Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 18
18 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Norðurlönd TIGNARLEGUR HRÆGAMMUR Suður-amerískur hrægammur baðar út vængjunum í dýragarðinum í London. Fuglapar af þessari ætt var flutt í dýragarð- inn fyrir skömmu þar sem því er ætlað að eðla sig. Sumarstörf ungmenna: Þriðji hver fær vinnu SUMARVINNA Þriðji hver umsækj- andi eldri en sautján ára fær sumarstarf á vegum Reykjavík- urborgar, samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumiðlun ungs fólks. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu um starf hjá borginni en síðasti umsóknardagur var í gær. Síðasta ár sóttu um þrjú þúsund um vinnu. Tæplega eitt þúsund störf eru í boði í sumar. Að sögn Önnu Skúladóttur, fjármálastjóra Reykjavíkur- borgar, greiddi borgin 230 millj- ónir króna á síðasta ári vegna sumarvinnu fólks eldra en sautján ára. Á fjárlögum fyrir 2004 er gert ráð fyrir 150 millj- ónum. Anna segir að fjárveiting fari eftir ástandi á atvinnumark- aði. „Þegar ljóst er hve margir sækja um verður tekin ákvörðun um hvort þörf er á aukafjárveit- ingu. Ástandið hefur verið óvenjuslæmt undanfarin ár en vonast var til að það yrði ívið betra í ár,“ segir Anna. ■ Brottfall verkmennta- nema alvarlegur vandi Brottfall úr verkmenntaskólum er alvarlegt vandamál sem bregðast verður við, segir þingmaður Sam- fylkingarinnar. Brottfall er algengara hjá drengjum en stúlkum og meira í starfsnámi en í bóknámi. BROTTFALL „Það er ljóst að sumir skólar hafa náð góðum árangri við að stemma stigu við brottfalli, en í öðrum skólum er brottfallið svimandi hátt, sérstaklega í verk- menntaskólunum. Þetta er alvar- legt vandamál sem bregðast verð- ur við með því að bjóða upp á verulega aukið framboð á starfs- námi og styttri námsbrautum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni. Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins um brottfall úr framhaldsskólum kemur fram að vandinn er hlut- fallslega mestur í Tannsmiðaskóla Íslands, en 37,5% nemenda sem voru í námi árið 2002 hættu. Brottfallið er næstmest í fram- haldsskólanum í Austur-Skafta- fellssýslu, eða 32,2%, og í Verk- menntaskóla Austurlands er hlut- fallið 27,3%. Vandamálið er einnig verulegt í Iðnskólanum í Reykja- vík og í Iðnskólanum í Hafnar- firði, en tæplega þriðjungur iðn- skólanema, sem stundaði nám árið 2002, hætti námi af einhverj- um ástæðum. Taldir voru sam- an nemendur í framhaldsskólum um miðjan október 2002 og voru þeir bornir saman við skráða nemendur í öllum skólum, eða framhaldsskólum, háskólum, sérskól- um og tónlistar- skólum, um miðjan október 2003. Nem- endur haustið 2002, sem ekki voru í námi haustið 2003, voru bornir saman við útskrifaða nem- endur í öllum skól- um frá desember 2002 til haustsins 2003, en þeir nem- endur sem hvorki útskrifuðust á þessu tímabili né komu fram í nem- endaskrá haustið 2003, töldust vera brottfallnir þetta ár. Að meðaltali hurfu um 15% nemenda frá námi milli skólaár- anna 2002 og 2003, samkvæmt svari menntamálaráðherra, en eins og sést í töflu eru hlutfallstöl- ur fyrir einstaka skóla mjög mis- munandi, allt frá því að vera eng- ar eða mjög lágar upp í mjög hátt hlutfall. „Sveigjanlegt og opið skóla- kerfi hér á landi gerir nemendum kleift að hverfa tímabundið úr námi. Nemendur vita að skólinn stendur þeim opinn ef þeir kjósa að snúa sér að námi á nýjan leik. Síðustu ár hefur mátt greina hlut- fallslega fjölgun nemenda í eldri aldurshópum við nám í fram- haldsskólum, sérstaklega í aldurs- hópnum 20-24 ára. Það er í raun staðfesting á því að brottfall er oft og tíðum tímabundið,“ segir í svari menntamálaráðherra. bryndis@frettabladid.is ÞRIÐJI ÁFANGI SAMÞYKKTUR Tveimur áföngum við snjóflóðavarnir ofan byggðar í Neskaupstað er lokið. Búið er að reisa garð og keilur ofan við hann. Nú verður ráðist í gerð leiðigarða. Fjarðabyggð: Snjóflóða- varnir samþykktar FJARÐABYGGÐ Skipulagsstofnun hef- ur gefið grænt ljós á framkvæmdir við snjóflóðavarnir á svo nefndu Tröllagiljasvæði ofan við byggðina í Neskaupstað. Um er að ræða þrið- ja áfanga snjóflóðavarna af sex sem fyrirhugaðir eru á Norðfirði. Í þessum áfanga verður byggður 620 metra langur og allt að 18,5 metra hár þvergarður en innan við þver- garðinn á að byggja 390 metra lang- an og allt að 17 metra háan leiði- garð. Ofan við þvergarðinn verða byggðar 23 tíu metra háar keilur en ofar í fjallinu verður komið fyrir upptakastoðvirkjum. Samkvæmt hættumati er stærstur hluti byggðarinnar á Norðfirði á snjóflóðahættusvæði en í úrskurði Skipulagsstofnunar segir að með fyrirhuguðum snjóflóða- vörnum muni staðaráhætta minnka og verða innan ásættanlegra marka. ■ ATVINNULEYSI EYKST Í FINN- LANDI Atvinnuleysi í Finnlandi jókst úr níu prósentum í febrúar í 9,5% í mars. Ástandið á atvinnu- markaði er þó ívið betra en fyrir ári síðan en í mars árið 2003 voru 9,9% atvinnubærra manna í Finn- landi án vinnu. GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI SUMARVINNA Í fjárlögum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir 150 milljónum vegna sumar- vinnu fólks eldra en sautján ára. BROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLUM Vandinn er hlutfallslega mestur í verkmenntaskólum og skólum sem bjóða upp á iðn- nám. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að bregðast verði við vandanum með því að auka framboð á starfsnámi og stytta námsbrautir. ABROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLUM Skóli Fjöldi nem. Brottfall Hlutfall Tannsmiðaskóli Íslands 8 3 37,5% Framh.sk. A-Skaftafellss. 115 37 32,2% Iðnskólinn í Hafnarfirði 519 147 28,3% Verkmenntask. Austurl. 165 45 27,3% Iðnskólinn í Reykjavík 1.546 416 26,9% Borgarholtsskóli 952 231 24,3% Verkmenntask. Akureyri 1.042 248 23,8% Fjölbr.sk. Norðurl.-v. 400 91 22,8% Fjölbr.sk. Ármúla 831 173 20,8% Fjölbr.sk. Vesturlands 593 106 17,9% Fjölbr.sk. Suðurnesja 714 124 17,4% Fjölbr.sk. Suðurlands 789 124 15,7% Viðskiptaháskólinn Bifröst 39 6 15,4% Tækniháskóli Íslands 126 19 15,1% Menntask. Ísafirði 303 45 14,9% Fjölbr.sk. Breiðholti 1.196 166 13,9% Menntask. Laugarvatni 168 22 13,1% Fjölbr.sk. Garðabæ 575 55 9,6% Landb.hásk. á Hvanneyri 43 4 9,3% Kvennaskólinn 511 27 5,3% Menntask. Akureyri 632 17 2,7% Menntask. Reykjavík 765 20 2,6% Verslunarskóli Íslands 1.045 23 2,2% Hússtj.sk. á Hallormsstað 24 0 0,0% Hússtj.sk. í Reykjavík 23 0 0,0% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.