Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 6
6 2. maí 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Hversu margar þjóðir gengu í Evrópu-sambandið í gær? 2Hvaða frægi sænski knattspyrnumað-ur hefur ákveðið að leika með lands- liðinu á nýjan leik? 3Hvaða bandaríska sjónvarpsstöðsýndi fyrst myndir af pyntingum á íröskum föngum? Svörin eru á bls. 34 Steingrímur J. Sérhagsmunir Íslands myndu týnast EVRÓPA „Innganga 10 þjóða í Evrópusamband- ið nú breytir engu um sérstöðu og hagsmuni okkar Íslendinga,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna. Hann telur vissulega mega færa rök fyrir því að við verðum enn ein- angraðri en bendir á að mörg óleyst vandamál tengist stækkuninni. „Það er verið að draga úr áhrifum smærri ríkja og framkvæma breyting- ar sem gera sambandið að ýmsu leyti meira frá- hrindandi en það var. Það er stærra bákn og sér- hagsmunir Íslands munu týnast þar enn frekar en áður. Mitt mat á stöðunni er því óbreytt. Við eigum að rækta góð tengsl við önnur Evrópuríki á öðr- um grunni en þeim að ganga í Evrópusam- bandið. Þau mál eru í ágætis horfi og það er ekkert sem kallar á óða- got í þeim efnum,“ segir Steingrímur. ■ Össur Skarphéðinsson: Glaður fyrir hönd álfunnar EVRÓPA „Ég er glaður fyrir hönd þeirra ríkja sem eru að ganga inn í Evrópusambandið og fyrir hönd álf- unnar,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar. Hann álítur stækkun sambands- ins draga úr líkum á átökum eins og þeim sem hafa einkennt sögu álf- unnar og auka hagsæld í Evrópu allri. Kvíðir því hins vegar að hún ýti Íslendingum út á jaðar Evrópu og dragi úr möguleikum okkar til að standast samkeppni. Niðurstaða hans á þessum tímamótum er því sú að við eigum að taka ákvörðun um að sækja um aðild að sambandinu í fullri alvöru og freista inngöngu. „Íslendingar hafa alltaf náð öfl- ugri samstöðu með öðrum smáríkj- um og innan sambandsins myndum við vinna í nánu samráði við önnur Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Samanlagt hafa þau meira vægi en stærstu ríki Evrópu,“ segir Össur. ■ Vonast ekki eftir kraftaverki Um tvö þúsund Pólverjar eru búsettir hér á landi. Fréttablaðið ræddi við Szymon Kuran, fiðlu- leikara og tónskáld, og spurði um skoðanir hans á inngöngu Póllands í Evrópusambandið. EVRÓPA Szymon Kuran, sem er fæddur í Póllandi en hefur ís- lenskan ríkisborgararétt, vonar að inngangan í ESB verði góð reynsla fyrir Pólland. „Ég hef voða lítið talað við Pól- verja sem búa á Íslandi. Ég held að það sé langbest að bíða í smá stund og sjá til hvernig þetta verður í raunveruleikanum,“ seg- ir Szymon. „Ég held samt að þetta hafi verið nauðsynlegt miðað við hvernig þróunin hefur verið í Evr- ópu og í heiminum.“ Foreldrar Szymons búa í Pól- landi eins og systir hans. „Ég held að fjölskylda mín sé dálítið tortryggin gagnvart þessu,“ segir Szymon. „En ég held að þau hafi svipaðar skoðanir og ég. Þau ætla að bíða og sjá til en vonast ekki eftir neinu krafta- verki.“ Að sögn Szymons hefur margt gott og margt slæmt gerst í Pól- landi eftir fall kommúnismans fyrir hálfum öðrum áratug. „Í grófum dráttum má segja að þjóð- félagið skiptist í tvo flokka. Ann- ars vegar er það fólk sem á allt og er áhrifamikið og hins vegar er þarna fólk sem er fátækt. Fólkið sem tilheyrir þeirri stétt er frekar tortryggið. Á milli þessara stétta kemur svo stórt gat og er milli- stéttin hverfandi í Póllandi,“ segir hann. Szymon játar að atvinnu- leysi hafi farið versnandi í land- inu en Pólverjar vonist að sjálf- sögðu til að það breytist með inn- göngunni í ESB. Szymon heimsótti fjölskyldu sína í Póllandi síðast í desember en heimsækir hana líklega aftur í sumar. Þá mun hann væntanlega sjá með berum augum hvernig ástandið verður og hvort eitthvað hafi breyst. Mikil fagnaðarlæti voru í Var- sjá, höfuðborg Póllands, í gær til að fagna áfanganum og voru göt- urnar yfirfullar af fólki. „Nýr kafli í sögu Póllands er að hefj- ast,“ sagði Aleksander Kwasni- ewski, forseti Póllands, himinlif- andi. Eitthvað var þó um mót- mæli, sem og í öðrum aðildar- ríkjum. Óttast mótmælendur að með inngöngunni sé Pólland að gefa eftir fullveldi sitt, aðeins fimmtán árum eftir að þjóðin losnaði undan stjórn Sovétríkj- anna. Einnig eru uppi áhyggjur um að verðlag í landinu eigi eftir að hækka upp úr öllu valdi og að vestræn ríki muni nú hefja inn- reið sína í samfélagið og auka samkeppni gífurlega. freyr@frettabladid.is SIGFÚS BJARTMARSSON SKÁLD Fylgist með fögnuði Eista. Gleði hjá Eistum: Rifja upp söngva- byltinguna EVRÓPA Sigfús Bjartmarsson skáld er staddur í Eistlandi, einu hinna nýju Evrópusambandslanda. „Það er létt yfir fólki hér,“ sagði hann þar sem hann sat við ritstörf í hótelherbergi skammt frá miðborg Tallinar. Sem dæmi nefndi hann að í nálægum garði væri eistneskt band að flytja göm- ul Júróvisjonlög. Sumt væri þó greinilega af diski. „Menn hafa æft vel Waterloo, Olsenbræðralagið og fleiri norræn og þýsk lög. Eistar eru vinir vina sinna.“ Í fyrrakvöld segir hann menn hafa verið með áramótablístrur og grímur að skemmta sér en að- algleðin átti þó að vera í gær- kvöldi meðal annars í stórum garði í útjaðri borgarinnar. Fyrir því er hefð á stórum stundum eins og Sigfús lýsir. „Þegar Eistar voru að berjast fyrir sjálfstæði sínu söfnuðust þeir þar saman sexhundruð þús- und talsins og sungu þjóðlega söngva. Þeir kalla það söngvabylt- inguna. Þetta ætla þeir eitthvað að rifja upp. Þorri þjóðarinnar gerir sér vonir um að inngangan í bandalagið verði henni til góðs en gleðin er blandin hjá öðrum.“ ■ UNDIR REGNHLÍF ESB Ung kona brosir undir regnhlíf Evrópusambandsins í pólsku borginni Slubice, sem er við landamæri Þýskalands. Pólland er eitt tíu landa sem gekk í Evrópusambandið í fyrrakvöld. SZYMON KURAN Szymon telur að nauðsynlegt hafi verið fyrir Pólland að ganga í Evrópusambandið. AP /M YN D STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Eigum að rækta góð tengsl við önnur ríki án þess að ganga í Evr- ópusambandið.“ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Eigum að sækja um aðild í fullri alvöru.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.