Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 8
8 27. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR ■ Asía ■ Evrópa Hagsýnn húsfaðir „Við skulum nú ekki fara að eyða peningunum strax.“ Þórólfur Árnason borgarstjóri um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Fréttablaðið 21. apríl. Æðri máttarvöld? „Mér fannst eins og einhver kippti mér út úr bílnum áður en hann steyptist niður hlíð- ina.“ Vilhjálmur Árnason bílstjóri slapp vel þegar vörubíll hans steyptist 50 metra niður hlíð. DV 21. apríl. Íslenskur stríðsdans „Eftir herlúðrablæstri herr- anna vestra dansa íslenzku tindátarnir á tánum.“ Sverrir Hermannsson um samskipti Davíðs Oddssonar og George W. Bush. Morgunblaðið 21. apríl. Orðrétt Kostnaður við björgun fer fram úr áætlun: Ætla að ná Guð- rúnu á flot í maí BJÖRGUN Norska strandgæslan gerir sér vonir um að fjölveiði- skipið Guðrún Gísladóttir verði komin að landi 15. maí næst- komandi en skipið liggur á hafs- botni við Lófót í Norður-Noregi að því er fram kemur á fréttavef Lofotposten. Talið er að tæp vika sé eftir af undirbúnings- vinnu en þá verði hægt að lyfta skipinu af botninum en tæp tvö ár eru síðan það sökk. Í Lofotposten er haft eftir yf- irmanni hjá strandgæslunni að kostnaður við björgunina verði mun meiri en þær 115 milljónir íslenskra króna sem áætlað var að verkið kostaði. Þá segir hann að útgerðarfélaginu Festi verði sendur reikningur þegar ljóst er hver endanlegur kostnaður verður. Stefnt er að því að hífa skipið upp á yfirborðið í þrem- ur lotum og verður skipinu mjakað nær landi við Tarholm- en þess á milli en þangað eru um tvær sjómílur frá þeim stað sem skipið er nú. Hafist verður handa við að tæma skipið þegar því hefur verið náð á flot en fleiri hundruð þúsund lítra af olíu er í skipinu. ■ Unglæknar á skurð- sviði hrapa í launum Laun unglækna á skurðsviði Landspítalans hafa hrunið í kjölfar sparnaðarað- gerða þar. Launalækkun getur numið á annað hundrað þúsund krónum. Getur þýtt mönnunarvanda á viðkomandi deildum, segir formaður Félags unglækna. KJARAMÁL „Þessi launalækkun unglækna er bundin við skurðsvið Landspítalans,“ sagði Bjarni Þór Eyvindsson, formaður Félags unglækna. Þar var gerð sú breyt- ing að deildarlæknar sinni vökt- um í stað aðstoðarlækna áður. Hinir fyrrnefndu fá þar með meiri vinnu, en hinir síðarnefndu minni vinnu sem því nemur. „Þetta gerir það að aðstoðar- læknarnir, það er unglæknarnir, hrapa í launum,“ sagði Bjarni Þór enn fremur. Hann bætti við að þetta fyrirkomulag hefði ekki víð- tæk áhrif í senn, þar sem hver unglæknir starfi ekki nema 2-4 mánuði á skurðdeild á kandi- datsárinu. Um væri að ræða um 5-6 að- stoðarlækna í hverjum mánuði. Þeir gætu verið að tapa allt upp í á annað hundrað þúsund krónum úr launaumslaginu. „Þessi breyting er verulega bagaleg, því launakerfi unglækna byggist aðallega á vöktum, þar sem við erum á mjög lágum grunnlaunum. Því má segja að laununum sé algjörlega kippt und- an mönnum með þessum breyt- ingum,“ sagði Bjarni Þór. Félag unglækna sendi yfir- læknum skurðsviðs bréf, þar sem þessari breytingu var mótmælt. Þá ræddu fulltrúar félagsins við stjórnendur spítalans og mót- mæltu breytingunum, ekki síst í ljósi þess að þær hefðu verið gerðar með litlum fyrirvara. „En þetta er erfið staða. Spítal- inn getur fært rök fyrir því að hann sé að bæta þjónustuna með því að hafa reyndari lækna á vakt. Hins vegar þarf hann að greiða hærri laun, því deildarlæknar eru hærri í vaktakaupi heldur en unglæknar.“ Unglæknar eru skyldugir að starfa í minnsta kosti tvo mánuði á skurðdeild. Sumir hafa viljað vinna þar lengur eða allt upp í fjóra mánuði. „Þessar breytingar draga verulega úr því að fólk sækist eftir að vinna lengur þarna held- ur en það er skyldugt til,“ sagði Bjarni Þór. „Menn geta þess vegna lent í því að það verði mönnunarvandi á skurðsviði, en það á eftir að koma í ljós. Það verður ekki fyrr en það koma inn nýir aðstoðarlæknar frá og með sumri sem afleiðingarnar koma í ljós.“ jss@frettabladid.is NORÐUR-KÓREUMENN FALLAST Á KJARNORKUVIÐRÆÐUR Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tilkynnt kínverskum ráðamönnum að hann vilji hefja samningavið- ræður að nýju til að binda enda á deilurnar um kjarnorkuáætlun lands síns. Á fundi með kínversk- um ráðamönnum í Peking sagðist Kim Jong Il stefna að því að hætta framleiðslu kjarnavopna. MEINTUR STRÍÐSGLÆPAMAÐUR Í FORSETAFRAMBOÐ Indónesískur hershöfðingi sem ákærður hefur verið fyrir mannréttinda- brot í Austur-Tímor verður forsetaefni Golkar-flokksins, stærsta stjórnmála- flokks Indónesíu, í kosningunum í júlí. Wiranto starfaði árum saman sem ráðgjafi Suhartos, fyrrverandi einræðisherra Indónesíu. HUNDRUÐ FANGA FÁ SAKARUPP- GJÖF Forseti Kirgisíu hefur ákveðið að veita um 700 föngum sakaruppgjöf í tilefni af tíu ára afmæli kirgisku stjórnarskrárinn- ar og 2.200 ára afmæli kirgiska ríkisins. Um er að ræða konur yfir 58 ára aldri og karlmenn yfir 65 ára aldri sem dæmd hafa verið fyrir minni háttar afbrot. Fimm innbrot í Reykjavík: Brotist inn í íbúðir LÖGREGLAN Fimm innbrot voru til- kynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Brotist var inn í tvö íbúða- hús í Grafarvogi í gærmorgun. Úr annarri íbúðinni var stolið tölvu, myndavél og skartgripum en nokkru magni af innanstokks- munum úr hinni íbúðinni. Þá var í fyrrinótt brotist inn í nýbyggingu í Bryggjuhverfinu og þaðan stolið verkfærum. Að auki var brotist inn í bíl og hótelherbergi. ■ MEINTUM HRYÐJUVERKAMÖNN- UM SLEPPT Þrem mönnum, sem handteknir voru síðastliðinn föstu- dag vegna gruns um aðild að sprengjuárásunum í Madríd 11.mars, hefur verið sleppt úr haldi. Mennirnir þrír, Egypti, Marokkói og Sádi-Arabi, viðurkenndu að hafa þekkt þá sem skipulögðu árásirnar en dómari taldi ekki forsendur til að ákæra þá. VINNUSTAÐUR BOUZIANE Chirane Abdelkader Bouziane er imam í mosku í úthverfi Lyon. Hvatti til ofbeldis gegn konum: Klerk vísað úr landi FRAKKLAND, AP Yfirvöld í Frakk- landi hafa vísað alsírskum mús- límaklerk úr landi fyrir að hvet- ja til ofbeldis gegn konum. Franskt tímarit hafði það eft- ir Chirane Abdelkader Bouziane að hann teldi að karlmenn ættu rétt á því að berja eiginkonur sínar undir vissum kringum- stæðum, til dæmis ef þær gerð- ust sekar um hjúskaparbrot. Bouziane hélt því fram að Kór- aninn, helgirit múslíma, heimil- aði slíkar refsingar. Bouziane var handtekinn í fyrradag og sendur í flugvél til Alsír í gær. Lögfræðingur hans segir að brottreksturinn sé óréttmætur þar sem Bouziane eigi fjölskyldu í Frakklandi, tvær konur og sextán börn.■ Skemmtilegir g jafapakkar á frábæru verði! Góða skemmtun! © D IS N EY Verðgildi 2 .190 kr.r il i . r. Verðgildi 2.490 kr. Hlutafjáraukning Eddu miðlunar: Hluthafafundinum frestað VIÐSKIPTI Hluthafafundi í útgáfufé- laginu Eddu miðlun sem halda átti á morgun hefur verið frestað um sinn. Fyrir fundinum liggur að færa niður hlutfé félagsins og gefa út nýtt hlutafé. Tap hefur verið að rekstri félagsins og eigið fé nei- kvætt. Nauðsynlegt er að auka hlutaféð. Félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar á 68 prósent í fé- laginu. Ekki er ennþá ljóst hvort Mál og menning muni taka þátt í aukningunni. Unnið er að því að skoða hvort hægt verði að afla fjár til þessa verkefnis. Einnig er litið til þess að fleiri fjárfestar komi hugsanlega að útgáfunni. Verði félag Björgólfs eitt með í hlutafjáraukningunni er ljóst að það mun ráða yfir 90 prósent hlutafjár. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er enginn ágrein- ingur milli Máls og menningar og Björgólfs um framhaldið. Menn séu fyrst og fremst að leita leiða til þess að efla fyrirtækið og koma því í rekstrarhæft form. ■ UNNIÐ AÐ HLUTAFJÁRAUKNINGU Páll Bragi Kristjónsson er forstjóri Eddu miðlunar. Unnið er að því að auka hlutafé til að tryggja áframhaldandi rekstur. SKURÐSVIÐ Félag unglækna hefur mótmælt kröftuglega mikilli kjaraskerðingu unglækna sem starfa á skurðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Stefnt er að því að ná Guðrúnu Gísladóttur á flot 15. maí næstkomandi en 19. júní verða liðin tvö ár frá því að skipið sökk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.