Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.04.2004, Blaðsíða 16
Konan mín gaf mér páskaeggum daginn. Það eitt væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri vegna málsháttarins sem egginu fylgdi og hljóðar svo: „Tunguna er torvelt að temja“. Málshátturinn leiddi huga minn að því hvernig dómsmálaráðherra hefur brugðist við vaxandi gagn- rýni vegna ákvörð- unar um val og skipan nýs hæsta- réttardómara í ágúst 2003, bæði með ummælum sínum í fjölmiðlum og skrifum á heimasíðu sinni, bjorn.is. Svo virð- ist, sem því oftar sem ráðherrann grípur til andsvara á opinberum vett- vangi og reynir að réttlæta ákvörðun sína fyrir borgur- um þessa lands, því dýpri verður gröf- in sem hann hefur grafið sér og virð- ist ekki ætla að komast klakklaust upp úr. Er það miður, því hér er um mætan stjórnmálamann að ræða. Það væri of langt mál að rekja hér öll ummæli ráðherra, enda flestum kunn, sem á annað borð hafa fylgst með þjóðfélags- umræðu síðustu daga og vikur. Þó eru ákveðin atriði í málflutningi ráðherra, sem hafa komið þeim, sem þetta ritar, algjörlega í opna skjöldu og eru þess eðlis að mér rennur sem borgara og lögfræð- ingi blóðið til skyldunnar að leggja fáein orð í belg. Jafn hæfur eða hæfastur? Fyrst ber að nefna að við mat á því hvort ráðherra hafi byggt ákvörðun sína um val á Ólafi Berki Þorvaldssyni sem hæsta- réttardómara á lögmætum og málefnalegum sjónarmiðum er hann bundinn af þeim rökstuðn- ingi, sem hann setti fram fyrir ákvörðun sinni þegar hún var tek- in og endurspeglast væntanlega í skriflegum rökstuðningi, sem ráð- herra sendi þeim öðrum umsækj- endum um embættið, sem þess óskuðu á sínum tíma. Ef til vill kemur þar fram að ráðherra hafi talið Ólaf Börk hæfastan allra um- sækjenda, en þá hefur hann legið á þeirri skoðun sinni á opinberum vettvangi þar til fyrir fáeinum dögum þegar hann lét þau orð falla. Fram til þess tíma hafði ég, og væntanlega fleiri, staðið í þeirri trú að ráðherra hefði talið Ólaf Börk jafn hæfan öðrum um- sækjendum, en vegna meistara- gráðu sinnar í Evrópurétti hefði ráðherra talið heppilegast að koma þeirri þekkingu Ólafs Bark- ar að í Hæstarétti. Fylgismenn ráðherra hafa einnig komið því að í umræðunni á síðustu dögum, að vegna aldurs Hjördísar Hákonar- dóttur og meðalaldurs annarra dómara í Hæstarétti þá hefði ver- ið heppilegt að skipa Ólaf Börk, sem fulltrúa yngri kynslóðar í réttinum. Þessi rök eru ef til vill góðra gjalda verð, ef þau voru sett fram í rökstuðningi ráðherra síðastliðið haust, en ella eru þau haldlaus og koma málinu ekkert við þegar endanlega verður skor- ið úr um það fyrir dómstólum hvort ráðherra hafi brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga og jafn- réttislaga. Þetta leiðir hugann að ummæl- um ráðherra um „pólitíska“ ábyrgð sína á skipun hæstaréttar- dómarans. Í þeirri umræðu hefur ráðherra vísað til þingræðis- reglunnar og látið hafa eftir sér að hin þinglega ábyrgð sé póli- tísks eðlis en ekki lagalegs. Sú ábyrgð sé engum lagareglum háð. Hér óttast ég að ráðherra vaði í villu og svíma eða hann sé að reyna að þyrla ryki í augu sam- borgara sinna. Hið rétta er, að í þinglegri ábyrgð ráðherra felst að hann er valinn af meirihluta Al- þingis til að gegna embætti sínu og verður sem slíkur að halda uppi vörnum fyrir stefnu og fram- kvæmdir ríkisstjórnar og standa þinginu almennt reikningsskil ráðsmennsku sinnar. Ella er hætta á því að ráðherra missi traust ann- arra þingmanna og verði jafnvel að fara frá. Þetta er hin pólitíska eða þinglega ábyrgð dómsmála- ráðherra. Hún er gagnvart Alþingi, hún er siðferðisleg og algjörlega komin undir þingið hverju sinni og hún er engum lagareglum háð. Ábyrgð ráðherra að lögum Allt öðru máli gegnir um ábyrgð ráðherra að lögum. Sú ábyrgð er bundin í stjórnarskrá lýðveldisins og almennum lögum. Þannig er augljóst að ráðherra er bundinn af landslögum og verður líkt og aðrir borgarar þessa lands að fylgja lögunum. Komist dóm- stólar að þeirri niðurstöðu að hann hafi af ásettu ráði eða fyrir sakir vanrækslu brotið gegn jafnrétt- islögum og/eða stjórnsýslulögum þá verður hann gerður ábyrgur fyrir því. Slík ábyrgð er lagalegs eðlis og kemur pólitískri ábyrgð ráðherra ekkert við. Það er því beinlínis rangt, sem ráðherra hef- ur látið hafa eftir sér, að „ábyrgð- in verður að vera pólitísk að lok- um“. Í þriðja lagi eru forkastanleg þau ummæli ráðherra, til réttlæt- ingar eftir á fyrir ákvörðun sinni um val á nýjum hæstaréttardóm- ara, að Hæstiréttur hafi í umsögn sinni til ráðherrans um hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara 5. ágúst 2003 ekki minnst einu orði á jafnrétt- islögin og vægi þeirra við ákvörð- un um skipun nýs dómara í réttinn og því megi ráðherra draga þá ályktun að sjálfur Hæstiréttur hafi ekki talið þau lög skipta máli við val ráðherra. Þessi ummæli eru í senn ómakleg og ráðherra sem löglærðum manni til skamm- ar. Það vita flestir sem lokið hafa lagaprófi að Hæstiréttur er lög- bundinn umsagnaraðili „um hæfi og hæfni umsækjenda“, sem óska skipunar í réttinn og að það er ekki hlutverk hans að tjá sig í slíkri umsögn um atriði er varða jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla samkvæmt jafnréttis- lögum. Sú ábyrgð að framfylgja þeim lögum hvílir í þessu tilviki á dómsmálaráðherra og þann kaleik tekur enginn frá honum. Fylgja ber lögum Tíminn mun leiða í ljós hvort jafnréttislögin eða einstök ákvæði þeirra séu „barn síns tíma“, eins og dómsmálaráðherra hefur hald- ið fram. Á meðan lögin eru í gildi ber stjórnvöldum að fylgja þeim, með því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins, en því markmiði laganna skal meðal annars náð með því að bæta sérstaklega stöðu kvenna og auka möguleika þeirra í samfélaginu, sbr. d-liður 1. gr. lag- anna. Hæstiréttur hefur í dómum sínum skýrt jafnréttisákvæði lag- anna svo, að konu skuli veita starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin, með tilliti til menntun- ar og annars sem máli skiptir, og karlmaður sem við hana keppir, ef á viðkomandi starfssviði eru fáar konur fyrir. Ekki skiptir máli þótt einstakir borgarar, hvort heldur ég, dómsmálaráðherra eða aðrir sem hafa tjáð sig um málefnið í fjölmiðlum, séu ósammála Hæsta- rétti um túlkun laganna, dómar réttarins á þessu sviði hafa engu að síður fordæmisgildi. Það er óskandi að þessi mismunun, sem lögin gera ráð fyrir og styðst við eðlilega túlkun og skýringu á 2. mgr. 65. gr. stjórnarskárinnar um jafnan rétt kvenna og karla, sé að- eins tímabundin eins og að var stefnt með jafnréttislögum og nefndu stjórnarskrárákvæði. Til að tryggja að svo verði mega þeir sem valdið hafa ekki misbeita því á þann veg að ómálefnaleg og ólögmæt sjónarmið ráði gjörðum þeirra. Í ritgerð sinni um ríkisvaldið sagði John Locke, á því herrans ári 1689, að löggjafarvaldið hefði rétt til að stjórna því hvernig afli ríkisins væri beitt til að verja samfélagið og borgara þess. Jafn- framt benti hann á að fyrir mann- legan breyskleika og valdafíkn verði freistingarnar of miklar ef sömu einstaklingar hafa bæði valdið til að setja lögin og valdið til að framfylgja þeim, þannig að þeir geti undanþegið sjálfa sig þeirri skyldu að hlýða lögunum, sem þeir búa til og lagað lögin og framkvæmd þeirra að sínum eigin hagsmunum og þar með tekið að sjá hag sinn í öðru en því sem er samfélaginu fyrir bestu. Réð frændsemi? Það er einlæg von mín, að dómsmálaráðherra hafi ekki fallið í þá gryfju að láta annarleg sjónar- mið ráða gjörðum sínum við hina umdeildu skipun nýs hæstaréttar- dómara, en sumir, þar á meðal ég, hafa velt því upp hvort þar hafi ráðið mestu frændsemi dómarans við sjálfan forsætisráðherra. Þetta er ekki illa meint af minni hálfu og ég vona að dómsmála- ráðherra flokki þetta ekki undir ómálefnalega gagnrýni á embætt- isverk sín. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta í umræðunni er ein- faldlega sú, að fram komnar skýr- ingar ráðherrans eru að mínu mati svo léttvægar að þær standast ekki málefnalega skoðun. Hvað svo sem réði vali ráðherra er eitt víst, að framangreind orð John Locke hafa staðist tímans tönn og mega vera okkur öllum víti til varnaðar. Með gagnrýni á ummæli dóms- málaráðherra á opinberum vett- vangi er það alls ekki ætlun mín að kasta rýrð á embættisferil, hæfi og hæfni Ólafs Barkar, en hann er að mínu mati ágætur dómari og drengur góður. Þetta get ég sagt af rúmlega tuttugu ára kynnum mínum af honum, en við erum samstúdentar úr Mennta- skólanum í Reykjavík, fylgdumst að í gegnum lagadeild Háskóla Ís- lands og höfum haldið sambandi síðan. Engu að síður get ég ekki annað en verið sammála ummæl- um Gunnars Jónssonar hæstarétt- arlögmanns og formanns Lög- mannafélags Íslands, sem fram koma í leiðara hans „Græðgi valdsins“ í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti, 54. árgangi, mars 2004. Þar segir lögmaðurinn um skipun Ólafs Barkar: „Ekki skal bætt miklu við umræðu sem varð um síðustu skipun dómara í Hæsta- rétt. Hversu ágætur sem hinn nýi dómari er dylst engum að mál- efnalegur samanburður skilaði öðrum umsækjendum honum framar“. Svo mörg voru þau orð. Eflaust verða einhverjir ósam- mála því að ég sé að tjá mig opin- berlega um svo viðkvæm mál, sem hér eru til meðferðar, einkum í ljósi þess að ég gegni embætti héraðsdómara og heyri því í störfum mínum undir ráðu- neyti dómsmála. Hitt veit ég að ráðherra sjálfur tekur það ekki óstinnt upp, enda er hann tals- maður tjáningarfrelsis og jafnra og óheftra skoðanaskipta, svo sem ummæli hans og skrif að undanförnu bera með sér. Ef til vill á málshátturinn góði, sem ég fékk á páskadag, ágætlega við um okkur báða. Verða þetta mín loka- orð. ■ 16 24. apríl 2004 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN ■ Af netinu Tunguna er torvelt að temja DÓMARAR HÆSTARÉTTAR Skiptar skoðanir eru um val manna til dómarastarfa í Hæstarétti. Umræðan JÓNAS JÓHANNSSON ■ héraðsdómari skrifar um skipan hæstaréttardómara. ■ Það er einlæg von mín, að dómsmálaráð- herra hafi ekki fallið í þá gryfju að láta annarleg sjón- armið ráða gjörðum sínum við hina um- deildu skipun nýs hæstarétt- ardómara, en sumir, þar á meðal ég, hafa velt því upp hvort þar hafi ráðið mestu frændsemi dómarans við sjálfan forsæt- isráðherra. Spennandi og skemmtileg Sigrún Eldjárn Sýning á verkum Sigrúnar Eldjárn í Norræna húsinu 22. apríl - 9. maí. edda.is Spennandi og skemmtileg saga sem tilnefnd er til Norrænu barna- bókaverðlaunanna. 5. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 14.–20. apríl Barnabækur Réttindi fótum troðin Víða um heim eru réttindi barna fót- um troðin. Það hvílir að mínu mati á okkur rík skylda til að vernda börn enda geta þau ekki staðið vörð um eig- in réttindi. Þær grunnkröfur sem við hljótum að gera til samfélags okkar hér á jörðinni ætti að vera að tryggja öllum börnum nægan mat, vatn, lyf og læknishjálp, menntun og vernd gegn misnotkun og ofbeldi. Íslendingar allir og íslensk stjórnvöld geta gert fjölmargt til að tryggja réttindi barna í heiminum. ANDRÉS JÓNSSON Á POLITIK.IS Frá vöggu til grafar Víða um lönd er skriffinnskan mikil og stjórnkerfið óskilvirkt og hægfara. Víða um lönd eru starfandi milljónir nefnda sem gera ekkert annað en að kjósa ritara og samþykkja fundargerð- ir seinustu funda, milli þess sem þær svífa um í stjórnskipulegu þyngdar- leysi. En á fáum stöðum í heiminum og á Norðurlöndum er nefndavæðingin jafnlímd við samfélagsmynstrið, frá vöggu til grafar. PAWEL BARTOSZEK Á DEIGLAN.COM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.