Fréttablaðið - 27.04.2004, Side 38
30 27. apríl 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Rocky eftir Frode Øverli
RAFSTÖÐVAR
ALL-KEEP
m/DIESLMÓTOR
og rafstarti
2,7 kvA kr. 62.000
3,75 kvA kr. 92.000
5,0 kvA kr. 110.000
5 kvA kr.165.000
8 kvA kr.235.000
m/HONDA MÓTOR
Glæpir geta borgað sig, efmenn láta duga að skrifa um
þá smásögu og senda í glæpasmá-
sagnakeppni Grand Rokks,“ segir
í fréttatilkynningu frá Hinu ís-
lenska glæpafélagi sem stendur
fyrir keppninni ásamt veitinga-
staðnum GrandRokk.
„Þetta er félag þeirra sem hafa
skrifað glæpasögur eða lagt eitt-
hvað af mörkum fyrir þessa bók-
menntagrein,“ segir Kristinn
Kristjánsson kennari, sem er einn
þeirra sem standa fyrir keppninni.
„Tilgangurinn er að viðhalda gerð
glæpasagna hér á landi. Okkar
hlutverk er líka að tilnefna bók til
að keppa um glerlykilinn sem Arn-
aldur hefur verið að fá. Sá lykill
verður afhendur á Íslandi í maí.
Síðan erum við að halda utan um
þessa smásagnakeppni.“
Áhugasamir sem liggja á dul-
arfullu máli og lausn þess í kollin-
um á sér verða að skila inn hand-
ritum sínum til starfsmanna
Grand Rokks fyrir laugardaginn
næsta, 1. maí.
„Það var maður á Spáni sem
vildi þýða íslenskar glæpasögur
til þess að gefa út. Þá kom í ljós að
það er lítið til af smásögum í þess-
um geira. Þess vegna hafði ég
samband við Grand Rokk. Það er
oft þannig að þegar menn eru með
góðar hugmyndir vilja þeir eyða
þeim í langar sögur, með þessu
erum við að reyna að fjölga smá-
sögunum.“
Vegleg verðlaun eru í boði, en
fyrstu verðlaun hljóða upp á 300
þúsund krónur. Óvíst er hvort
sögurnar verði gefnar út en
stefnt er að því að svo verði.
Einnig áskilur Grand Rokk sér
kvikmyndaréttinn á sögunum.
„Höfundar þurfa ekkert að semja
um það ef þeir vilja ekki. Þarna
er bara verið að tala um for-
kaupsréttinn á sögunum. Þá á
Grand Rokk dreymir um að ein-
hvern tímann verði gerðar stutt-
myndir eftir sögunum, ekki heil-
ar bíómyndir. Þeir höfundar sem
ég hef talað við líst bara vel á
þetta,“ segir Kristinn að lokum. ■
Ég stofnaði þetta um áramótin,“segir Jón Kári Hilmarsson um
fyrirtækið sitt, Your Reykjavik
Nightlife Friend. „Eins og er er ég
einn með þetta en fyrirtækið er
hægt og rólega í þróun. Það er
reyndar búið að vera nóg að gera
síðan ég byrjaði.“
Jón Kári segist ekki vera ný-
græðingur í þessari þjónustu því
hann hafi stundað þetta í mörg ár.
„Ég hef mest verið hjá Flugleið-
um og síðan séð um þessi mál hjá
öðrum fyrirtækjum sem ég hef
starfað fyrir en ákvað núna að
fara að taka pening fyrir þetta.“
Kvöldið með Jóni er ekki ókeypis
og rukkar hann 25.000 fyrir kvöld-
ið um helgar, en aðeins minna í
miðri viku. „Í því er innifalin
þjónusta eins leiðsögumanns. Ég
reyni að vera bara með fjóra eða
fimm kúnna í einu en ef fleiri eru
í hópnum fæ ég aðstoðarfólk með
mér. Við aðstoðum fólk við að
finna heitustu staðina. Fyrir okk-
ur er yfirleitt frítt inn og við þurf-
um heldur ekki að bíða í biðröð-
um. Síðan gengur þetta starf bara
út á mannleg samskipti. Ég er að
kynna fólk fyrir hvoru öðru,
brjóta ísinn fyrir þá sem ég er að
starfa fyrir því fólk er misfeim-
ið.“ Hann ítrekar þó að hann sé
ekki að reka fylgdarþjónustu.
„Við erum bara að fá fólk til að
heilsast, kynna fólk og fá það til
að tala saman. Bæði ég og fólkið
sem er að vinna fyrir mig þekkir
mikið af fólki hér í bænum, þetta
er bara eins og að bjóða kúnnun-
um með í vinahópinn.“
Jón segir að flestir kúnnarnir
komi í gegnum netið, fólk sem
vill skipuleggja sig vel, en hann
hafi einnig verið að fá kúnna í
gegnum íslensk fyrirtæki. „Það
eru engir ákveðnir staðir sem ég
fer á, heldur reyni ég að fylgja
tískunni og svo fer þetta svolítið
eftir aldri og áhuga kúnnanna.
Sumir hafa sérstakan áhuga á
tónlist og þá reyni ég að fara með
þá á einhverja tónleika, aðrir
hafa áhuga á að dansa og þá fer
ég með þá á slíka staði. Þó svo að
ég þekki langflesta eigendur af
þessum stöðum passa ég að það
sé ekkert fyrirframdæmi í gangi
og er ekki að velja hvert ég fer út
frá því.“ ■
KRISTINN KRISTJÁNSSON
Nokkrum sögum hefur þegar verið skilað inn og býst Kristinn við nokkrum smásögum til
viðbótar í vikunni.
Samkeppni
GLÆPASAGNAHÖFUNDAR
■ Keppa á Grand Rokk.
Skemmtanalíf
JÓN KÁRI HILMARSSON
■ Hjálpar erlendum ferðamönnum að
finna réttu skemmtistaðina.
JÓN KÁRI HILMARSSON
Fer á pöbbarölt með útlendingum í
vinnunni. Um fyrirtækið má finna
upplýsingar á nightlifefriend.is.
Glæpir borga sig á Grand Rokk
Frítt inn og engar biðraðir
Hvers konar eintómir aumingjar
eru þetta sem maður þekkir??
Ég get hvergi einu sinni fengið
lánaðan fimmtíukall! En ég ætla
að taka þessa gellu þótt ég
þurfi að ræna banka til að
eiga fyrir því!
Taktu valíum, drengur!
Kjaftæði! Ég þarf bara
haglabyssu og nælonsokka-
buxur og þá geri ég það!
Slakaðu á! Það er engin gella
þess virði að tapa sér svona
yfir! Farðu heim í kalda sturtu
og hættu að pæla í þessu!
Þú hefur rétt fyrir þér eins
og venjulega! Ég veit ekki
hvar ég væri án þín!
Ekkert mál! Og komdu
þér svo út!
HVAR ER SJÓNVARPIÐ MITT??
Hrósið
... fær Siv Friðleifsdóttir fyrir
að gleyma ekki gildi endurnýt-
ingarinnar.