Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 10
FJÖLMIÐLAKÖNNUN Fréttablaðið er
mest lesna dagblað landsins. Að
meðaltali lesa 66,3 prósent lands-
manna blaðið á hverjum degi
samkvæmt fjölmiðlakönnun
Gallups. 90,8 prósent lands-
manna lásu Fréttablaðið ein-
hvern tímann í vikunni sem könn-
unin stóð yfir. 53,4 prósent lands-
manna lesa Morgunblaðið að
meðaltali hvern dag en 74,2 pró-
sent sögðust hafa lesið Morgun-
blaðið einhvern tímann í vikunni.
Meðallestur DV mælist nú 20,5
prósent en 44,6 prósent lands-
manna lásu blaðið vikuna sem
könnunin var gerð.
Lítil breyting er á lestri dag-
blaðanna þriggja frá síðustu stóru
könnun frá október í fyrra. Meðal-
lestur Fréttablaðsins hækkar um
1,5 prósentustig, Morgunblaðsins
um 1,1 prósentustig og DV um 0,7
prósentustig. Blöðin bæta einnig
öll við sig þegar horft er til þess
hversu margir lásu þau einhvern
tímann í könnunarvikunni: Frétta-
blaðið hækkar úr 87,8 prósentum í
90,8, Morgunblaðið úr 72,7 pró-
sentum í 74,2 og DV úr 40,5 pró-
sentum í 44,6 prósent.
Sem fyrr er Fréttablaðið meira
lesið en hin blöðin alla daga vikunn-
ar, af báðum kynjum, öllum aldurs-
hópum og í öllum landshlutum.
Þegar horft er til lesturs á höfuð-
borgarsvæðinu er Fréttablaðið lesið
af 74 prósentum íbúanna, Morgun-
blaðið af 59 prósentum og DV af 23
prósentum íbúa. 95 prósent höfuð-
borgarbúa lásu Fréttablaðið ein-
hverju sinni í vikunni, 79 prósent
Morgunblaðið og 49 prósent DV.
Ef lesendum á höfuðborgar-
svæðinu er skipt í aldurshópa lesa
56 prósent fólks á aldrinum 12 til
24 ára Fréttablaðið að meðaltali
hvern dag, 42 prósent Morgun-
blaðið og 18 prósent DV. Í aldurs-
hópnum 25 til 49 ára lesa 76 pró-
sent Fréttablaðið, 53 prósent
Morgunblaðið og 26 prósent DV.
Meðal 50 ára og eldri lesa 86 pró-
sent Fréttablaðið, 80 prósent
Morgunblaðið og 21 prósent DV.
Yfirburðir Fréttablaðsins eru því
mestir meðal fólks á aldrinum 25
til 49 ára, þar sem lesendur Frétta-
blaðsins eru 43 prósent fleiri en
lesendur Morgunblaðsins. ■
10 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
■ Lögreglufréttir
FÉLAGI GRÁTINN
Ísraelskir landamæraverðir grétu félaga
sinn sem féll í árás palestínskra víga-
manna í fyrradag og var jarðsettur í gær,
daginn sem Ísraelar minntust þeirra her-
manna sem hafa fallið í baráttu fyrir tilveru
Ísraels.
Fréttablaðið með yfirburði
Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins og sá fjölmiðill sem flestir nota á hverjum degi. Tveir
af hverjum þremur landsmanna les Fréttablaðið á hverjum degi og þrír af hverjum fjórum
íbúum höfuðborgarsvæðsins.
STERKUSTU MIÐLARNIR
Fréttablaðið er sá miðill sem flestir lands-
manna nota á hverjum degi. Fréttablaðið
og Ríkissjónvarpið eru í nokkrum sérflokki
en á eftir þeim koma Morgunblaðið og
Stöð. Þar á eftir koma Rás 2, Bylgjan og
Skjár einn og loks Rás 1 og DV.
Sterkustu miðlarnir:
Fréttablaðið
öflugast
FJÖLMIÐLAKÖNNUN Fréttablaðið er
sá fjölmiðill sem flestir lands-
manna nota á hverjum degi – 66
prósent landsmanna. Næst kemur
Ríkissjónvarpið en 65 prósent
landsmanna opna fyrir þá stöð að
meðaltali á dag.
Nokkuð langt er í næstu miðla.
Morgunblaðið er með 53 prósenta
meðallestur og Stöð 2 45 prósenta
meðaláhorf. Rás 1 kemur næst
með 40 prósenta meðalhlustun,
Bylgjan með 37 prósent og Skjár
einn með 35 prósenta meðaláhorf.
Þá kemur Rás 1 með 28 prósenta
meðalhlustun og DV með 21 pró-
senta meðallestur. ■
FÓLKSBÍLL GEREYÐILAGÐIST Lítill
fólksbíll fór út af veginum og
valt rétt sunnan við Brú, á leið-
inni upp Holtavörðuheiði, síðdeg-
is á sunnudag. Ökumaður var
einn í bílnum og slapp hann
ómeiddur. Bíllinn reyndist stór-
skemmdur og var hann dreginn
af vettvangi með kranabíl.
Sautján ökumenn voru teknir
fyrir of hraðan akstur á Holta-
vörðuheiði á sunnudag.
– hefur þú séð DV í dag?
Fjórtán ára
í opinberri
sendiför
til Kína
Tímarit:
Birta mest lesin
FJÖLMIÐLAKÖNNUN Birta, sem fylgir
Fréttablaðinu á föstudögum, er
mest lesna tímarit landsins sam-
kvæmt fjölmiðlakönnun Gallups.
Að meðaltali lesa um 105 þúsund
manns Birtu í hverri viku. Um 20
prósent fleiri lesa Birtu en það
tímarit sem kemur næst, Tímarit
Morgunblaðsins á sunnudögum.
Lesendur þess eru um 88 þúsund
talsins. Lesendur Myndbanda
mánaðarins eru um 80 þúsund.
Nokkuð langt er í næsta tíma-
rit, Séð & heyrt. Lesendur þess
eru um 68 þúsund. Síðan kemur
Viðskiptablað Morgunblaðsins,
Hús & híbýli, Nýtt líf, Gestgjafinn
og Mannlíf. Þarnæst á listanum
eru Lifun – fylgirit Morgunblaðs-
ins, Vikan, M – annað fylgirit
Morgunblaðsins, Bleikt & blátt og
loks rekur tímaritið Orðlaus lest-
ina. ■
TÍU MEST LESNU TÍMARITIN
Lesendur
Dagblöð:
Meðallestur á tbl.
Sjónvarp:
Uppsafnað áhorf
(maðaltal dagsins)
Útvarp:
Eitthvað hlustað yfir daginn
Fréttablaðið:
Vaxandi
traust
FJÖLMIÐLAKÖNNUN Samkvæmt
fjölmiðlakönnun Gallups segjast
68 prósent landsmanna treysta
Fréttaflutningi Fréttablaðsins en
9 prósent ekki treysta blaðinu. Í
sambærilegri könnun fyrir ári
sögðust 57 prósent treysta
fréttaflutningi blaðsins en 13
prósent ekki gera það. Þeim sem
treysta fréttaflutningi blaðsins
hefur því fjölgað um ellefu
prósentustig á þessu tímabili og
þeim sem vantreysta blaðinu
fækkað um fjögur prósentustig.
„Þetta er ánægjuleg niður-
staða og ekki síst í ljósi þess að
sumir stjórnmálamenn hafa ver-
ið óþreytandi við tilraunir til að
draga úr trausti til Fréttablaðs-
ins,“ segir Gunnar Smári Egils-
son, ritstjóri Fréttablaðsins. „Það
tekur langan tíma að vinna traust
og við höfum ekki gert ráð fyrir
að ná elstu miðlunum í þessum
mælingum fyrr en eftir fimm ár
eða svo. Þessi góði vöxtur milli
ára við nokkurn andróður sýnir
að við ættum að ná þessu mark-
miði jafnvel fyrr.“
Til samanburðar segjast 87
prósent landsmanna treysta
fréttaflutningi Morgunblaðsins og
24 prósent fréttaflutningi DV. ■
MEÐALLESTUR
Meðallestur Fréttablaðsins jókst hratt en er nú stöðugur og mikill. Að sama skapi hefur
dregið úr samdrætti í lestri hinna blaðana. Öll blöðin auka við lestur frá síðustu stóru
könnun í október í fyrra.
EITTHVAÐ LESIÐ Í VIKUNNI
Yfir 90 prósent landsmanna lásu Fréttablaðið einhvern tímann í könnunarvikuni. Fjöldi
þeirra sem lásu Morgunblaðið einhvern tímann vikunnar stendur í stað en fjölgar hjá DV.
FRÉTTAHÚSIÐ Í SKAFTAHLÍÐ
Tveir af hverjum þremur landsmönnum lesa Fréttablaðið dag hvern samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallups. Sé litið til þeirra sem
lásu blaðið einhvern tíma í vikunni fór hlutfallið yfir 90%.
Ljósvakamiðlar:
RÚV með yfirburði
FJÖLMIÐLAR Ríkissjónvarpið hefur
mikla yfirburðastöðu á íslenskum
sjónvarpsmarkaði samkvæmt fjöl-
miðlakönnun Gallups sem birt var í
gær.
Uppsafnað áhorf á RÚV í könn-
unarvikunni var 93,9%. Sambæri-
leg tala fyrir Skjá einn var 71,4% en
70,4% fyrir Stöð 2. Áhorf á Popptívi
er 24,7% en 21,1% á Sýn.
Af tíu vinsælustu sjónvarpsþátt-
unum eru átta á RÚV. Þar trónir
Spaugstofan efst með 57,8% áhorf.
Efsti þátturinn hjá einkareknu sjón-
varpsstöðvunum er þátturinn Inn-
lit/útlit á Skjá einum og er hann í ní-
unda sæti með 22,7% en Sjálfstætt
fólk á Stöð 2 hafði 22,6% áhorf í
könnunarvikunni.
Stöðvar Ríkisútvarpsins eru
einnig stærstar á útvarpsmarkaði.
Uppsöfnuð hlustun á Rás 2 var
63,4% í könnunarvikunni. Næst-
mest er hlustað á Bylgjuna og hlust-
uðu 61,6% þátttakenda eitthvað á þá
stöð. Rás 1 hafði 47,7% hlustun og
FM 957 var með 32,0%. ■
RÍKISÚVARPIÐ
Uppsafnað áhorf á RÚV í könnunarvikunni
var 93,9%.