafi staðið á bak við ódæðin. „Ég leit í kringum mig og sá sundurtættan líkama nágranna míns liggja á jörðinni,“ sagði Íraki sem særðist í einni árás- inni. Á meðal þeirra sem létust voru sextán börn í tveimur skóla- bílum sem voru leið fram hjá einni lögreglustöðinni þegar sprengjurnar sprungu. Að sögn sjónarvotta voru lík margra barnanna illa brunnin og nær ómögulegt að bera kennsl á þau. Breskir hermenn komu á vett- vang til aðstoða særða en voru grýttir af reiðum Írökum sem sökuðu herinn um að hafa brugð- ist þeirri skyldu sinni að gæta ör- yggis borgarabúa. Um 8.700 breskir hermenn eru í Basra og nágrenni. Tony Blair, forsætis- ráðherra Breta, fordæmdi árás- irnar í Basra þegar hann ávarp- aði breska þingið í gær en ítrek- aði að ekki stæði til að senda fleiri hermenn til Írak. Utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að þessi voðaverk myndu ekki hafa nein áhrif á þau áform hernámsliðsins að fram- selja völdin í hendur heima- manna 30. júní næstkomandi. Á annað hundrað bandarískir hermenn og yfir 1.170 Írakar hafa fallið í bardögum í Írak þar sem af er aprílmánaðar, sam- kvæmt óstaðfestum tölum AP- fréttastofunnar. ■ www.plusferdir.is Portúgal 34.165 kr. N E T á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur á Elimar. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Ef 2 fullorðnir ferðast saman 48.455 kr. á mann. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 18. og 25. maí Verð frá HERÞOTUR RÁKUST SAMAN Tveir menn fórust þegar tvær þýskar herþotur rákust saman yfir akri skammt frá borginni Garding við Norðursjó. Fjórir menn voru um borð í orustuþotunum og tókst tveim þeirra að stökkva út í fall- hlíf. Að sögn sjónarvotta kviknaði í þotunum við áreksturinn. ■ Evrópa SPRENGING VIÐ LÖGREGLUSTÖÐ Uppreisnarmenn óku bílum hlöðnum sprengiefni upp að þremur lögreglustöðvum í Basra og sprengdu sig í loft upp með þeim afleið- ingum að tugir manna fórust. SPRENGJUÁRÁS Svartan reyk lagði yfir svæðið í kringum höfuðstöðvar sádi-arabísku öryggislögreglunnar í miðborg Ríad í kjölfar sprengingarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.