Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 44
32 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR Þó Lækjargata og Suðurlands-braut verði líklega seint taldar til glæsilegustu gatna höfuðborg- arinnar má fullyrða að þær séu með þeim girnilegri. Enginn þarf að hverfa hungraður frá þessum götum, nema blankheitin séu þeim mun meiri, enda er hægt að kaupa sér, eins og staðan er um þessar mundir, viðurgerning á um 20 veitingastöðum sem við þær standa. Og úrvalið er bæði gott og alþjóðlegt. Hin alþjóðlega Lækjargata Við Lækjargötuna standa níu staðir á stuttum kafla; íslenskir, mexíkóskir, kínverskur, danskur og tyrkneskur. Rölt um Lækjar- götu og innlit á veitingastaðina getur því reynst eins og heims- hornaflakk. Í húsi númer 2 við Lækjar- götu, strax á horninu við Austur- stræti, eru þrír veitingastaðir. Fyrst er Kebab-húsið, sem býður upp á hið tyrkneska kebab í bland við annað, þá Kaffi Rósen- berg sem reyndar selur einna helst bjór og loks hið gamal- gróna steikhús Kaffi Ópera. Þar næst er danski smurbrauðsstað- urinn Jómfrúin, þá hinn mexíkóski Amigos og næst Litli ljóti andarunginn. Litlu lengra er Mamas Tacos, mexíkóskur skyndibitastaður, Kínahúsið tek- ur við í beinu framhaldi og hand- an Skólabrúar er enn einn mexikóski staðurinn, Si Señor. Hinumegin við götuna, gegnt veitingahúsafjöldanum eru svo þrír staðir sem vert er að geta í þessu sambandi þó tveir standi við aðrar götur og sá þriðji sé á hjólum. Þetta eru Lækjarbrekka, Humarhúsið og Pylsuvagninn. Suðurlandsbraut á suðupunkti Sjö ágætir staðir raða sér upp, nánast hlið við hlið, á Suðurlands- brautinni og eru þeir ættaðir frá sex löndum. Hinn ameríski Pizza Hut er sá fyrsti, í húsi númer 2, og fast við hliðina er Vox sem teljast verður íslenskur veitingastaður. Danska kaffihúsið Konditori Copenhagen er á númer 4 og þar við hliðina er hinn rótgróni Askur. Asíska veitingahúsið Nings er í næsta húsi og skammt frá eru Fylgifiskar þar sem hægt er að fá sér fisk og meðlæti. Ítalski stað- urinn Trocadero rekur lestina í þessari þyrpingu en hann er nýr af nálinni. Ekki er þó öllu lokið enn, því á númer 32 kúrir sam- lokustaðurinn Quizno’s. bjorn@frettabladid.is ÓVÆNT ÞRÓUN? Veitingahúsin hafa raðað sér upp hlið við hlið á Lækj- argötu og Suðurlandsbraut. Ekki er víst að það hafi nokkurn tímann verið planað í borgarskipulaginu. Það hafa kannski ekki margir veitt því eftirtekt en við bæði Suðurlandsbraut og Lækjargötu, sem hvorug hefur endilega talist til fallegustu gatna höfuðborgarinnar, standa núna veitingastaðir í röðum. Heita má að hér séu komnar tvær nýjar og alskapaðar veitingahúsagötur í borgarmyndina, án þess að nokkur hafi planað það. Gamlar götur lifna við LÆKJARGATA SUÐURLANDSBRAUT Kebab-hús-1 Kaffi Rósenberg2 Pizza Hut1 Vox2 Konditori Copenhagen3 Askur4 Nings5 Fylgifiskar6 Trocadero7 Jómfrúin4 Amigos5 Litli ljóti andarunginn6 Mamas Tacos7 Kínahúsið8 Si Señor9 Kaffi Ópera3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.