Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 22
22 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Það er í nógu að snúast hjá LinduPétursdóttur athafnakonu þessa dagana. Hún er nýtekin við starfi þróunarstjóra hjá fyrirtækinu sem stendur að Miss World-keppninni, var að ljúka námi í grafískri hönnun og vinnur að hönnun hinna ýmsu bæklinga og merkja. Linda gaf sér þó tíma til að skjótast heim til Ís- lands í tilefni af afmæli Baðhússins, sem hún stofnaði fyrir tíu árum. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún að gera sig klára fyrir af- mælisveisluna með klippingu, stríp- um og því sem tilheyrir. „Þessi tími hefur verið svaka- lega fljótur að líða. Mér líður eins og Baðhúsið hafi verið opnað í gær,“ segir Linda um afmæli afkvæmis síns en sjálf þorði hún ekki að hugsa svo langt fram í tímann þegar því var hleypt af stokkunum. „Þetta var sérstaklega erfitt í byrjun. Ég byrjaði nánast með tvær hendur tómar, með um 300 þúsund kall, og maður kemst ekki langt á því. Svo þurfti ég að leita í bankana eftir lánum og það var erfitt að fá lán hjá þeim enda vilja þeir veð fyr- ir öllu,“ segir Linda. Fáir höfðu trú á Baðhúsinu Þegar Linda opnaði Baðhúsið þótti mörgum skrýtið að körlum væri meinaður aðgangur að því. „Það voru margir sem héldu að ég væri of frökk að opna líkamsrækt- arstöð en útiloka strax helminginn af kúnnunum. Það voru mjög fáir sem höfðu trú á því, hvað þá að fyrr- um fegurðardrottning væri að opna svona stöð án þess að hafa nokkra reynslu úr þessum geira,“ segir Linda um leið og hárgreiðslukonan hrærir saman litina sem Linda hef- ur valið. Linda segist hafa fengið hug- myndina að Baðhúsinu á ferðalög- um um Asíu. „Mér fannst vanta stöð sem ég myndi sjálf vilja sækja. Við konur viljum fá að vera í friði frá körlunum þegar við erum að æfa, förum í heita pottinn, slök- um á, látum dekra við okkur og svo framvegis. Ég vildi líka hafa stöð með blómum og hlutum sem karlar eru ekki að pæla mikið í.“ Linda segir reksturinn hafa ver- ið sérstaklega erfiðan í byrjun en þá var Baðhúsið í dýru leiguhúsnæði í Ármúla. Hún var á tímabili komin með bakið upp að vegg – þurfti að hrökkva eða stökkva. „Þá keyptum við gamla Þórscafé í Brautarholti og þá fór allt að gerast. Nú eru um tíu þúsund manns á skrá hjá okkur,“ segir Linda en fyrirtæki hennar hefur opnað tvær aðrar stöðvar; Sporthúsið í Kópavogi og Þrekhúsið í Frostaskjóli. Fyrir nokkru dró Linda sig að hluta til út úr rekstri Baðhússins. Hún situr þó enn í stjórn fyrirtækis- ins en Sævar bróðir hennar er fram- kvæmdastjóri. „Ég hef séð um alla hönnun fyrir fyrirtækin og geri það frá Kanada,“ segir Linda, sem lauk fyrir skömmu námi í grafískri hönnun. „Grafísk hönnun á afskap- lega vel við mig. Hún er orðin ástríða hjá mér. Ég gæti verið að hanna frá morgni til kvölds,“ segir Linda. Starfar fyrir Miss World Linda er nýtekin við starfi sem tengist Miss World-keppninni en eins og kunnugt er vann hún þá keppni árið 1988. „Ég stýri þróunar- sviði keppninar. Við erum að fara af stað með eigið vörumerki og ég er að þróa húðsnyrtivörulínu undir merkjum Miss World. Það er mitt aðalstarf,“ segir Linda um leið og hárgreiðslukonan byrjar að vefja álþynnum í hár hennar. „Ég kem bæði nálægt þróunarstarfinu og ímynd fyrirtækisins. Það á að opna nýja heimasíðu fyrir keppnina í lok ársins og það er verið að endurgera allt fyrir hana.“ Eigendur Miss World buðu Lindu starfið en hún hefur verið í góðu sambandi við þá síðan hún var krýnd Miss World á sínum tíma. „Þetta starf hentar mér mjög vel því ég vinn þetta líka í gegnum net- ið heiman frá mér. Í dag skiptir það engu máli hvar fólk býr upp á vinnu. Ég flýg svo á milli New York og London til að sitja fundi,“ segir Linda. Í slag við Donald Trump Þegar Linda tók við starfinu hjá Miss World þurfti hún að hafna starfi hjá húðsnyrtivöruframleið- andanum Sileca en henni hafði boð- ist að vera andlit þess. „Starfið hjá Miss World hefði skarast við hitt og ég ákvað því að leggja fyrirsætu- starfið á hilluna. Mér finnst líka miklu skemmtilegra að starfa við viðskipti en fyrirsætustörf,“ segir Linda, sem er farin að líkjast veru frá öðrum hnetti með álþynnurnar í hárinu. Næsta Miss World-keppni verð- ur haldin í Kína í lok árs og er Linda á fullu við að undirbúa hana. „Svo stefnum við á að koma keppninni til Bandaríkjanna á næsta ári en þá förum við í samkeppni við ekki minni mann en Donald Trump,“ seg- ir Linda. Í Bandaríkjunum hefur Miss Universe verið stærri keppni en Miss World og hyggst Linda breyta því. „Ein stærsta sjónvarps- stöðin í Bandaríkjunum hefur áhuga á að vinna með okkur og það er stór plús. En það verður ekki auð- velt að fara á móti Donald Trump,“ segir Linda. Joggingbuxur og hjólbörur Linda býr á Eagle Island í Vancouver og líður vel þar. „For- eldrar mínir komu einmitt með mér til landsins nú. Mamma er búin að vera hjá mér í einar sjö vikur og lífið þar er dásamlegt. Það er búið að vera sumar síðan í febrúar eða mars, 25 stiga hiti og sól. Pabbi hafði að vísu á orði við mig, þegar ég var búinn að vera í sömu joggingbuxunum í viku, hvort ég ætlaði ekki að fara að skipta um,“ segir Linda og skellir upp úr. „Það er meira bóhemlíf á mér þar.“ Á Eagle Island eru aðeins 32 hús og þar eru engir bílar. „Ég var stödd í veislu um daginn og átti í hrókasamræðum við einn íbúa eyj- arinnar þegar hann sagði: Hvar annars staðar myndir þú vera í matarboði og aðalumræðuefnið væri hjólbörur?“ segir Linda, sem þarf að sækja aðföng niður á bryggju og flytja heim í hjólbörum. „Við vorum að ræða um hvaða dekk væru best á þær og svo framveg- is,“ segir Linda, sem á að eigin sögn rosa fínar hjólbörur. „Við erum þrjú sem búum þarna saman – ég og hundarnir mínir tveir,“ segir Linda þegar hún er spurð hvort hún sé í sambúð. Fyrir nokkru birtust fréttir af því að Linda ætti í sambandi við indverska þingmanninn og auðkýfingin VJ Mallia. Linda segir að þau séu bara vinir. „Hann er alltaf þarna í kring- um mig og ég í kringum hann. En ég er ekki í föstu sambandi. Mér líður rosalega vel einni og það hentar mér afskaplega vel. Kannski fæ ég mér einn hund í viðbót,“ segir Linda um leið og fleiri álþynnur bætast við. Ævisagan til útlanda? Um síðustu jól kom út ævisagan Linda – ljós og skuggar. Bókin fékk góðar viðtökur hér á landi og seldist í um sjö þúsund eintökum. „Ég er rosalega ánægð með viðtökurnar á bókinni. Ég fæ vikulega póst frá fólki sem er að þakka fyrir bókina eða leita eftir stuðningi,“ segir Linda, sem hefur ekki útilokað að bókin verði gefin út í öðrum lönd- um. Hún vill þó lítið sem ekkert gefa upp um fyrirhugaða útgáfu. „Við stefnum í það minnsta að því,“ segir hún. En mætti þá jafnvel bú- ast við að bíómynd verði gerð eftir bókinni? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Linda og virðist ekki einu sinni hafa leitt hugann að því. „En eitt er víst og það er að ég leik ekki í henni sjálf,“ segir hún og skellihlær. Linda hefur ekki gert mikið af því að heimsækja Ísland eftir að hún fluttist út. „Ég kom hingað um jólin út af bókinni og hafði þá ekki komið í eitt og hálft ár. Ég ætlaði mér ekki að koma hingað á næst- unni en ég lofaði Sævari bróður mínum að koma hingað út af afmæli Baðhússins og svo fer ég aftur heim í næstu viku.“ En er Linda komin með leið á Íslandi? „Ísland hefur bæði kosti og galla en það hentar mér afskaplega vel í dag að vera í kyrrð og lifa því lífi sem ég lifi. En auðvitað er alltaf gott að koma heim líka,“ segir Linda að lokum þar sem sést vart í andlit hennar fyrir ál- þynnum. kristjan@frettabladid.is Í BAÐHÚSINU Linda fór beint í Baðhúsið að klippingu lokinni enda stórafmæli hjá afkvæminu í dag. Í KLIPPINGU Linda lætur lita á sér hárið eins og margir aðrir. ÁBYRGÐARSTARF Heiður Ottósdóttir fær það ábyrgðarstarf að klippa og lita Lindu Pé. MEÐ ÁLÞYNNUR Í HÁRINU Linda var eins og vera frá öðrum hnetti þegar hún fór í klippingu. Linda Pétursdóttir er komin til landsins til að fagna tíu ára afmæli Baðhússins. Hún er komin í vinnu hjá Miss World og ætlar í samkeppni einn ríkasta mann í heimi. Fréttablaðið fór á hárgreiðslustofu með Lindu og spjallaði við hana um afmælið og verkefnin sem fram undan eru. Í samkeppni við Donald Trump Svo stefnum við á að koma keppninni til Bandaríkjanna á næsta ári en þá förum við í sam- keppni við ekki minni mann en Donald Trump. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.