Fréttablaðið - 04.06.2004, Side 21

Fréttablaðið - 04.06.2004, Side 21
21FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 PAKISTAN, AP Utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans ákváðu í símtali að ræðast ekki við í gegn- um fjölmiðla eins og áður heldur tala persónulega saman um þau málefni sem snerta löndin, segir í yfirlýsingu pakistanskra yfirvalda. Friðarviðræður milli landanna hafa staðið frá því í febrúar. Þeim miðar vel og verða tveir friðarvið- ræðufundir síðar í mánuðinum í Nýju-Delí. Helsta baráttumál þjóð- anna er yfirráð yfir Kasmír-héraði en bæði löndin telja það til síns lands. Af þremur stríðum sem löndin hafa háð frá því þau fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1947 hafa tvö snúist um héraðið. ■ TÓKÝÓ, AP Ellefu ára stúlka sem myrti tólf ára bekkjarsystur sína með því að skera hana á háls segist hafa skipulagt morðið í nokkra daga. Hún hóf undirbúninginn þeg- ar fórnarlambið skrifaði móðgandi skilaboð á heimasíðu morðingjans. Hugmyndina að morðinu er stúlkan sögð hafa fengið þegar hún horfði á sakamálaþátt í sjónvarp- inu. Hún leiddi bekkjarsystur sína inn í yfirgefna skólastofu, skar hana á háls og risti hendur hennar og skildi hana að því loknu eftir til að blæða út. ■ TRJÁBÚTUR VELDUR USLA Lestarstöðin í Busan í Suður-Kóreu var rýmd eftir að menn töldu sig finna sprengiefni þar. Öryggisverðir og sprengju- sérfræðingar flýttu sér á staðinn. Þá kom í ljós að meint dínamít var trjábútur. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 2 2 9 4 / sia .is Tröppur, pallar, skjólveggir, handri› og anna› úr vi›i flarf reglulega á gó›ri vörn a› halda. Í verslunum okkar um allt land fær› flú faglega rá›gjöf um val á vi›arvörn og lei›beiningar um allt sem l‡tur a› me›fer› og vinnu. Líttu vi› og láttu okkur a›sto›a flig. Vi› stöndum okkur í vörninni Reykjavík Hafnarfir›i Akranesi Patreksfir›i Ísafir›i Akureyri Rey›arfir›i Höfn Vestmannaeyjum Selfossi Útvarpsréttarnefnd getur vikið frá skilyrðum 4. mgr. ef um er að ræða leyfi til svæðisbund- ins hljóðvarps. 2. gr. Við 1. mgr. 8. gr. samkeppn- islaga, nr. 8/1993, bætast sex nýir málsliðir, svohljóðandi: Sam- keppnisstofnun skal láta út- varpsréttarnefnd í té álit skv. 5. mgr. 6. gr. útvarpslaga. Telji Samkeppnisstofnun að fyrirtæki kunni að vera í markaðsráðandi stöðu skal hún birta því greinar- gerð um málið sem nefnist frum- athugun. Skal þar lýst helstu staðreyndum máls, meginskýr- ingum Samkeppnisstofnunar og helstu niðurstöðum. Aðila skal veittur hæfilegur frestur til and- mæla og skriflegra athugasemda og til að koma að gögnum. Að öðru leyti gilda ákvæði stjórn- sýslulaga, nr. 37/1993, um álits- gjöf Samkeppnisstofnunar. Niðurstaða Samkeppnisstofnun- ar sætir kæru til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála skv. 9. gr. laga þessara. 3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða. Útvarpsréttarnefnd skal vera heimilt að framlengja útvarps- leyfi sem falla úr gildi innan tveggja ára frá gildistöku laga þessara, jafnvel þótt leyfishafi uppfylli ekki skilyrði 1. gr. laganna, þó aldrei lengur en til 1. júní 2006. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA ÍBÚAR Í BÆNUM GAH Milljónir manna vona að Singh Indlands- forseti og Musharraf, forseti Pakistans, sem fæddur er í Indlandi, nái að aflétta þeirri ógn sem steðjað hefur að íbúum landanna og aukist síðustu ár með tilkomu kjarn- orkuvopna. Indland og Pakistan ræða um kjarnorku og Kasmír: Friðarviðræður MORÐSTAÐURINN RANNSAKAÐUR Japanar eru felmtri slegnir eftir morðið. Ellefu ára morðingi: Morðið var skipulagt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.