Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 24
Í hverju felst starfið?
Aðallega í því að setja upp sýning-
ar í safninu og jafnvel sýningar
sem við sendum frá okkur. Ég er
oft úti í bæ að grennslast fyrir um
listaverk fyrir sýningar þannig að
þetta er heimildarvinna öðrum
þræði. Hverri sýningu fylgja svo
mikil umsvif. Það er margt sem
þarf að gera fyrir einhverja
ákveðna dagsetningu þannig að
verkefni dagsins geta verið afar
fjölbreytt.
Ég sé líka um útlán en safnið lán-
ar til dæmis í sendiráð erlendis,
til opinberra embætta og ráðu-
neyta. Í þriðja lagi kem ég að
ýmsu sem tengist prentmáli.
Þetta er ótrúlega fjölbreytt og
rosalega skemmtilegt.
Það er í raun enginn dagur eins,
en ég er oft í miklu kappi við tím-
ann. Stundum finnst mér vinnan
hér ekki ósvipuð þeirri sem fram
fer í leikhúsi. Við miðum við
ákveðinn opnunardag og þurfum
þá að hafa allt tilbúið.
Hvenær vaknarðu á morgnana?
Ég gef mér góðan tíma í að vakna
frá því klukkuna vantar tíu mínút-
ur í sjö og til hálfátta. Ég mæti
síðan í vinnuna milli átta og hálf-
níu.
Hvað vinnurðu lengi?
Það fer svolítið eftir því hvort ein-
hver sýning er á næstu dögunum,
þá vilja vinnudagarnir lengjast.
En annars vinn ég bara eins og op-
inberir starfsmenn, til svona hálf-
fimm.
Hvað er skemmtilegast við vinn-
una?
Þessi mikla fjölbreytni. Svo
kynnist ég íslenskri myndlist
nokkuð vel og það er mjög gaman
að fá að vera innan um þessa dýr-
gripi sem safnið hefur að geyma.
Það er líka skemmtilegt þegar
sýning er að verða til og byrjuð að
taka á sig mynd.
En erfiðast?
Það koma oft upp ýmis vandamál
en þau eru sjaldan stórvægileg.
Helst er erfitt að vera alltaf í
kappi við tímann.
Hvað gerirðu eftir vinnu?
Þá sæki ég dóttur mína á leik-
skólann, fer í búðina og svo heim.
Yfirleitt þarf ég að safna kröftum
fyrir morgundaginn.
Hvað gerirðu um kvöldið?
Kvöldin farar yfirleitt í að vera
heima, spjalla við makann og
sinna barninu. Svo er gott að lesa
bækur eða horfa á sjónvarpið. Ég
er ósköp venjuleg hvað þetta
varðar.
Hvenær ferðu að sofa?
Ég er yfirleitt sofnuð um ellefu.
Eftir að ég átti stelpuna höfum við
hjónin breyst aðeins og orðið
kvöldsvæfari.
27. apríl 2004 Þriðjudagur8
VISSIR ÞÚ ...
...að Svíar nota mest af tómatssósu.
Ástralir fylgja á eftir en Bandaríkin
og Kanada eru í þriðja sæti þegar
kemur að tómatssósunotkun.
...að 10% karla eru örvhentir en 8%
kvenna.
...að rúmlega helmingur þeirra dýra-
tegunda sem lifa á jörðinni eru
sjávardýr.
...að Bandaríkjamenn borða að
meðaltali 35 þúsund smákökur á
ævinni.
...að meðalmanneskja tekur um átta
til tíu þúsund skref á hverjum degi.
...að meðalmanneskjan drekkur um
2,2 lítra af vatni á dag. 1,4 lítra í
vökvaformi en restin kemur úr fæð-
unni.
...að það eru helmingi fleiri
kjúklingar hér á jörð en manneskj-
ur.
...að það búa fleiri Írar í New York
en í Dublin, fleiri Ítalir en í Róm og
fleiri gyðingar en í Tel Aviv.
...að til eru rúmlega 200 gerðir af
Barbie-dúkkum.
...að með kossi sem stendur í eina
mínútu brennirðu 26 kaloríum.
...að um 18% dýraeigenda segjast
deila rúmi með gæludýrinu sínu.
Harpa Þórsdóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Íslands:
Skemmtilegt þegar
sýning verður til
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA