Fréttablaðið - 27.04.2004, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004
Fyrst komu tveir kiðlingar íFjölskyldu- og húsdýragarð-
inn en nýr vorboði bættist í hóp-
inn í gærmorgun þegar tvö
myndarleg lömb Glettu komu í
heiminn. Fyrst kom lamba-
drottning í heiminn en svo kall-
ast fyrsta gimbrin sem fæðist
þegar sauðburður hefst og
skömmu síðar kom lambakóng-
urinn. Gimbrin er svarthnöttótt,
líkt og Höttur, faðirinn. Hrútur-
inn er aftur á móti svartbíldótt-
ur og hornóttur líkt og Gletta.
Ær og lömbum heilsast vel en
beðið er um að gestir sýnir þeim
sérstaka nærgætni fyrst um
sinn, enda ær mjög passasamar
þegar afkvæmi þeirra eiga í
hlut. ■
Sauðburður í Reykjavík
Við hönnuðum sjálfbæran sólar-lampa sem er færanlegur
borð- og vegglampi,“ segir Hrafn-
kell Birgisson, hönnuður í hönnun-
arhópnum Hanna, sem hann
skipar ásamt Sesselíu Guðmunds-
dóttur og Aðalsteini Stefánssyni.
Lampinn Sólskin sem þau hönnuðu
hlaut í síðustu viku fyrstu verð-
laun í hönnunarsamkeppninni
Lights of the future sem Evrópu-
ráðið stendur að í þeim tilgangi að
minnka rafmagnsnotkun í Evrópu.
„Lampinn sem stendur í glugga-
kistu yfir daginn og safnar í sig
ljósi sem nýtist í dimmuni á kvöld-
in. Lampinn er sjálfbær, er einung-
is knúinn af orkunni sem sólarsell-
urnar umbreyta í rafmagn á dag-
inn. Lampinn tekur lítinn straum
en er með sterka lýsingu og getur
lýst heila kvöldstund. Hann þarf
svo að hlaða daginn eftir í dags-
birtu. Þannig stuðlar hann að
minni rafmagnsnotkun og aukinni
umhverfisvernd. Nýjustu framfar-
ir í sólarrafhlöðutækni, hleðslu-
tækni og ljósabúnaði gera okkur
kleift að hanna lampa í dag með
þessa óvenjulegu eiginleika en við
erum í samstarfi við þýska sér-
fræðinga á þessu sviði.“
Sólskin er fyrsta frumgerðar-
stigið, sem hönnuðirnir unnu í
Klink og Bank, en Hrafnkell segir
að þau eigi eftir að klára ýmis smá-
atriði og lampinn gæti orðið að
söluvöru eftir 6–10 mánuði. „Það
er spurning hvort væri hægt að
framleiða hann á Íslandi, þar sem
Íslendingar eru uppteknir við að
vera til fyrirmyndar í orkunotkun.
Það er eitthvað sem við þurfum
bara að kanna.“ ■
LÖMBIM LITLU NÝFÆDD
Sauðburður er hafinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
SÓLSKIN
Borð- og vegglampi sem safnar í sig ljósi á daginn til að lýsa upp dimmar kvöldstundir.
Sólskinið sigraði
Verðlaun
LIGHTS OF THE FUTURE
■ Íslenski lampinn Sólskin hlaut fyrstu
verðlaun í hönnunarsamkeppninni.