Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 41

Fréttablaðið - 02.05.2004, Síða 41
Minnesota vann sitt fyrsta einvíg í NBA: Garnett loksins áfram KÖRFUBOLTI Eftir að hafa dottið út úr fyrstu umferð úrslitakeppn- innar síðustu sjö árin og aldrei tekist að vinna einvígi í úrslita- keppninni tókst Kevin Garnett og félögum hans í Minnesota Timberwolves loksins að komast áfram í aðra umferð þegar þeir unnu Denver Nuggets, 102-91, í fimmta leik liðanna í átta liða úr- slitum vesturdeildarinnar. Liðið vann einvígið þar með 4-1. Minn- esota hafði tapað 22 af 29 fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppninni og Garnett hafði spilað þá alla. „Ég gafst aldrei upp og ég hætti aldrei,“ sagði Garnett sem tók sjálfur á sig mikla gagnrýni í hrakförum liðsins í úrslita- keppninni. Í einvíginu við Denver réð enginn við kappann sem skor- aði 25,8 stig, tók 14,8 fráköst og gaf 7,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm. Garnett hefur fengið góða hjálp í vetur frá þeim Sam Cassell og Latrell Sprewell sem hafa fært liðinu nauðsynlega reynslu og saman skoruðu þeir félagar 73 stig í fimmta leiknum, Garnett 28, Casell 26 og Sprewell 19. Minnesota mætir Sacramento í næstu umferð en Kings slógu Jón Arnór Stefánsson og félaga hans út 4-1. Fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvöldið. Í hinum undanúrslitunum mætast lið San Antonio og LA Lakers. ■ 29SUNNUDAGUR 2. maí 2004 FÓTBOLTI Enn skýrari mynd komst á topp- og botnbaráttu ensku úrvals- deildarinnar eftir leiki gærdagsins. Chelsea náði þá fjögurra stiga forskot á Manchester United í baráttunni um annað sætið og 1–0 sigur Manchester City á Newcastle, felldi Leicster og Wolves (eiga óraunhæfa tölfræðilega möguleika) og gerði stöðu Leeds afar erfiða. Manchester City vann rosalega mikilvægan heimsigur á Newcastle og stigin þrjú sem Paolo Wanchope tryggði með eina marki leiksins fara langt með að bjarga liðinu frá falli. Leeds, sem á leik í dag, er nú sex stigum á eftir City og með mun verri markatölu. Leeds þarf því mörg hagstæð úrslit svo liðið falli ekki líkt og Leicester og Wolves gerðu í gær en sigur City gerði vonir þeirra að engu þrátt fyrir að Wolves hafi unnið Everton, 2–1, og Leicester gert 2–2 jafntefli við Charlton. Chelsea vann 4–0 stórsigur á Southampton þar sem Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og lagði meðal annars upp síðasta markið fyrir Glenn Johnson. Frank Lampard skoraði tvö mörk í leiknum. Á sama tíma tapaði Manchester United sínum öðrum leik í röð, þetta var þriðja tapið í síðustu fjórum leikjum liðsins og það níunda á tímabilinu. Chelsea er með 2. sætið nánast tryggt því nú hefur Chelsea fjögurra stiga forskot á Man. United þegar aðeins tveir leikir eru eftir en liðin berjast um að komast beint inn í meistara- deildina. Hinn ungi Jon Stead tryggði Blackburn sigurinn hans þriðja sigurmark í síðustu fjórum leikjum og hefur þessi stóri og skemmtilegi leikmaður með þeim komið Blackburn úr allri fallhættu. Baráttan um fjórða sætið heldur áfram en tap Newcastle í gær gefur Liverpool og Aston Villa tækifæri á að bæta stöðu sína í leikjum liðanna í dag. Fulham og Charlton gerðu bæði jafntefli og hafa ekki mikla möguleika á þessu eftirsótta sæti sem kemur liðum inn í meistara- deild Evrópu. ■ ÚRSLIT Í GÆR Arsenal – Birmingham 0–0 Blackburn – Man Utd 1–0 1–0 Stead (85.). Charlton – Leicester 2–2 0–1 Bent (5.), 1–1 Fortunhe (53.), 2–1 Di Canio víti (76.), 2–2 Ferdinand (88.). Chelsea – Southampton 4–0 1–0 Sjálfsmark (59.), 2–0 Lampard (75.), 3–0 Lampard (83.), 4–0 Johnson (85.). Man. City – Newcastle 1–0 1–0 Wanchope (59.). Portsmouth – Fulham 1–1 1–0 Ayegbini (80.), 1–1 McBride (85.). Wolves – Everton 2–1 0–1 Osman (3.), 1–1 Camara (55.), 2–1 Cort (84.). LEIKIR Í DAG Bolton – Leeds Aston Villa – Tottenham Liverpool – Middlesbrough Staðan L U J T Mörk Stig Arsenal 35 24 11 0 69:24 83 ––––––––––––––––––––––––––––––– Chelsea 36 23 6 7 65:29 75 Man. Utd. 36 22 5 9 61:34 71 Liverpool 35 14 11 10 49-36 53 ––––––––––––––––––––––––––––––– Newcastle 35 13 14 8 47-35 53 Aston Villa 35 14 10 11 46:41 52 Fulham 36 13 10 13 50:45 49 Charlton 36 13 10 13 46:47 49 Birmingh. 36 12 13 11 42:44 49 Bolton 35 12 11 12 42:52 47 Southamp. 35 12 9 14 39:39 45 Middlesbr. 35 12 9 14 41-44 45 Blackburn 36 12 7 17 50:57 43 Portsm. 35 11 8 16 40:49 41 Everton 36 9 12 15 43:50 39 Tottenham 35 11 6 18 44:56 39 Man. City 36 8 14 14 49:51 38 ––––––––––––––––––––––––––––––– Leeds 35 8 8 19 36:71 32 Wolves 36 7 11 18 37:74 32 Leicester 36 5 15 16 44:62 30 FÓTBOLTI Arsene Wenger sagði eftir markalaust jafntefli Arsenal gegn Birmingham að þrátt fyrir að Martin Keown hafi ekki spilað marga leiki með liðinu í vetur þá eiga hann mikinn þátt í titlinum. Wenger skipti Keown inn undir lokin en þessi 37 ára varnarmaður þarf að spila alla þrjá leiki liðsins sem eftir eru til þess að fá verð- launapening en leikmenn verða að spila 10 leiki fyrir sín lið. Kolo Toure sló Keown út úr liðinu en Wenger þakkar Keown fyrir framlög sín í búningsklefanum. „Martin hefur verið frábær leik- maður fyrir Arsenal og allir í lið- inu vilja að hann nái þessum tíu leikjum og fái pening. Hann hefur kannski ekki verið mikið með inn á vellinum en í búningsklefanum hefur hann verið liðinu afar dýr- mætur,“ sagði Wenger um Kewon, sem hefur leikið með Arsenal síðustu 11 ár og orðið þrisvar sinnum meistari með liðinu. ■ Arsene Wenger skipti Martin Keown inn á í lokin: Keown á þátt í titlinum HANDBOLTI Nú er orðið ljóst hvenær leikir íslenska hand- boltalandsliðsins fara fram á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst en fyrsti leikur íslensku strák- anna er gegn heimsmeisturum Króata laugardaginn 14. ágúst. Það er því ljóst að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og lærisveinar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta leik á þessu sterka móti. Leikir íslenska liðsins eru á tveggja daga fresti og síðasti leik- urinn er gegn hinu geysisterka liði Rússa (22.8.). Í millitíðinni kemur íslenska landsliðið til með að spila tvo morgunleiki, klukkan 9.30 að íslenskum tíma gegn Slóvenum (18.8.) og klukkan 7.30 gegn Kóreubúum (20.8.) og í há- deginu gegn Spánverjum (16.8.). Það er því ljóst að leikir ís- lenska liðsins gætu haft töluverð áhrif á vinnustaði landsins því búast má við því að margir vilji horfa á íslensku strákana sem eru staðráðnir í að bæta fyrir slakt gengi á Evrópumótinu í Sló- veníu. ■ FJÖGUR MÖRK OG FJÖGURRA STIGA FORUSTA Á MANCHESTER UNITED Leikmenn Chelsea, með Eið Smára Guðjohnsen, fagna hér einu af fjórum mörkum sínum gegn Southampton í gær. HEIMSMEISTARANIR Í FYRSTA LEIK Fyrsti leikur íslenska handboltalandsliðsins á ÓL í Aþenu er gegn heimsmeisturum Króata. Hin litríki Vlado Sola verður örugglega í markinu. Leikir íslenska handboltalandsliðsins á ÓL í Aþenu: Fyrsti leikur gegn heimsmeisturunum Enn tap hjá United Leicester er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og Wolves á aðeins óraunhæfa tölfræðilega möguleika um að bjarga sæti sínu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.