Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 33
Nítján ára piltur, klæddur semmúmínsnáðinn, varð fyrir bif-
reið á þjóðvegi í Noregi og lést
samstundis. Tveir félagar hans
tóku slysið upp á myndbandstöku-
vél.
Svo virðist sem þeir hafi ætlað
sér að vera með einhvers konar
fíflalæti sem lauk með þessum
hörmulega hætti.
Pilturinn gekk einfaldlega upp
á veginn og lagðist þar niður með-
an félagar hans stóðu afsíðis með
vídeótökuvélina.
Ökumanni einnar bifreiðar
tókst með naumindum að beygja
fram hjá. Ökumaður næstu bif-
reiðar var ekki jafn lánsamur.
Honum tókst ekki að stöðva bif-
reið sína í tæka tíð og ók á piltinn
sem lést samstundis.
„Við vitum ekki hvaðan hann
fékk þessa hugmynd, en þegar
hann biður einhvern um að taka
vídeómyndir af sér þá hefur hann
í hyggju að sýna öðrum hvað hann
hefur gert,“ sagði Knut Jahr, tals-
maður norsku lögreglunnar.
Félagar hins látna, 28 ára kona
og 24 ára karl, hafa verið yfir-
heyrð vegna málsins. Öll þrjú
störfuðu þau hjá fyrirtæki í
skemmtanabransanum, sem setur
á svið ýmsar sýningar þar sem
notast er við dýrabúninga.
Fullvíst þykir að ökumaðurinn
verði ekki ákærður. ■
25ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2004
MÚMÍNÁLFUR
Tæplega tvítugur maður, klæddur múmín-
búning, beið bana þegar hann varð fyrir
bifreið þar sem hann lá í makindum á
þjóðvegi í Noregi á sunnudaginn.
Múmínsnáði deyr
SKÓMARKAÐUR
Í GLÆSIBÆ
Ekki láta þennan skómarkað
fram hjá þér fara!
Skór.is og Valmiki S. 693 0996
Opið mánud. - föstud. frá kl. 10.00 - 18.00
laugard. frá kl. 10.00 - 16.00 og sunnud. frá kl. 12.00 - 16.00
ATH! OG ENN
LÆKKAR VER
ÐIÐ
Komdu og gerðu góð kaup
á síðustu dögum markaðarins
Vorum að taka upp sendingu
af flottum leðurstígvélum
á aðeins 4.995!
Ath. allir ART skór á 2.995!
JUDAS PRIEST
Komnir aftur á
náðir útgáfurisans
Sony, sem ætlar að
lífga upp á sölu-
tölur þeirra.
FÓLK Það er greinilegt að poppar-
inn Michael Jackson er farinn að
ókyrrast. Hann hefur nú slitið
samstarfi sínu við tvo aðallög-
fræðinga sína, nokkrum dögum
eftir að Jackson var stefnt í rétt-
arsalinn en hann hafði vonast til
þess að málinu yrði vísað frá.
Jackson er sakaður um að hafa
beitt 12 ára strák kynferðis-
ofbeldi og heldur popparinn
ótrauður fram sakleysi sínu.
Lögfræðingarnir, Benjamin
Brafman og Mark Geragos, sem
Jackson bað sérstaklega um þeg-
ar hann var ákærður á sínum tíma
hafa ekki viljað ljóstra upp um
ástæður þess að samstarfinu sé
lokið.
„Við kusum að draga okkur til
baka,“ sagði Mark Brafman í við-
tali við Reuters. „Það voru mörg
vandamál sem komu upp á milli
okkar, bæði lagaleg og hagnýt...
en það er ekki við hæfi að tala um
þau. Ég óska Michael Jackson alls
hins besta... og ég vona að hann
verði sýknaður.“
Lögfræðingurinn Thomas Mes-
ereau jr. mun taka upp vörn popp-
arans.
Talsmenn Jacksons sögðust
ekki vita af málinu og sögðust
ekkert geta tjáð sig um það. Rétt-
að verður í málinu í lok árs.
Japanski kvikmyndagerðarmað-urinn Akira Kurosawa er senni-
lega þekktastur fyrir stóru epísku
myndirnar frá seinni árum sínum.
Myndir á borð við Ran og
Kagemusha sem eru stútfullar af
mannmörgum bardagasenum með
fallegri myndbyggingu.
Mörgum þykja þó gömlu svart-
hvítu myndirnar hans ekki síðri.
Kvikmyndasafn Íslands hefur ver-
ið að kynna eitthvað af þeim und-
anfarið, og í kvöld verður sýnd í
Bæjarbíói í Hafnarfirði myndin
Tengoku Yo Jigoku eða Barns-
ránið, sem margir þekkja kannski
undir enska heitinu High and Low.
Myndin er gerð árið 1963 og
fjallar um iðnrekandann Kingo
Gondo, sem verður fyrir því óláni
að syni bílstjóra hans er rænt í
misgripum fyrir hans eigin son.
Ræninginn krefst lausnargjalds en
Gondo reynir að losna undan kröf-
unni á þeim forsendum að hann
hafi engar skyldur gagnvart syni
þjóns síns.
Myndin er 143 mínútna löng og
er sýnd með dönskum texta. Hún
verður sýnd aftur á laugardaginn
klukkan 16. ■
■ KVIKMYNDIR
Iðnrekandi
í uppnámi BARNSRÁNIÐMynd eftir Kurosawa verður sýnd í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði klukkan átta í kvöld.
Söngleikurinn Grease gekk fyr-ir fullu húsi í Borgarleik-
húsinu fyrir nokkru síðan enda
uppfullur af bæði skemmtilegum
lögum og eftirminnilegum per-
sónum. Sögusviðið er Bandaríki
sjötta áratugarins þegar ungling-
ar voru farnir að láta meira af sér
kveða en áður í samfélaginu.
Ein stærsta ástæða velgengni
Grease hér á landi er vafalítið sú
að tvær af skærustu poppstjörn-
um Íslands, þau Birgitta Haukdal
og Jónsi í Svörtum fötum, voru
fengnar til að feta í fótspor Johns
Travolta og Oliviu Newton-John.
Þau smellpössuðu í hlutverkin,
enda bæði mjög hress og
skemmtileg auk þess að vera
fínir söngvarar.
Þau skila sínu mjög vel á þess-
ari plötu og sérstaklega er gaman
þegar Jónsi hefur upp raust sína.
Greinilega fínn rokksöngvari. Þó
svo að ég hafi aldrei verið sér-
stakur Grease-aðdáandi hafði ég
bara nokkuð gaman af þessari
plötu. Í uppáhaldi voru Sumarnótt
og Ég vil vera með þér.
Textarnir falla vel að nútíman-
um og eru aldrei hallærislegir.
Gísli Rúnar Jónsson er þar ófeim-
inn við að henda fram vinsælum
enskuslettum eins og tsjilla, kúl
og tens. Kemur það vel út og á
sinn þátt í að gera þessa plötu að
góðri skemmtun.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
GREASE
Úr söngleik
Kúl
sumarnótt
Judas Priest snýr aftur
TÓNLIST Metalsveitin Judas Priest
hefur gert nýjan plötusamning
við Sony Music í Bretlandi sem
tryggir nýjum breiðskífum þeirra
dreifingu um allan heim. Sveitin
gaf áður út undir merkjum fyrir-
tækisins en leitaði á önnur mið
eftir því sem vinsældir sveitar-
innar dvínuðu.
Nú, eftir vaxandi vinsældir
The Darkness, virðist áhuginn
fyrir gömlu metalkempunum
hafa kviknað að nýju í heimaland-
inu og er ný plata á leiðinni.
Sveitin hefur þó aldrei lagt upp
laupana og fær nú annað tækifæri
til þess að skilja eftir sig mark.
Hún er við það að leggja af stað í
tónleikaferðalag um heiminn sem
hefst í Evrópu í júní. Í maí kemur
út safnboxið Metalogy sem gefið
er út af tilefni 30 ára starfsafmæli
sveitarinnar. Tími gítarhetjunnar
er kominn aftur. ■
Skrýtnafréttin
■ Ungur maður í Noregi lét taka upp á
vídeótökuvél þegar hann lagðist út á
þjóðveg í Noregi, klæddur sem
múmínálfur. Fljótlega var ekið yfir hann.
MICHAEL JACKSON
Ekkert getur komið í veg fyrir það að mál
popparans komi fyrir dómara. Hann er því
skiljanlega farinn að ókyrrast.
Jackson skiptir um
lögfræðinga