Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 32
20 2. maí 2004 SUNNUDAGUR Versta vinna lífs míns Hvert er versta starfið sem þú hefur unnið? Flestöll eigum við slæmar minningar frá grautfúlum störfum sem við hreinlega urðum að vinna til að eiga fyrir salti í grautinn. Eflaust hafa fæstir áhuga á að rifja þau upp en Fréttablaðinu tókst engu að síður að fá fimm kunna einstaklinga til að deila með sér þessari erfiðu lífsreynslu sem vafalítið gerði þá að sterkari manneskjum, eða hvað? Á mínum unglingsárum þá vann ég á sumrin við gömlu virkjanirn- ar við Sogið. Ég man að ég þurfti að skúra og hreinsa klósett og annað. Það er nú kannski það leið- inlegasta sem ég hef upplifað en jafnframt var það mjög góður skóli fyrir mig. Maður lærði það að öll störf skipta máli og það þarf vissa auðmýkt í öllum störfum. Maður veit þá hvað aðrir eru að gera þegar maður er að hugsa til baka. Mér leið ekki alltof vel en reyndi bara að horfa jákvætt á hlutina og hugsa um alla þá sem þurftu að sinna svipuðu starfi og eftir á að hyggja er ég er sann- færður um það að þetta var ágæt- is lexía á þeim tíma. Ég hef nú lært margar lexíurnar síðan, gert margar vitleysur og lært af reynslunni og það hefur vonandi safnast saman til að gera mann að hæfari einstaklingi þó að manni hafi fundist þetta alveg ferlegt akkúrat á þeim tímapunkti sem maður var settur í það. Auðvitað kom það upp í hugann að það eina rétta væri að hlaupa frá þessu öllu en maður beit á jaxlinn.“ ■ Sindri Páll Kjartansson dagskrárgerðarmaður: Rekinn sem pitsusendill Ég hef verið í ýmsum störfum en kannski einna leiðinlegasta vinn- an sem ég hef verið í var að vera pitsusendill, af því að ég fíla svo illa FM-hnakkastemninguna. Það er líka eina starfið sem ég hef verið rekinn úr. Það var hringt í mig um morgun og ég beðinn um að koma í vinnu eftir klukkutíma. Ég sofnaði aftur en vaknaði um þrjú og þá mundi ég ekki neitt. En mundi svo allt í einu eftir þessu löngu síðar, hringdi upp eftir og þá varð allt brjálað og mér var sagt að fara til andskotans. Einu sinni var ég sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu og það var ekkert alltaf voða mikið að gera, sem var stundum svolítið næs. Maður var bara á vakt og þá var maður oft látinn í rosalega vitlaus verkefni. Gólfið á sviðinu er svart en það er ekki svart hinum megin, sko undir því. Þannig að ég var látinn mála það svart undir gólfinu. Þetta var til að finna eitthvað fyrir okkur að gera því það var eitthvað rólegt vor. Það er alltaf leiðinlegt að vinna svona til- gangslaus störf. Ég er náttúrlega með blett á sálinni eftir þetta og ekkert rosalega heill. Þessi klisja um að það sem drepi mann ekki styrki mann er bara rugl. Ég á mjög erfitt með að feisa heiminn eftir þetta.“ ■ Þó ég meti nú unglingavinnuna mikils í seinni tíð, alla vega fyrir börnin mín, þá verð ég að játa að mér leiddist hrikalega að reyta arfa sumarlangt í blóma lífsins. Svo dettur mér líka í hug sumarið ‘76 þegar ég var að vinna á sænsku sjúkrahúsi. Fyrsta vikan mín þar var alveg hræðileg þegar ég var að komast inn í málið og setja mig inn í hlutina. Þá var ég sett í að skræla kartöflur daginn langan í eldhúsinu. Það fannst mér ekki gaman og ég vorkenndi mér voðalega mikið. Svo hækkaði ég um tign og þetta varð eitthvert skemmtilegasta sumar lífs míns. Raunar var svipað upp á teng- ingnum þegar ég fór sumarlangt til Noregs að vinna við garðyrkju- störf. Þá var ógurlega hlýtt og sól- ríkt og var ég sett í að setja agúrkur í plastpoka inni í sjóð- heitum skúr. Það var einhvern veginn ekki eins og ég hafði ekki ímyndað mér að vinna við garð- yrkju í Noregi. Ég hafði frekar séð mig fyrir mér á bikiníinu að tína jarðarber. En þetta var góð reynsla og fínt í sarpinn. Að prófa eitthvað leiðinlegt er mjög gott veganesti því þá hefur maður samanburðinn.“ ■ Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar Reykjavíkur: Reytti arfa í blóma lífsins Eggert Magnússon, formaður KSÍ: Beit á jaxlinn ARFI Hrefnu Haraldsdóttur leiddist hrika- lega mikið að þurfa að reyta arfa sumarlangt í unglingavinnunni. PIZZA Sindri Páll Kjartansson var rekinn sem pitsusendill fyrir að mæta ekki í vinnuna. Þetta var í fyrsta og eina sinn sem hann hefur verið rekinn úr starfi. KLÓSETT Eggert Magnússon þurfti að sýna mikla auðmýkt þegar hann þreif klósettin við gömlu virkjarnirnar við Sogið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.