Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 16
22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Dönsk stjórnvöld: Töldu Íraka eiga gjöreyðingarvopn KAUPMANNAHÖFN, AP Danska leyni- þjónustan telur að stjórn Saddam Hussein hafi ráðið yfir bæði efna- og sýklavopnum. Þetta var haft eftir yfirmanni dönsku leyniþjón- ustunnar á mánudag. Leynd af tíu dönskum skýrslum um vopnaeign Íraka hefur verið aflétt. Opinberun skýrslanna kemur í kjölfar brottrekstrar sérfræðings í njósnagögnum sem lýst hafði þeirri skoðun sinni að Anders Fogh Rasmussen forsætisráð- herra hefði logið að danska þing- inu þegar hann færði rök fyrir stuðningi ríkisstjórnarinnar fyrir innrás í Írak. Rasmussen tjáði fjölmiðlum að skýrslurnar sem nú hafa verið gerð- ar opinberar sýni berlega að danska ríkisstjórnin hafi byggt á traustum gögnum þegar ákvörðun um stuðn- ing við hernaðinn var tekin. Dönsku gögnin eru sögð byggj- ast á upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbanda- laginu. Ríflega fjögur hundruð dansk- ir hermenn taka þátt í hernaðar- aðgerðunum í Írak. ■ Nýsköpunarsjóður fái aukið hlutverk Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir að Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins geti tekið þátt í fyrirtækjum með öðrum aðilum. Eiginfjárstaða sjóðsins verður styrkt. Sjóðurinn hefur ekki fjárfest í nýjum fyrirtækjum frá árinu 2002. STJÓRNMÁL Í frumvarpi iðnaðarráð- herra sem nú liggur fyrir á Alþingi er gert er ráð fyrir að Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins fái heimild til að taka þátt í svonefndum fram- takssjóðum, sem fjárfesta í nýsköp- unarverkefnum. Þáttur Nýsköpun- arsjóðs mun þó ekki geta numið meira en þrjátíu prósent af sjóðun- um. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því að eiginfjárstaða Nýsköp- unarsjóðs verði bætt með því að fé úr framtakssjóðum, sem ríkið á, renni í stofnsjóð Nýsköpunarsjóðs. Með því móti er stefnt að því að Ný- sköpunarsjóður geti fjárfest í nýj- um verkefnum en það hefur hann ekki gert síðan árið 2002 sökum fjárskorts. Í greinargerð frumvarpsins seg- ir meðal annars að miklar breyting- ar hafi orðið á starfsumhverfi Ný- sköpunarsjóð frá því að hann var stofnaður hinn 1. janúar 1998. Segir að í byrjun starfstímans hafi mikið framboð verið á fjármagni til ný- sköpunarverkefna en frá miðju ár- inu 2000 hafi mjög dregið úr því „þegar í ljós kom að margar nýfjár- festingar töpuðust að fullu á fyrstu árum fyrirtækjanna þegar fór að reyna á viðskiptahugmyndina sem fyrirtækin byggðust á.“ Sveinn Þorgrímsson, skrifstofu- stjóri iðnaðar og nýsköpunar í iðn- aðarráðuneytinu, segir að verið sé að veita stjórn sjóðsins heimildir til þess að auka eigið fé annars vegar og möguleika til tekjuöflunar hins vegar. Hann segir að með breytingu framtakssjóða í stofnfé hjá Nýsköp- unarsjóði sé í raun einungis um bók- haldslega breytingu að ræða. Hvað varðar heimild til þátttöku í fram- takssjóðum í samvinnu við aðra gef- ist tækifæri til að nýta sérþekkingu Nýsköpunarsjóðs í verkefnum á sviði nýsköpunar. „Þannig er mál með vexti að það er heilmikið fé að finna úti í samfé- laginu, til dæmis í lífeyrissjóðun- um. En þessir aðilar hafa ekki, að eigin sögn, getu til að starfa á þess- um framtaksfjárfestamarkaði. Það hefur komið í ljós í viðræðum við lífeyrissjóði að þeir eru fúsir til þess að leggja fé í framtaksfjárfest- ingar ef þeir hafa trúverðugan sam- starfsaðila,“ segir Sveinn Þorgríms- son. Hann telur að þessar breytingar muni gera Nýsköpunarsjóði auð- veldara að taka þátt í nýsköpunar- verkefnum og þannig sé stuðlað að því að „hjólum endurnýjunar- innar gangandi.“ thkjart@frettabladid.is Landtökumenn viðskota- illir í Brasilíu: Lula biður um tíma BRASILÍA, AP Lula, forseti Brasilíu, hefur biðlað til landtökumanna í Brasilíu að fara sér hægt í aðgerð- um sínum annars þurfi lögregla að taka hart á málum gagnvart þeim. Hafa orðið skærur víðs veg- ar í landinu þegar heimilislausar fjölskyldur leggja undir sig tómar byggingar og sveitabýli, búa oft mörg hundruð manns í sama húsi. Hefur lögregla ítrekað rekið fólk á braut með litlum árangri en Lula lofar bót og betrun fái hann meiri tíma til stjórnvaldsaðgerða. ■ LANDTÖKUFÓLK Lögregla hefur í vaxandi mæli átt í vandræðum með mikinn fjölda fólks sem sest að hvar sem er. SVEINN ÞORGRÍMSSON Skrifstofustjóri iðnaðar og ný- sköpunar í iðnaðarráðuneytinu telur að Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins geti stuðlað að því að stórir fjárfestar setji meira fjármagn í nýsköpunarverkefni. ANDERS FOGH RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur segir nýbirtar skýrslur sýna að danska ríkisstjórnin hafi haft ástæðu til að ætla að Saddam Hussein hefði haft gjöreyðingarvopn undir höndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.