Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 53
HANDBOLTI Seinni leikur ÍBV og Nurnberg í undanúrslitum áskor- endakeppni Evrópu fer fram í Eyj- um í dag og óhætt að segja að róð- ur Eyjastelpna sé þungur. Fyrri leikurinn ytra tapaðist með sextán mörkum og sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari liðsins, að markmiðið væri fyrst og fremst að leggja Nurnberg að velli. „Þetta stóra tap var okkur öll- um mikil vonbrigði og þótt þetta lið Nurnberg sé mjög vel skipað og virkilega sterkt þá var þetta nú samt óþarflega stórt tap, sjö til níu mörkum of mikið. Nurnberg hitti einfaldlega á toppleik á með- an hvorki gekk né rak hjá okkur – liðið spilaði gríðarlega illa og ein- beiting leikmanna og undirbún- ingur fór fljótlega út um glugg- ann. Liðið missti haus og gafst einfaldlega upp og það ásamt ein- hverjum 12–14 mjög vafasömum dómum gerðu síðan ástandið ekki skárra. Við förum því í leikinn á morgun til að leggja Nurnberg að velli og ljúka þessari keppni með sæmd. Liðið hefur gert mjög vel í keppninni og náð lengra en flestir áttu von á en þegar maður er kom- inn þetta langt þá vill maður óneitanlega meira. Við ætluðum okkur í úrslitaleikinn en því mið- ur eru ekki miklar líkur á að það gerist úr þessu en maður auðvitað útilokar ekki neitt og við gefumst ekkert upp fyrr en í fulla hnefana. Liðið er búið að læra gríðar- lega mikið af þátttökunni í keppn- inni og fara í gegnum margar prófraunir og það má segja að leikurinn úti hafi verið sú fyrsti sem liðið féll á. Fyrir mig persónulega þá hefur þessi vetur verið ótrúlega lærdómsríkur og ég er búinn að læra meira í vetur en á öllum þjálfaraferlinum hingað til. Það hefur margt mjög jákvætt gerst og við horfum björtum augum fram á veginn.“ Aðalsteinn segist vera orðinn nokkuð langþreyttur á umræð- unni um leikmannamál liðsins og þá að sjálfsögðu í tengslum við út- lendingana í liðinu: „Auðvitað myndum við vilja hafa fleiri stelpur úr Eyjum í lið- inu eða fleiri íslenskar stelpur yfirhöfuð en á meðan staðan er svona þá er þetta eina leiðin til að halda úti toppliði og það er metnaðarmál okkar hér. Við erum með jafn marga aðkomumenn og flest önnur lið en þar sem þetta eru að mestu út- lendingar þá er fólk að tuða. Það eru til að mynda tólf aðkomumenn af fjórtán í Stjörnunni, svo dæmi sé nefnt en það segir enginn neitt við því. Það er eins og myndast hafi hefð að öfundast í garð þeirra liða sem vinna titla og þetta hafa mörg lið í karla- og kvennaflokki fengið að finna fyrir, þetta er reyndin, því miður. Það myndi engin tuða ef ÍBV væri með miðlungsútlendinga og væri um miðja deild. Þá væri ör- ugglega bara litið á þetta sem frá- bært framtak að halda úti liði,“ sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjál- fari Eyjastúlkna, í samtali við Fréttablaðið í gær. ■ 41LAUGARDAGUR 24. apríl 2004 GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! G. FORCE profiler eru ný og glæsileg High-Performance-dekk frá BFGoodrich. Þú færð þessi dekk á ótrúlegu verði hjá okkur. JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Útvarp KR í Færeyjum: HB - KR í beinni FÓTBOLTI Leik HB og KR um Atlantic bikarinn verður lýst beint á Útvarpi KR. Útsendingin hefst klukkan 14 en leikurinn hefst klukkan 15. KSÍ, Knattspyrnusamband Færeyja og FITUR, sem er sam- starfshópur Íslendinga og Fær- eyinga á sviði ferðamála, standa að leik Íslandsmeistaranna og Færeyjameistaranna. ÍA og B36 léku fyrsta leikinn um Atlantic-bikarinn árið 2002. Skagamenn sigruðu 2-1 með mörkum Ellerts Jóns Björnsson- ar og Grétars Rafns Steinssonar. Í fyrra sigraði KR HB 2-0 á KR- velli með mörkum Arnars Gunn- laugssonar og Sigurvins Ólafssonar. ■ KÖRFUBOLTI Meistarar San Antonio Spurs eru komnir í góð mál í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þeir eru yfir 3-0 gegn Memphis Grizzlies eftir 95-93 sigur á fimmtudag en liðið var sjö stigum undir í hálfleik. Þetta er frumraun Grizzlies í úrslitakeppninni og hefðu þeir varla getað fengið sterkari and- stæðing. Það var sjálfur Tim Duncan sem tryggði sigur Spurs en hann skoraði síðustu körfu leiksins þegar ein mínúta og þrjátíu og sjö sekúndur voru eftir. Duncan fór að venju fyrir sínum mönnum og skoraði 22 stig og tók 13 fráköst. ■ FÓTBOLTI „Það er ekki rétt að ég hafi átt fund með Abramovich,“ sagði José Mourinho, þjálfari Porto. „Það er heldur ekki rétt að ég hafi ekki mætt á fund með honum sem við vorum búnir að ákveða.“ „Ég hef fengið tilboð frá tveimur enskum félögum en ég legg áherslu á að ég er ánægður hjá Porto og hef enga ástæðu til að fara annað,“ sagði Mourinho. Fjölmiðlar halda því fram að Chelsea og Liverpool vilji fá Mourinho en hann hefur ná afburða góðum árangri með Porto. Í fyrra sigraði Porto í deildar- og bikarkeppninni í Portúgal og í UEFA-bikarkeppn- inni. Félagið getur tryggt sér portúgalska meistaratitilinn um helgina, það leikur til úrslita við Benfica um bikarmeistaratitil- inn um miðjan maí og keppir við Deportivo La Cruna um sæti í úrslitaleik meistaradeildar UEFA. ■ Markmiðið að ljúka keppni með sæmd Seinni leikur ÍBV og Nurnberg í undanúrslitum áskorendakeppni Evrópu í dag. AÐALSTEINN EYJÓLFSSON, ÞJÁLFARI ÍBV Stefnan sett á sigur þótt vissulega séu möguleikarnir á að komast áfram ekki miklir. TVEIR GÓÐIR SAMAN Tim Duncan og Tony Parker, leikmenn San Antonio, hafa ekki átt í miklum vandræð- um með Memphis Grizzlies. Skoraði sigurkörfuna rétt fyrir leikslok: Duncan bjargaði deginum José Mourinho: Tilboð frá tveimur enskum félögum JOSÉ MOURINHO Hefur fengið tilboð frá enskum félögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.