Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 55
43LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 keppni meistaradeildarinnar eftir umspil, sem og Chelsea sem hafn- aði í fjórða sætinu. Newcastle datt hins vegar snemma út úr meistara- deildinni á meðan Chelsea er kom- ið alla leið í undanúrslitin þar sem liði etur kappi við Mónakó. Newcastle hefði getað komið sér í góða stöðu með sigri gegn Aston Villa á dögunum en sá leikur bauð ekki upp á góða hluti fyrir lið- ið. Newcastle missti mann út af og þurfti að hafa mikið fyrir því að ná markalausu jafntefli. Helsta áfall Newcastle var þó að hinn spræki framherji Craig Bellamy þurfti að fara af velli vegna meiðsla og gæti misst af mikilvægum leikjum á lokasprettinum. Ljóst er að liðið þarf að treysta enn frekar á fyrirliðann Alan She- arer, sem hefur skorað 27 mörk á leiktíðinni. Auk þess að berjast um fjórða sætið í deildinni á Newcastle möguleika á að vinna Evrópu- keppni bikarhafa, sem myndi gefa þeim beinan farmiða í meistara- deildina. Óvænt staða Aston Villa David O’Leary og lærisveinar hans í Aston Villa hafa komið á óvart á leiktíðinni með ágætri frammistöðu. Villa átti sína verstu leiktíð í átta ár í fyrra og lauk keppni í 16. sæti, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Þáverandi stjóri, Graham Taylor, virtist aldrei ná að finna réttu blönduna. Kólumbíski framherjinn Juan Pablo Angel, sem hafði verið keyptur til liðsins fyrir stórfé, sat lengstum á varamannabekknum og náði ekki upp því sjálfstrausti sem þurfti til að skora mörk. Tekið var til í herbúðum liðsins eftir leiktíð- ina, m.a. vegna peningavandræða. Tólf leikmenn hurfu á brott frá Villa, þeirra á meðal gamlar kemp- ur á borð við Steve Staunton og Oyvind Leonhardsen og fáir voru keyptir í staðinn. Svo virðist sem O’Leary hafi náð því rétta út úr mannskapnum og hafa leikmenn á borð við Angel, sem hefur skorað 21 mark á leiktíð- inni, blómstrað, auk þess sem Dari- us Vassel, með tíu mörk, og Sviss- lendingurinn Thomas Hitzlsperger hafa sýnt góð tilþrif. Villa er nú í sjötta sæti, einu stigi á eftir Newcastle og Liverpool. Liðið á erfiðan heimaleik gegn Manchest- er United í síðustu umferð sem gæti komið í veg fyrir möguleika þeirra á fjórða sætinu. Hermann í meistaradeild- ina? Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Charlton sitja í sjöunda sæti, einu stigi á eftir Villa. Liðið missti af gullnu tækifæri til að komast upp í fjórða sætið á þriðjudags- kvöld en mótherjinn var einfald- lega of sterkur; sjálfir meistararn- ir í Manchester United. Alan Cur- bishley, stjóri Charlton, hefur gert frábæra hluti með liðið og er af mörgum talinn besti ungi stjórinn í ensku deildinni. Hefur hann fengið mikið hrós fyrir að sjóða saman sterkt lið úr lítt þekktum einstak- lingum. Charlton náði ágætum árangri í fyrra og endaði í tólfta sæti eftir að hafa dalað aðeins á endasprettin- um. Fyrir þessa leiktíð fékk liðið Ítalann knáa Paulo di Canio frítt frá West Ham og hefur hann reynst liðinu góð viðbót. Enginn einn leik- maður hefur borið af í marka- skorun en þó hefur Jason Euell skorað flest mörk, eða sjö talsins. Vörnin hefur staðið fyrir sínu með Hermann Hreiðarsson í góðu formi og miðjumaðurinn Matt Holland hefur einnig verið sterkur. Þrátt fyrir tapið gegn United á dögunum er Curbishley síður en svo búinn að gefa upp vonina um fjórða sætið. „Það kemur ekkert í ljós fyrr en við spilum gegn Sout- hampton í síðustu umferðinni og Liverpool spilar gegn Newcastle United,“ sagði Curbishley eftir leikinn. „Það getur vel verið að tit- illinn sé úr sögunni en baráttan um sæti í Evrópukeppninni mun halda áfram allt til enda. Sumir segja að gæði úrvalsdeildarinnar hafi verið lítil en ég held að hún hafi verið opnari en áður, sem hlýtur að vera gott. Það hafa verið þrjú lið á toppnum, sem hefur ekki komið neinum á óvart, en hin liðin eru að nálgast þau.“ Curbisley bætir við að lokum: „Við höfum nú þegar átt frábæra leiktíð og okkar helsta markmið núna er að komast hærra en nokkru sinni áður í úrvalsdeild- inni. Allt umfram það er stór bónus“. Happafengurinn Forssell Birmingham er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Charlton, og aðeins þremur á eftir Liverpool. Möguleikar liðsins á meistaradeildarsætinu eru því afar raunhæfir, eitthvað sem eng- an hefði órað fyrir áður en leiktíð- in hófst. Fyrir leiktíðina var miðjumað- urinn David Dunn keyptur frá Blackburn og framherjinn Mikael Forssell fenginn að láni frá Chelsea. Dunn hefur ekki staðið fyllilega undir væntingum en Forssell hefur heldur betur reynst liðinu happafengur. Þessi stórefni- legi Finni hefur skorað 18 mörk á leiktíðinni og sýnt og sannað að hann er á meðal sterkustu fram- herja deildarinnar. Fyrrum Manchester United stjarnan Steve Bruce virðist vera á hárréttri leið með liðið og hefur sýnt að hinn ágæti árangur á síðustu leiktíð, 13. sætið á fyrsta ári Birmingham í úrvalsdeildinni, var alls engin til- viljun. freyr@frettabladid.is Stofnað: 1892 Heimavöllur: Anfield Road Stjóri: Frakkinn Gerard Houllier, fyrrverandi kennari. Varð franskur meistari með Paris St Germain og vann Evrópu- keppni landsliða 1996 með franska U-18 ára liðinu. Houllier gerðist aðstoðarþjálfari Liver- pool sumarið 1998 við hlið Roy Evans og tók síðan við liðinu í nóvember sama ár. Houllier fór frábær- lega af stað. Liver- pool vann fimm bik- arkeppnir árið 2001, þar á meðal UEFA-bikarinn, enska bikarinn og enska deildar- bikarinn. Næstu leiktíð á eftir lenti Liverpool í öðru sæti deildar- innar en síðan þá hefur liðið ekki verið nálægt sigri. Houllier hefur verið harðlega gagnrýndur af stuðningsmönnum félagsins að undanförnu enda þykir liðið ekki spila skemmtilegan bolta. Liverpool varð síð- ast enskur meistari 1990. Síðasti leikur: Ful- ham (Heima) 0-0. Næstu leikir: Man. Utd (Úti) 24.apríl, Middles- brough (H) 1. maí, Birmingham (Ú) 8.maí, Newcastle (H) 15. maí. Liverpool STEVEN GERRARD Í baráttu við Junichi Inamoto, leikmann Fulham, til hægri. Það kemur ekkert í ljós fyrr en við spil- um gegn Southampton í síðustu umferðinni og Liverpool spilar gegn Newcastle United. ,, www.nanathaistore.com Sími: 896 3536 · 5881818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.