Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 14
Hefur útgáfa Fréttablaðsins stuðl-að að fábreytni eða fákeppni á ís- lenskum dagblaðamarkaði? Líklega eru þeir fáir sem treysta sér til að svara þessari spurningu játandi. En leiddi það til fábreytni á sama mark- aði að Frétt, útgáfufélag Fréttablaðs- ins, skyldi ákveða að freista þess að halda úti útgáfu DV í stað þess að láta blaðið deyja drottni sínum þegar fyrri eigendur komust í þrot? Ég veit ekki með hvaða forsendum hægt væri að svara þessari spurningu játandi. Hvað þá með Íslenska útvarpsfélagið; hefur endurfjármögnun þess og nýtt hlutafé getið af sér meiri fábreytni á ljósvakanum? Aftur efast ég um að nokkur geti svarað játandi. Það er því ekki að furða að ég eigi erfitt með að skilja hvaða vá sé fyrir dyrum á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði sem kalli á hraðsoðið frumvarp forsætisráðherra og flýtimeðferð þess í gegnum Al- þingi. Og að svo sé um hnútana búið að efnisatriðum frumvarpsdraganna – eða skýrslu nefndar sem upphaflega átti að semja það – sé haldið leyndum fyrir almenningi. Hvar er eldurinn sem þetta slökkvilið vill slökkva? Nefnd menntamálaráðherra var ekki ætlað að skoða fjölmiðlamarkað- inn á Íslandi eða bera starfsskilyrði hans og lagaumhverfi saman við þau lönd sem við viljum helst taka okkur til fyrirmyndar. Ef svo hefði verið hefði nefndin verið skipuð faglega en ekki fulltrúum stjórnarflokkanna. Skýrsla nefndarinnar getur því aldrei verið annað en óvilhöll úttekt á fjöl- miðlum á Íslandi. Hún er það sem hún átti að vera; samantekt á því sem fært gæti rök fyrir lagasetningunni sem forsætisráðherrann þráði. Ef skoða ætti vinnu nefndarinnar sem úttekt á fjölmiðlamarkaði hefði hún orðið við beiðni forsvarsmanna Norðurljósa að mæta fyrir nefndina til að greina frá fyrirtækinu, miðlum þess og ræða um markaðinn í heild. Nefndin sinnti þessari beiðni ekki – enda hefði sam- tal við þá sem reka fjölmiðlafyrirtæki á Íslandi aðeins tafið starf hennar. Og það sem verra er: breytt niðurstöð- unni. Þótt það sé eðlilegt að í samkeppni temji sumir menn sér óvild í garð samkeppnisaðila þá efast ég stórlega um að nokkur sá sem rekur fjölmiðla- fyrirtæki á Íslandi í dag sé sammála efnisatriðum frumvarpsdraga forsætisráðherra. Ef horft er til eig- endahóps þessara fyrirtækja og ráða- gerða þeirra á markaðnum á umliðn- um árum; þá uppfylla ekki margir – jafnvel fæstir – eigendur þeirra ákvæði um bann við að eigendur fjöl- miðlafyrirtækja eigi í öðrum fyrir- tækjum og öll hafa fyrirtækin á ein- um eða öðrum tíma haft uppi ráða- gerðir – og jafnvel framkvæmt þær – um að tengja saman útgáfu dagblaða og rekstur ljósvakamiðla. Frumvarps- drögin eru því ekki aðeins alvarleg fyrir fjölmiðla heldur allan fyrir- tækjarekstur í landinu. Hverju geta menn vænst af forsætisráðherra næst? ■ Sumarið gekk í garð með brakiog blíðu á sumardaginn fyrs- ta. Líklega hefur veðrið sjaldan eða aldrei staðið jafnrækilega undir nafni þessa séríslenska frídags. Ég man eftir því að hafa frosið fastur við trompetinn í skrúðgöngu Lúðrasveitar Ár- bæjar- og Breiðholts í hríðarbyl á yngri árum. Eina sem varnaði okkur hljóðfæraleikurunum frá sjálfsvorkunn var að skátagrey- in sem á undan okkur gengu voru berleggjaðir. Nú er öldin önnur. Og það er ekki aðeins veðrið sem hefur breyst. Í nýbyggingarhverfum borgarinnar er nú nánast óþekkt að umhverfi og garðar séu órækt ein eða moldarflög árum saman eftir að flutt hefur verið inn. Borgarbúar hafa fyrir löngu komið sér upp grænum fingrum og líklega er Reykjavík orðin stærsti samfelldi skógur á landinu. Átak á hverju ári Engu að síður þarf sérstakt átak á hverju ári til að um- hverfið skarti sínu fegursta. Þar veltur mest á framtakssemi einstaklinga og samtakamætti nágranna við að taka til hend- inni. Líkt og fyrri ár vill Reykjavíkurborg gera sitt til að auðvelda íbúum vorverkin. Í því skyni fengu öll heimili skilaboð borgarstjóra og Gatna- málastofu um vorhreinsun 2004 inn um lúguna í vikunni. Einsog þar kemur fram verða starfsmenn gatnamála- stjóra á ferðinni frá og með deginum í dag og fram til 3. maí. Þeir fjarlægja garðaúr- gang sem borgarbúar hafa sett út fyrir lóðamörk sín. Í bæk- lingnum er bent á hvert koma má umhverfisspillandi efnum, bílgörmum og kerrum auk þess sem sérstök hvatning er til fyr- irtækja um að fegra umhverfi sitt. Ekkert á því að vera að van- búnaði að líta í eigin garð og ná- grannans og bindast samtökum um hreinni, fegurri og þar með betri borg. Og ekki er vitlaust að fylgja góðu dagsverki eftir með fyrstu grillveislu sumarsins. Stærsti skógurinn Borgaryfirvöld hafa á und- anförnum árum verið að herða á hreinsun borgarinnar með sérstakri áherslu á miðborgina. Frá miðjum apríl fram í miðjan nóvember eru götur og gang- stéttar sópaðar og þvegnar dag- lega frá klukkan fjögur til átta á morgnanna. Fuglaskítur á Tjarnarbakkanum er jafnframt hreinsaður daglega á sumrin. Kostnaður vegna þessara hreinsana hefur aukist ár frá ári í samræmi við auknar kröf- ur og metnað eða úr 95 milljón- um 2001 í 130 milljónir á síð- asta ári. Þá er ónefnd einn stærsti og mikilvægasti þáttur fegrunarátaks þessa árs. Það eru þeir hundruðir unglinga sem leggja gjörva hönd á plóg í Vinnuskólanum. Borgarbúar eiga góða bandamenn í því unga fólki við að gera Reykjavík hreinustu höfuðborg norðurs- ins. Það á hún að vera. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um skýrslu fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra og frumvarpsdrög forsætisráðherra. 14 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Umræðan um jafnréttismál aðundanförnu hefur einkennst af hugtakaruglingi og misskilningi sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Hugtökunum jákvæð mismunun (e. positive discrimination) og sér- tækar aðgerðir (e. affirmative eða positive action) er ruglað saman til mikils ógagns fyrir alla jafnrétt- isumræðu. Hugtakið „jákvæð mis- munun“ er hent á lofti og hver þyl- ur upp eftir öðrum í vandlætingar- tón að jákvæð mismunun sé niður- lægjandi fyrir konur og mannrétt- indabrot á körlum. Það er afar mikilvægt að réttur skilningur sé lagður í þessi hug- tök. Jákvæð mismunun þýðir að einstaklingur af því kyni sem hall- ar á er ráðinn í starf, að því gefnu að hann uppfylli lágmarksskilyrði sem gerð eru til starfsins, jafnvel þótt hæfari einstak- lingur af hinu kyn- inu sé meðal um- sækjenda. Hugsum okkur leikskóla- kennarastarf þar sem konur eru í yf- irgnæfandi meiri- hluta. Sjö umsækj- endur eru um starf- ið, sex konur og einn karl. Ef karlinn uppfyllir lág- marksskilyrði til starfsins, má samkvæmt jákvæðri mismunun veita honum starfið, jafnvel þótt hæfari einstaklingur af hinu kyn- inu sé meðal umsækjenda. Þetta er heimilt skv. lögum í mörgum lönd- um, t.d. í Svíþjóð og Noregi. Í Sví- þjóð fylgja þessu ákvæði ströng skilyrði og vandlega er fylgst með framkvæmd þess, m.a. af sænska vinnudómstólnum. Jákvæð mismunun ekki á Íslandi Á Íslandi tíðkast jákvæð mis- munun hins vegar ekki í jafnréttis- starfi og viðtekin túlkun á jafn- réttislögunum gefur ekki svigrúm fyrir hana. Hugmyndum um já- kvæða mismunun var hreyft á Al- þingi 1980 og ollu miklum deilum. Nefnd félagsmálaráðherra gerði tillögu um jákvæða mismunun árið 1988 og frumvarp um endur- skoðuð jafnréttislög árið 1989 inni- hélt ákvæði um jákvæða mismun- un. Hugmyndin fékk litlar undir- tektir og náði ekki fram að ganga. Það er því útbreiddur misskilning- ur að jákvæð mismunun sé viðhöfð í jafnréttisstarfi á Íslandi. Túlkan- ir á íslenskum jafnréttislögum og sú dómahefð sem skapast hefur gerir ráð fyrir að ráða skuli ein- stakling af því kyni sem hallar á einungis þegar hún eða hann er jafnhæfur eða hæfari en umsækj- andi af gagnstæðu kyni og þannig er enginn afsláttur gefinn á hæfn- iskröfum. Í nútímasamfélögum þykir þetta eðlileg og raunhæf leið til að leiðrétta kynjahlutföll. Á Ís- landi myndi karlkyns leikskóla- kennarinn í dæminu að framan hljóta starfið því aðeins að hann sé jafnhæfur eða hæfari en umsækj- andi af gagnstæðu kyni. Það eru að sjálfsögðu engin mannréttinda- brot framin á þeim umsækjanda sem ekki er ráðinn. Það er grund- vallaratriði að umbjóðandi okkar þurfa að gjalda kynferðis síns, ekki frekar en þær konur sem sækja um störf á hefðbundnum karlasviðum. Sértækar aðgerðir Allt annað fyrirbæri er svo það sem kallað er sértækar aðgerðir (e. affirmative/positive action). Heimild fyrir því er í lögum lang- flestra landa sem við berum okkur saman við og heimildarákvæði þess efnis hefur verið í íslenskum jafnréttislögum frá 1985. Í 22. grein núverandi jafnréttislaga segir: „Hvers kyns mismunun eft- ir kynferði, hvort heldur bein eða óbein, er óheimil. Þó teljast sér- stakar tímabundnar aðgerðir sem ætlaðar eru til að bæta stöðu kven- na eða karla til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum. Þá telj- ast aðgerðir til að auka möguleika kvenna eða karla sérstaklega til að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna ekki ganga gegn lögum þessum.“ Þetta ákvæði felur í sér viðurkenningu á því að ekki er nóg að ryðja úr vegi lagalegri mismun- un til að ná jafnrétti. Margvíslegar óbeinar hindrar standa þar í vegi. Þær hindranir eru samofnar menningu okkar og sögu og birtast m.a. í því að kerfi og stofnanir samfélagsins eru sniðnar að öðru kyninu frekar en hinu. Almennt er nú viðurkennt hjá alþjóðastofnun- um og ríkisstjórnum flestra landa að jafnrétti náist ekki nema þess- um hindrunum sé rutt úr vegi með markvissum aðgerðum. Dæmi um aðgerðir í þessum anda er Auður í krafti kvenna sem hafði það mark- mið að styrkja konur í atvinnu- rekstri og styrkir Félagsþjónust- unnar til karla í félagsráðgjöf, en í fyrra útskrifuðust t.d. þrír karlar úr félagsráðgjöf frá Háskóla Ís- lands sem allir höfðu notið þessara styrkja. Vilja réttlátt kerfi Þá er enn einn misskilningurinn sem nú gengur manna á milli að konur kalli sérstaklega eftir já- kvæðri mismunum á kostnað karla. Á það hefur margsinnis ver- ið bent og fyrir því er bæði reynsluþekking og ítarleg rann- sóknarrök að hin samfélagslegu kerfi og stofnanir eru sniðin að körlum frekar en konum. Ef eitt- hvað, má halda því fram að við nú- verandi ástand njóti karlar kyn- ferðis síns. Því fyrirkomulagi vilja konur á Íslandi breyta. En ekki með jákvæðri mismunun – heldur með sértækum aðgerðum og rétt- látu kerfi. ■ Lokaorð um landbúnað Margrét Jónsdóttir svarar grein Jóhannesar Geirs Gíslasonar frá 19. apríl og lýkur þar með skoðanaskiptum þeirra í bili: Flestu af því sem bréfritariræðir um, hef ég engu við að bæta þótt ég sé hreint ekki sam- mála öllu. Hins vegar langar mig til að staldra við tvö atriði. Hið fyrra er þetta: „Sauðfjárbúskapur er til landbóta...“, segir hann, „og þess vegna þarf hann þjóðar- stuðning“. Þarna höfum við það. Beingreiðslurnar er ekki til að „lækka“ verð eða „halda uppi byggð í landinu,“ eins og við höf- um mátt hlusta á svo lengi, heldur til að stuðla að landbótum með að- stoð rollunnar. Dásamleg rök. Ekki orð um þetta atriði meira. Hið seinna: „Samanburðar- þvæla um gróðurþekjuna á land- námsöld er út í bláinn, ef fólk heldur að vinna megi hana aftur með því að loka allar rollur inni í girðingum eða með afskipta- leysi“. Þýðir þetta þá að ef við samþykkjum að loka ekki rolluna af þá sé „samanburðarþvæla um gróðurþekjuna á landnámsöld“ ekki „út í bláinn“? Nei, ég bara spyr. En án gamans. Hver hefur látið þetta út úr sér? Ekki þó ég? Ef bréfritari heldur því fram þá hefur hann eitthvað misskilið mig því ég hef meðal annars sagt að við verðum að reyna að endur- heimta eitthvað af fyrri landgæð- um með öllum tiltækum ráðum, ekki bara með beitarhólfum og því síður afskiptaleysi, því land er víða svo illa farið, þó hann hafi hvorki lesið um það né séð, að það nær sér aldrei aftur nema með aðstoð landans. ■ Umræðan ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR ■ segir að jákvæð mis- munun og sértækar aðgerðir sé ekki sama fyrirbærið. Hvað næst? ■ Hugtökunum jákvæð mis- munun (e. posi- tive discrim- ination) og sér- tækar aðgerðir (e. affirmative eða positive action) er rugl- að saman til mikils ógagns fyrir alla jafn- réttisumræðu. Ekki jákvæða mismunun heldur réttlátt kerfi Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um vorhreingerningar. Vorhreingerning í hverfum borgarinnar VORHREINGERNINGAR HAFNAR Næstu daga verður gert átak til að hreinsa Reykjavík af rusli sem safnast hefur saman í vetur. BÚSKAPUR Þau eru mörg verkin í sveitum landsins. ■ Bréf til blaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.