Fréttablaðið - 04.06.2004, Page 13

Fréttablaðið - 04.06.2004, Page 13
13FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 ■ ASÍA G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 6 5 4 4 Olíukostnaður: Fimm millj- arða hækkun EFNAHAGSMÁL Haldist olíuverð óbreytt út árið má búast við að olíureikningur þjóðarinnar hækki um allt að þriðjung frá síðasta ári eða um fimm milljarða króna, að því er kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. Hækkunin kemur sérstaklega illa við sjávarútvegsfyrirtæki sem að undanförnu hafa glímt við lágt fiskverð og hátt gengi krónunnar. „Olíukostnaður er stór rekstrar- liður hjá sjávarútvegsfyrirtækjum en hlutfall fiskiskipa í heildarolíu- notkun Íslendinga hefur verið rúmlega 40 prósent undanfarin ár,“ segir í fréttabréfinu. ■ GYÐJA LÝÐRÆÐISINS Búist er við að tugþúsundir íbúa Hong Kong komi saman í dag til að minnast þeirra sem létust þegar kínverski herinn réðst á mótmælendur á Torgi hins himneska friðar fyrir fimmtán árum. GENF, AP Hungursneyð getur orðið hundruðum þúsunda að bana í vesturhluta Súdans á næstu mán- uðum ef ekkert er að gert, segja yfirmenn Neyðaraðstoðar Sam- einuðu þjóðanna í Súdan. Jafnvel þó allt fari á besta veg verður ástandið skelfilegt, segja þeir. „Sama hvað við gerum mun fjöldi manna deyja,“ sagði Andrew S. Natsios, stjórnandi Alþjóðaþróunarstofnunarinnar bandarísku. „Spurningin er hvað við getum gert til að draga úr þjáningunum.“ „Við viðurkennum að við erum seint á ferðinni,“ sagði Jan Egeland, stjórnandi Neyðarað- stoðarinnar, þegar stofnunin kall- aði eftir andvirði um sautján milljarða króna til að bregðast við neyðarástandi í vesturhluta Súd- ans. Herferð stjórnvalda og víga- sveita sem tengjast þeim gegn þeldökkum íbúum svæðisins und- anfarið ár hefur orðið til þess að rúmlega milljón manns hefur hrakist frá heimilum sínum. Þús- undir hafa látist í borgarastríði sem geisar á þessum slóðum. ■ EFTIR ÁRÁS Í BAGDAD Sporna verður gegn ofbeldi og byggja upp stofnanir til að binda endi á hernám Íraks, segir nýr forseti. Hryðjuverkaárásir: Lengja hernámið LÍBANON, AP Hryðjuverkaárásir og átök í Írak tefja hernám í landinu á langinn, sagði Ghazi al-Yawer, forseti Íraks, í viðtali við líbanskt dagblað og hvatti landsmenn til að sameinast gegn ofbeldisverkum. Hryðjuverkaárásir og bardag- ar verða til þess að hindra „frels- un sálarlífs okkar og uppbygg- ingu fullveldis og fulls sjálfstæðis okkar,“ sagði al-Yawer, sem hefur verið gagnrýninn á hernámið í Írak. Hann var útnefndur forseti Íraks þar til eftir þingkosningar á næsta ári þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjastjórnar. ■ SEX ÞJÓÐA VIÐRÆÐUR Viðræður sex þjóða um kjarnorkuvopna- áætlun stjórnar Norður-Kóreu hefjast á ný í Peking 23. júní. Þar leitast bæði Kóreuríkin, Banda- ríkin, Kína, Rússland og Japan við að finna lausn í deilunni um áform Norður-Kóreumanna. GLÆPAFORINGI TEKINN AF LÍFI Nam Cam, alræmdur mafíu- foringi, og fjórir félagar hans voru teknir af lífi í víetnömsku fangelsi. Þeir voru meðal 155 sakborninga í stærstu réttar- höldum í sögu landsins eftir að stjórnvöld réðust gegn spillingu og glæpum. Margir lögreglu- og embættismenn voru ákærðir. M YN D A P RÚSTIR MARKAÐAR Stjórnarhermenn og vígasveitir sem þeim tengjast hafa ráðist gegn þeldökkum íbúum í Darfur þar sem arabar ráða mestu. Hætta á að hundruð þúsunda látist í Súdan: Neyðin hvergi meiri M YN D A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.