Fréttablaðið - 22.04.2004, Page 18

Fréttablaðið - 22.04.2004, Page 18
18 22. apríl 2004 FIMMTUDAGUR ■ Norðurlönd TIGNARLEGUR HRÆGAMMUR Suður-amerískur hrægammur baðar út vængjunum í dýragarðinum í London. Fuglapar af þessari ætt var flutt í dýragarð- inn fyrir skömmu þar sem því er ætlað að eðla sig. Sumarstörf ungmenna: Þriðji hver fær vinnu SUMARVINNA Þriðji hver umsækj- andi eldri en sautján ára fær sumarstarf á vegum Reykjavík- urborgar, samkvæmt upplýsing- um frá Vinnumiðlun ungs fólks. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu um starf hjá borginni en síðasti umsóknardagur var í gær. Síðasta ár sóttu um þrjú þúsund um vinnu. Tæplega eitt þúsund störf eru í boði í sumar. Að sögn Önnu Skúladóttur, fjármálastjóra Reykjavíkur- borgar, greiddi borgin 230 millj- ónir króna á síðasta ári vegna sumarvinnu fólks eldra en sautján ára. Á fjárlögum fyrir 2004 er gert ráð fyrir 150 millj- ónum. Anna segir að fjárveiting fari eftir ástandi á atvinnumark- aði. „Þegar ljóst er hve margir sækja um verður tekin ákvörðun um hvort þörf er á aukafjárveit- ingu. Ástandið hefur verið óvenjuslæmt undanfarin ár en vonast var til að það yrði ívið betra í ár,“ segir Anna. ■ Brottfall verkmennta- nema alvarlegur vandi Brottfall úr verkmenntaskólum er alvarlegt vandamál sem bregðast verður við, segir þingmaður Sam- fylkingarinnar. Brottfall er algengara hjá drengjum en stúlkum og meira í starfsnámi en í bóknámi. BROTTFALL „Það er ljóst að sumir skólar hafa náð góðum árangri við að stemma stigu við brottfalli, en í öðrum skólum er brottfallið svimandi hátt, sérstaklega í verk- menntaskólunum. Þetta er alvar- legt vandamál sem bregðast verð- ur við með því að bjóða upp á verulega aukið framboð á starfs- námi og styttri námsbrautum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni. Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins um brottfall úr framhaldsskólum kemur fram að vandinn er hlut- fallslega mestur í Tannsmiðaskóla Íslands, en 37,5% nemenda sem voru í námi árið 2002 hættu. Brottfallið er næstmest í fram- haldsskólanum í Austur-Skafta- fellssýslu, eða 32,2%, og í Verk- menntaskóla Austurlands er hlut- fallið 27,3%. Vandamálið er einnig verulegt í Iðnskólanum í Reykja- vík og í Iðnskólanum í Hafnar- firði, en tæplega þriðjungur iðn- skólanema, sem stundaði nám árið 2002, hætti námi af einhverj- um ástæðum. Taldir voru sam- an nemendur í framhaldsskólum um miðjan október 2002 og voru þeir bornir saman við skráða nemendur í öllum skólum, eða framhaldsskólum, háskólum, sérskól- um og tónlistar- skólum, um miðjan október 2003. Nem- endur haustið 2002, sem ekki voru í námi haustið 2003, voru bornir saman við útskrifaða nem- endur í öllum skól- um frá desember 2002 til haustsins 2003, en þeir nem- endur sem hvorki útskrifuðust á þessu tímabili né komu fram í nem- endaskrá haustið 2003, töldust vera brottfallnir þetta ár. Að meðaltali hurfu um 15% nemenda frá námi milli skólaár- anna 2002 og 2003, samkvæmt svari menntamálaráðherra, en eins og sést í töflu eru hlutfallstöl- ur fyrir einstaka skóla mjög mis- munandi, allt frá því að vera eng- ar eða mjög lágar upp í mjög hátt hlutfall. „Sveigjanlegt og opið skóla- kerfi hér á landi gerir nemendum kleift að hverfa tímabundið úr námi. Nemendur vita að skólinn stendur þeim opinn ef þeir kjósa að snúa sér að námi á nýjan leik. Síðustu ár hefur mátt greina hlut- fallslega fjölgun nemenda í eldri aldurshópum við nám í fram- haldsskólum, sérstaklega í aldurs- hópnum 20-24 ára. Það er í raun staðfesting á því að brottfall er oft og tíðum tímabundið,“ segir í svari menntamálaráðherra. bryndis@frettabladid.is ÞRIÐJI ÁFANGI SAMÞYKKTUR Tveimur áföngum við snjóflóðavarnir ofan byggðar í Neskaupstað er lokið. Búið er að reisa garð og keilur ofan við hann. Nú verður ráðist í gerð leiðigarða. Fjarðabyggð: Snjóflóða- varnir samþykktar FJARÐABYGGÐ Skipulagsstofnun hef- ur gefið grænt ljós á framkvæmdir við snjóflóðavarnir á svo nefndu Tröllagiljasvæði ofan við byggðina í Neskaupstað. Um er að ræða þrið- ja áfanga snjóflóðavarna af sex sem fyrirhugaðir eru á Norðfirði. Í þessum áfanga verður byggður 620 metra langur og allt að 18,5 metra hár þvergarður en innan við þver- garðinn á að byggja 390 metra lang- an og allt að 17 metra háan leiði- garð. Ofan við þvergarðinn verða byggðar 23 tíu metra háar keilur en ofar í fjallinu verður komið fyrir upptakastoðvirkjum. Samkvæmt hættumati er stærstur hluti byggðarinnar á Norðfirði á snjóflóðahættusvæði en í úrskurði Skipulagsstofnunar segir að með fyrirhuguðum snjóflóða- vörnum muni staðaráhætta minnka og verða innan ásættanlegra marka. ■ ATVINNULEYSI EYKST Í FINN- LANDI Atvinnuleysi í Finnlandi jókst úr níu prósentum í febrúar í 9,5% í mars. Ástandið á atvinnu- markaði er þó ívið betra en fyrir ári síðan en í mars árið 2003 voru 9,9% atvinnubærra manna í Finn- landi án vinnu. GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI SUMARVINNA Í fjárlögum Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir 150 milljónum vegna sumar- vinnu fólks eldra en sautján ára. BROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLUM Vandinn er hlutfallslega mestur í verkmenntaskólum og skólum sem bjóða upp á iðn- nám. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að bregðast verði við vandanum með því að auka framboð á starfsnámi og stytta námsbrautir. ABROTTFALL ÚR FRAMHALDSSKÓLUM Skóli Fjöldi nem. Brottfall Hlutfall Tannsmiðaskóli Íslands 8 3 37,5% Framh.sk. A-Skaftafellss. 115 37 32,2% Iðnskólinn í Hafnarfirði 519 147 28,3% Verkmenntask. Austurl. 165 45 27,3% Iðnskólinn í Reykjavík 1.546 416 26,9% Borgarholtsskóli 952 231 24,3% Verkmenntask. Akureyri 1.042 248 23,8% Fjölbr.sk. Norðurl.-v. 400 91 22,8% Fjölbr.sk. Ármúla 831 173 20,8% Fjölbr.sk. Vesturlands 593 106 17,9% Fjölbr.sk. Suðurnesja 714 124 17,4% Fjölbr.sk. Suðurlands 789 124 15,7% Viðskiptaháskólinn Bifröst 39 6 15,4% Tækniháskóli Íslands 126 19 15,1% Menntask. Ísafirði 303 45 14,9% Fjölbr.sk. Breiðholti 1.196 166 13,9% Menntask. Laugarvatni 168 22 13,1% Fjölbr.sk. Garðabæ 575 55 9,6% Landb.hásk. á Hvanneyri 43 4 9,3% Kvennaskólinn 511 27 5,3% Menntask. Akureyri 632 17 2,7% Menntask. Reykjavík 765 20 2,6% Verslunarskóli Íslands 1.045 23 2,2% Hússtj.sk. á Hallormsstað 24 0 0,0% Hússtj.sk. í Reykjavík 23 0 0,0% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.