Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 32
Þetta er fyrst og fremst fallegtónlist sem ég ætla að flytja,“
segir Alexandra Chernyshova, ung
sópransöngkona frá Úkraínu, sem
ætlar að stíga á sviðið í Salnum í
Kópavogi í kvöld ásamt Gróu
Hreinsdóttur píanóleikara.
„Tónleikarnir eru ekki helgaður
einu tónskáldi eða einu tímabili,
heldur var markmiðið að setja sam-
an fallega dagskrá með verkum
eftir mismundandi tónskáld frá
ýmsum tímabilum. Þess vegna
kalla ég þessa tónleika Söngva-
lind.“
Tónleikarnir í Salnum eru þeir
fjórðu, sem hún heldur hér á landi
með Gróu.
Hún segir dagskrá þeirra skipt-
ast nokkurn veginn í tvennt. Fyrir
hlé verður þyngri tónlist þar sem
hún syngur trúarlega tónlist og
aríur úr óperum, „en eftir hlé verða
frægari verk og skemmtilegri held
ég“.
Meðal annars tekur hún vöggu-
lagið Summertime og úkraínskt
þjóðlag sem heitir „Ég vil ekki fara
að sofa“.
„Þetta er lag um stúlku sem hef-
ur gaman af því að syngja og dansa.
Hún vill ekki fara að sofa heldur
njóta lífsins og trúir því að allt
verði í lagi á meðan hún syngur.“
Að loknu söngnámi í Úkraínu
söng Alexandra í eitt ár við Óper-
una í Kiev. Árið 2002 var hún valin
besta nýja óperuröddin í keppninni
Nýtt nafn í Úkraínu, og var þá
yngsti söngvarinn í þeirri keppni,
aðeins 22 ára.
Hún hefur búið hér á landi frá
því í október og segist að sjálf-
sögðu vonast til þess að fá tækifæri
til að syngja í Óperunni hér á landi.
„En ég er þó ekkert að bíða að-
gerðalaus eftir því að einhver
banki á dyrnar og biðji mig um að
syngja. Nú fer fólk að þekkja mig
og vill heyra í mér aftur. Ég reikna
líka með að fá eitthvað að gera í
öðrum löndum.“
Tungumálin ættu ekki að flækj-
ast fyrir henni, því jafnframt söng-
náminu útskrifaðist hún líka úr há-
skóla í Úkraínu þar sem áherslan
var á tungumál, ensku og spænsku,
og heimsbókmenntir.
„En ég þarf svolítið meiri tíma
fyrir íslenskuna. Hún er ekki lík
neinu öðru tungumáli.“ ■
24 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGURhvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22
APRÍL
Þriðjudagur
Miðja lífsins
Hingað til hafa það fyrst ogfremst verið kristnir karlar
sem hafa skráð og túlkað sögurn-
ar og goðsagnirnar sem við þekkj-
um úr íslenskum fornritum.
Valgerður Bjarnadóttir, fyrr-
verandi jafnréttisstýra á Akur-
eyri, ætlar að flytja erindi á Fé-
l a g s v í s i n d a -
torgi við Há-
skólann á Akur-
eyri í dag þar
sem hún fjallar
um þessar
fornu sögur út
frá kenningum
um Gyðjuna,
sem situr í
miðju hringrás-
ar lífsins. Sam-
kvæmt þessum
kenningum rík-
ir jafnvægi
milli konu,
karls og nátt-
úru og stríð eru
þar óþekkt. ■
■ ■ KVIKMYNDIR
20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn-
ir í Bæjarbíói í Hafnarfirði japönsku kvik-
myndina Tengoku Yo Jigoku eða Barns-
ránið eftir meistara Akira Kurosawa.
Margir munu þekkja myndina undir
enska heitinu High and Low.
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Alexandra Chernyshova
sópran og Gróa Hreinsdóttir píanó-
leikari flytja aríur og sönglög af ýmsu
tagi eftir Mozart, Bach, Verdi, Tsjaíkovskí,
Gershwin og fleiri í Salnum, Kópavogi.
20.00 Píanótónleikar, helgaðir
minningu píanóleikaranna Hermínu S.
Kristjánsson og Rögnvaldar Sigurjóns-
sonar, verða haldnir í Íslensku óperunni
á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík.
Snorri S. Birgisson minnist Hermínu og
Halldór Haraldsson minnist Rögnvald-
ar. Nemendur skólans leika verk eftir
Bach, Bartók, Beethoven, Chopin,
Schostakovitsch og fleiri.
20.30 Kvennakór Suðurnesja
heldur seinni vortónleika sína í Safnað-
arheimili Sandgerðis. Stjórnandi er
Krisztina Kalló Szklenárné, undirleikari
á píanó er Geirþrúður Fanney Boga-
dóttir og á bassa Þórólfur Þórsson.
■ ■ LEIKLIST
20.30 Leikfélag Sauðárkróks sýnir
gamanleikinn Síldin kemur og síldin
fer eftir þær systur Iðunni og Kristínu
Steinsdætur. Sýnt er í Bifröst á Sauðár-
króki.
■ ■ LISTOPNANIR
17.00 Guðmundur Björgvinsson
opnar málverkasýningu í Seli Gallerís
Reykjavíkur, Skólavörðustíg 16.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.00 Alstair Summerlee, rektor
University of Guelph, heldur opinn fyrir-
lestur í Odda 101, Háskóla Íslands þar
sem hann reifar stöðu og sýn
kanadískra háskóla.
12.00 Doktor Nasrin Shahinpoor,
hagfræðingur við Butler University í
Bandaríkjunum, flytur fyrirlestur um
konur, íslam og hnattvæðingu í boði
Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræð-
um við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn
fer fram í stofu 132 í Öskju.
16.00 Anna Rósa Böðvarsdóttir
heldur fyrirlestur um meistaraprófsverk-
efni sitt, Fiskeldi í sjókvíum við strend-
ur Íslands, í Öskju - Náttúrfræðihúsi
Háskóla Íslands, Sturlugötu 7.
16.30 „Vanadís, völva og valkyrja”
nefnist erindi Valgerðar Bjarnadóttur
um fornar birtingarmyndir gyðjunnar,
sem hún flytur á Félagsvísindatorgi
Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti
23, stofu 14.
■ ■ FUNDIR
13.00 Ráðstefna um hug- og sam-
félagsvísindi á Íslandi í alþjóðlegu sam-
hengi verður haldin í hátíðasal Háskóla
Íslands. Rannís, Háskóli Íslands og
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
standa fyrir ráðstefnunni.
20.00 Skógræktarfélögin verða
með „opið hús”
í Mörkinni 6,
húsi Ferðafé-
lags Íslands.
Guðmundur
Andri Thors-
son, skáld og
rithöfundur, les
úr verkum sín-
um í upphafi.
Pétur N. Óla-
son, þekktastur sem Per í Gróðrarstöð-
inni Mörk, segir frá langri og áhuga-
verðri starfsævi í máli og myndum.
■ ■ SAMKOMUR
21.00 Skáldaspíran efnir til
skáldaveislu á Jóni forseta. Thor Vil-
hjálmsson leiðir kvöldið ásamt Jóni
Kalman, Bjarna Bjarnasyni og Eiríki
Guðmundssyni. Þá lesa skáldastöllurn-
ar Kristrún Guðmundsdóttir og Anna
Dóra Antonsdóttir upp ljóð sín. Loks
verður Kristín Eiríksdóttir verðlauna-
skáld ljóðasamkeppni Eddu útgáfunnar
og Fréttablaðsins kynnt.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Situr ekki aðgerðalaus
■ TÓNLEIKAR
■ MYNDLIST
■ FYRIRLESTUR
Ég hef verið dálítið upptekinn afþví upp á síðkastið að pota í
listastofnunina,“ segir Guðmundur
Björgvinsson listamaður, sem í dag
opnar sýningu á verkum sínum.
„Mér finnst þessi listasöfn vera
dálítið í því að búa til miðstýrðan
smekk á list, sem mér finnst alger-
lega andstætt því sem listin á að
vera. Hún á að vera frjáls og óháð
og sjálfstæð og það á að ýta undir að
listamenn hafi sjálfstæðar skoðanir
en ekki miðstýrðar skoðanir.“
Guðmundur er þeirrar skoðunar
að því minna sem talað er um mynd-
list því betra. „Myndirnar eiga að
tala fyrir sig. Og sama gildir um
tónlistina. Það er miklu viturlegra
að hlusta á tónlist og horfa á mynd-
list heldur en að kjafta og kjafta.“
Sjálfur getur Guðmundur þó
ekki stillt sig um að tala smávegis
um verkin sín, enda verður vart hjá
því komist að segja eitthvað.
„En allt tal um myndlist á samt
að vera til þess að vekja forvitni og
áhuga, frekar en að sundurgreina
og kryfja. Ef listin er lifandi þá er
ekki hægt að kryfja hana, því það er
ekki hægt að kryfja neitt fyrr en
það er dautt.“
Guðmundur sýnir nokkur nýleg
akrýlmálverk í Seli Gallerís
Reykjavíkur að Skólavörðustíg 16.
Opnunin verður klukkan fimm í
dag. Sýningin stendur stutt, því
henni lýkur á laugardaginn kem-
ur. ■
GRÓA OG ALEXANDRA
Þær Alexandra Chernyshova sópransöngkona og Gróa Hreinsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Salnum í Kópavogi klukkan átta í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
EITT MÁLVERKA GUÐMUNDAR
„Leiðsögn um listasafnið“ nefnist þetta málverk Guðmundar Björgvinssonar, sem opnar
sýningu í Seli Gallerís Reykjavíkur í dag klukkan fimm.
Alltof mikið
kjaftæði
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Talar um fornar
birtingarmyndir gyðj-
unnar.