Fréttablaðið - 04.06.2004, Síða 48

Fréttablaðið - 04.06.2004, Síða 48
Hitabylgja mun ganga yfirskemmtistaðinn Nasa í sumar, en í kvöld hefst Heatwave 2004, röð kvölda þar sem áhersla verður lögð á kvenkyns plötusnúða víðsvegar úr heiminum. Núna á fyrsta kvöldinu mætir breski plötusnúðurinn Nadia Aasili sem kallar sig DJ She-Devil. Hún seg- ist hafa starfað sem plötusnúður í tvö ár, þrátt fyrir að hafa haft áhuga á tónlist eins lengi og hún man eftir. „Ég fékk virkilegan áhuga á því að þeyta skífum þegar ég var í skóla. Í kringum mig voru þá alltaf fullt af strákum sem sögðu að stelpur gætu ekki verið plötusnúðar! Sjáið mig núna, ég er ein af heitustu kvenkyns plötusnúðunum í London.“ Nadia hefur unnið með öðrum plötusnúðum eins og Whoo Kid í 50 Cents’ G Unit, Aktive í Music Soul Child og með Draumaliði BBC Radio 1. Nú spilar hún mest á Bouji’s, vinsælum klúbb í Suður-Kensington, London. Hún verð- ur ekki ein á Nasa í kvöld, því ásamt henni munu Dj The T.H.A.D frá Bret- landi mæta á svæðið, ásamt Mo’Boys, fyrstu R&B söngsveitinni á Íslandi. Von er á fleiri konum til að koma á réttu stemningunni með tónlist á Heatwave 2004. Reiknað er með að Dj Shortee, frá Atlanta, sem stund- um hefur verið kölluð besti kven- kyns plötusnúður heims komi í byrjun júlí. ■ 4. júní 2004 FÖSTUDAGUR ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST Nýr kostur í förðunarnámi hefst í næstu viku.!!! Leitið upplýsinga í síma 551-1080 eða makeupforever.is 95 klst. hnitmiðað nám MASKARI SEM LENGIR AUGNHÁR OG STYRKIR MEÐ CERAMIDE R Sterkari augnhár, 60% lengri. NÝR Útsölustaðir Apótekarinn Akureyri Hagkaup Kringlunni Hagkaup Skeifunni Hagkaup Smáralind Lyf & heilsa Austurstræti Lyf & heilsa Austurveri Lyf & heilsa Keflavík Lyf & heilsa Kringlunni Lyfja Laugavegi Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Sérlega styrkjandi maskari með Ceramide R djúpnæringu. Augnhárin sýnast lengri þökk sé náttúrulegum þráðum í bursta. Þekur vel, djúpur litur. Klístrar ekki. bursti 1 bursti 2 Nýr bursti - einkaleyfi L’Oréal Hitabylgja á Nasa Gítarsnillingurinn EricClapton er maðurinn á bak við þriggja daga gítarhátíð sem haldin verður í Dallas um helg- ina. Allur ágóði mun renna til eiturlyfja- og áfengismeðferðar- stofnunar sem Clapton stofnaði á eyjunni Antiqua í Karabía- hafinu árið 1997. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru gítarhetjur á borð við B.B. King, Carlos Santana, Jeff Beck, Buddy Guy, Robert Cray og J.J. Cale. Clapton, sem er 59 ára, náði sjálfur að yfirstíga vímuefnavanda sinn á áttunda áratugnum og vill nú ólmur styðja við bakið á þeim sem eiga við sama vanda að stríða. ■ ERIC CLAPTON Átti við vímuefnavandamál að stríða á áttunda áratugnum en hefur náð að losa sig undan þeim. Clapton safnar gítarhetjum saman DJ SHE-DEVIL Hefur Heatwave 2004 á Nasa í kvöld. Á Heatwave verður lögð áhersla á kvenkyns plötusnúða. BRITNEY Í DUBLIN Söngkonan Britney Spears er um þessar mundir stödd á tónleikaferðalagi um Evrópu. Hér sýnir hún góða takta á tónleikum í Dublin á Írlandi. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.