Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 23
Liggur í loftinu FYRIR NEYTENDUR neytendur@frettabladid.is Íslensk tónlist á netinu verður sífellt aðgengilegri. Mikil vakning er meðal tónlistarmanna og út- gefenda hér á landi að nýta netið til útgáfu á nýju efni. Nokkur lög hafa komið út á vefsetrinu Tón- list.is sem jafnvel eru ekki hugsuð til útgáfu á geisla- diskum. Þá hafa nokkrir listamenn ákveðið að reyna þessa leið síðar á árinu með útgáf- ur sínar, jafnvel heilar plötur. Vefsetrið verður eins árs í lok apríl og mun fagna afmælinu með því að hefja sölu á erlendri tónlist rafrænt. Markmiðið er að bjóða upp á 500.000 lög á vef- svæðinu fyrir lok þessa árs. Ódýrara í sund á Seltjarnarnesi eftir að bæjarstjórnin samþykkti að bregðast við ábendingu ung- mennaráðs Seltjarnarnesbæjar um hækkun viðmiðunaraldurs fullorðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness. Fullorðinsgjald miðast því nú við 16 ára aldur þannig að börn og ungmenni frá 5 til 16 ára aldurs greiða nú 60 krónur fyrir aðgang að Sund- lauginni. Gjaldskrá Sundlaugarinnar er sú lægsta á höfuðborgar- svæðinu en fullorðins- gjald er 200 krónur og gjald fyrir eldri borgara er 75 krónur. Leikhúsmiðar á net- inu hafa ekki staðið til boða hingað til en nú hefur Borgarleik- húsið bætt um betur. Það er fyrst leikhúsa á Íslandi til að opna net- sölu á miðum. Kerfið annar fjöl- þættu framboði á viðburðum í hverri viku í Borgarleikhúsinu en þar geta verið 10 til 16 viðburðir á einni viku, á þremur mismun- andi leiksviðum. Einnig hefur símkerfi hússins verið endurnýj- að, en eldra kerfið annaði ekki álaginu. Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 76 stk. Keypt & selt 18 stk. Þjónusta 46 stk. Heilsa 14 stk. Skólar & námskeið 4 stk. Heimilið 15 stk. Tómstundir & ferðir 12 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 20 stk. Tilkynningar 2 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Kryddjurtir eru gersemar BLS. 2 Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 22. apríl, 113. dagur ársins 2004. Reykjavík 5.30 13.26 21.25 Akureyri 5.06 13.11 21.19 RHeimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Mér finnst sushi rosalega gott en það tók mig smá tíma að venjast því. Maður verður svona að éta sig til,“ segir Gunnar Hjálmarsson, þekktur sem Dr. Gunni þegar hann er spurður um uppá- haldsmatinn. „Hann kveðst fyrst hafa smakkað þenn- an japanska þjóðarrétt þegar veitinga- staðurinn Tveir fiskar hafi innleitt hann hér á landi fyrir nokkrum árum. Það var þó í London sem hann komst fyrir al- vöru á bragðið. „Ég lenti á veitingastað í London þar sem sushi þeyttist framhjá á færibandi og maður greip það sem mað- ur vildi. Eftir það ég varð alveg húkt á því,“ segir doktorinn sem segir það ekki spilla fyrir að sushi sé hollt og maður verði hæfilega saddur af því. Einnig var hann svo heppinn að konan hans heillað- ist af því á svipuðum tíma og hann svo þau eru samtaka í þessu hjónakornin. „Við reynum að fara á sushistaði þegar við getum en þeir eru nú ekki beint á hverju strái,“ segir Gunni og bætir við: „En þetta Ísafjarðarsushi er ágætt. Mað- ur kaupir það frosið í búðunum.“ Ekki kveðst hana hafa prófað að útbúa sjálfur þessa eftirlætisfæðu og engan áhuga hafa á því. Annað sem Dr. Gunni hefur dálæti á er banana- og hnetusmjörsjeik. Gallinn er sá að hann fæst ekki á Íslandi. „Það er hamborgarabúlla í London sem heitir Ed’s sem selur svoa sjeik. Þar hef ég stundum keypt hann. Svo er líka annað sem vantar hér á landi og það er rótar- bjór. Góður og óáfengur drykkur sem ég hef fengið í Bandaríkjunum,“ segir doktorinn. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann flakki milli heims- álfa til að smakka það sem honum þyki eftirsóknarverðast. „Ég fer nú ekki sér- staklega til þess,“ svarar hann. „En ef maður er á staðnum er upplagt að nota tækifærið.“ gun@frettabladid.is Kynntist Sushi á færibandi í London: Sushi, sjeik og rótarbjór það besta Doktor Gunni elskar sushi „Svo er það líka hollt,“ segir Gunni sem deilir sushi-smekknum með konu sinni. “Við heilluðumst af því á sama tíma.” Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Fr ét ta bl að ið /G VA neytendur@frettabladid.is Hreinræktaður beagle-hvolpur til sölu. Ættbókarfærður og heilsufars- skoðaður, tilbúinn til afhendingar. Uppl. í s. 863 0474. Íslensk hús úr norskum kjörviði. Með einstakri fúavörn, ytra byrði og palla- efni viðhaldsfrítt í allt að 10 ár. Þar sem gæðin skipta máli. RC-hús, Grensásvegi 22, Reykjavík. S. 511 5550 - www.rchus.is Til sölu Benz 809 k ek. 194 þ. Uppl. 893 1940.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.