Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 26
Það verður sífellt erfiðara að komast af í nútímaþjóðfélagi án þess að eiga kreditkort, en þegar stytta á skulda- halann reyna margir að færa eyðsl- una yfir á debetkortið. Stundum virð- ist þó sem fjármálastofnanir geri lítið til að verðlauna svo virðingarverðar tilraunir til að hafa hemil á neyslunni og eru færslugjöld debetkortanna dæmi um það. Hjá Íslandsbanka, Landsbankanum og SPRON kostar hver færsla á almennu debetkorti 13 krónur, en hjá KB-banka er helm- ingsafsláttur á færslugjöldunum út árið og kostar hver færsla sex krónur. Árgjaldið á almennum debetkortum er á bilinu 250–295 krónur. Hins vegar eru bankarnir með ýmis tilboð í gangi til viðskiptavina á mismun- andi kortum. Rafrænn greiðslumáti: Debetkort dýr kostur? FRÁBÆRT TILBOÐ Á RÓSUM! Rósabúnt á 690 kr. eða 10 fyrsta flokks rósir á 1.490 kr. Gegn framvísun þessa miða færð þú: ✃ ✃ AÐEINS FAGFÓLK AÐ STÖRFUM PÁSKALILJUR Téte á Téte 295 kr Ert þú einn af þeim sem geymir banana í ísskápn- um og leyfir tómötum að takast ætlunarverk sitt, sem er að drepa nærliggjandi ættingja í grænmetis- fjölskyldunni? Þá ertu sannarlega ekki einn á báti, því það er víst enginn hægðarleikur að halda fersk- leika grænmetis og ávaxta áður en rotnunarferlið tekur öll völd. Matvælageymsla eru mikil vísindi og í raun lífsins ómögulegt að skapa sumum tegundum rétt skilyrði til að endast fersk til neyslu. Valur Gunnlaugsson, matvælafræðingur hjá Matra (matvælarannsóknum í Iðntæknistofnun, Keldnaholti), hefur mikið rannsakað geymsluþol og kjöraðstæður ávaxta og grænmetis, auk þess að halda mýmörg námskeið fyrir sölufólk í grænmet- isdeildum verslana. „Kjörhitastig fyrir ylræktað grænmeti, eins og agúrkur, tómata og papriku er 10–12˚C, en þá hentar hvorki ísskápur né stofuhiti til geymslunnar. Það hitastig var algengt í búrum fortíðar, en nú er harla erfitt að finna rétta staðinn nema hvað sumir geyma þessar afurðir við opinn glugga, sem þá býður heim hættu af birtu og sól, og í kjölfarið hröðu öldrunarferli. Þrautalendingin er því að geyma þetta grænmeti í grænmetisskúff- unni neðst í ísskápnum,“ segir Valur, og bætir við að hvers kyns salöt þurfi sömuleiðis að geymast í kæli. Kartöflur skal ætíð geyma á dimmum, svöl- um stað því of mikill kuldi getur orsakað of sætt bragð. Sumir geyma lauka inni í eldhússkápum en Val- ur segir þurrar, kaldar aðstæður henta þeim best og það á við um allar lauktegundir. „Flest græn- meti varðveitir ferskleika við 0–4˚C, en ávextir þola stundum hærri hita. Þó þurfa öll ber að geym- ast í kæli og sömuleiðis steinaldin, eins og ferskjur, plómur, nektarínur og apríkósur.“ Valur segir banana alls ekki eiga erindi í ísskáp og geymast best við lágan stofuhita. Þá geymast appelsínur þokkalega við stofuhita og sömuleiðis epli, sem ásamt perum og tómötum eru stundum kölluð „silent killer“, en nafngiftin er sprottin af því að þau gefa frá sér etylen-gas sem gerir þau að varhugaverðum nágrönnum fyrir aðrar ávaxta- og grænmetistegundir. „Epli ætti alltaf að geyma í lokuðum poka vegna gassins, en þótt þau séu skemmdarvargar er ágætt húsráð að setja epli í poka með óþroskuðum tómötum til að flýta fyrir þroska þeirra.“ Hin almenna regla gildir að óhætt er að borða hýði af ávöxtum og grænmeti sé það skolað vel og burstað undir rennandi vatni áður. Geymsla á ávöxtum og græmeti: Tómatar og epli varhugaverðir nágrannar Valur Gunnlaugsson „Ágætt húsráð er að setja epli í poka með óþroskuðum tómötum til að flýta fyrir þroska þeirra.“ Hver færsla kostar 13 krónur Færslugjöldin gera debetkortin að síður fýsilegum greiðslumáta. Ef þú notar debetkortið tvisvar á dag, alla daga vikunnar kostar það: 26 krónur á dag 182 krónur á viku 780 krónur á mánuði 9.360 krónur á ári ! HÚSRÁÐ: EINFALDUR ORKUSPARNAÐURMörg heimilistæki búin fjarstýringu nota rafmagn þótt þau séu ekki í gangi, til dæmis sjónvörp, hljómtæki og myndbandstæki. Því er betra að taka þau úr sambandi. ÓKEYPIS VARMI Ljós, sól, heimilistæki og fólk gefa frá sér varma sem hitar upp loft á sama hátt og ofnar. Með því að nýta þennan ókeypis varma má lækka hitakostnað. Ef ókeyp- is varmi er álíka eða meiri en hitaþörfin á ofnloki að draga úr rennsli til ofnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.