Fréttablaðið - 04.06.2004, Side 55

Fréttablaðið - 04.06.2004, Side 55
43FÖSTUDAGUR 4. júní 2004 ■ FÓLK Í FRÉTTUM Við höfum tekið þátt í Al-heimstvímenningnum und- anfarin ár og erum nú að efla veg þessa móts hérlendis,“ segir Matthías Þorvaldsson, varafor- seti Bridgesambands Íslands, en tvímenningurinn hefst í kvöld. Mótið sem um ræðir er stórt í sniðum. Það eru 12 þúsund spil- arar frá 50 löndum sem taka þátt en öll pörin sem skrá sig til leiks fá í hendur sömu spilin og út- reikningar fara fram á netinu þegar mótinu er lokið. „Hér á landi hafa um 100 manns tekið þátt á ári hverju og við höfum yfirleitt náð pari inn á topp hundrað á heimsvísu en við bíð- um alltaf eftir að detta inn í topp tíu. Við stólum á að einhver nái rosa skori nú í ár því það getur gerst hvenær og hvar sem er.“ Hér á landi fer keppnin fram á þremur stöðum, Akureyri, Hornafirði og í Reykjavík. „Það taka allar gerðir af spilurum þátt í þessu, reyndir sem óreyndir og auðvitað eru allir velkomnir. Þetta er nefnilega ekki bara gert fyrir bestu spilarana heldur er þetta tæki- færi fyrir fólk að koma saman og spila,“ segir Matthías og bæt- ir því við að spilararnir séu á öll- um aldri og að íþróttin sé ekki síður skemmtileg fyrir þá sem yngri eru. Fyrra mótið hefst í kvöld klukkan 19 en það seinna á morgun klukkan 13, ekki er nauðsynlegt fyrir pörin að taka þátt í báðum mótunum. ■ Lárétt: 1 seppa, 5 aftur, 6 fer á sjó, 7 sólguð, 8 grýtt svæði, 9 viðræður, 10 gat, 12 eins um b, 13 efni í bakstur, 15 bardagi, 16 yf- irstétt, 18 neglur rándýra. Lóðrétt: 1 aðalsmenn, 2 dvelja, 3 ónefndur, 4 róg- beri, 6 skolla, 8 mánuður, 11 taflmaður, 14 kveikur, 17 tveir eins. Enn bíður þjóðin í nokkurrióvissu um hvað gerist næst. Það er búið að spá og spekúlera svo mikið að það kemur fólki helst á óvart að í gær, daginn eftir þessi stórmerkilegu póli- tísku tíðindi að forseti hafi í fyrsta sinn neitað að skrifa undir lög, hafi sólin bara skinið eins og ekkert sé, búðir hafi verið opnar og að lífið hafi haldið áfram sinn vanagang. Ritstjórar Morgun- blaðsins virðast þó hafa átt svo- lítið erfitt með yfirlýsta stefnu sína um að beint lýðræði eigi að þróast hér á landi. Eftir nokkrar ritstjórnargreinar, sem hafa fjallað um að þingið eigi loka- orðið, kom loksins grein um að fólkið í landinu eigi lokaorðið. Þó niðurstaðan sé þeim ásættanleg, virðist aðferðin um að svo yrði, ekki vera það. Að minnsta kosti segir í leiðaranum að forsetinn þurfi ekki og eigi ekki að vera milliliður í slíkri lýðræðisþróun. Kvikmyndagerðarkonan ErlaB. Skúladóttir, sem hefur sóp- að að sér verðlaunum í Bandaríkj- unum fyrir stuttmyndina Bjarg- vættur, var rangfeðruð í mynda- texta sem birtist með viðtali við hana í blaðinu í gær. Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistökum. ■ ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. 26. gein. Liverpool. Helena Ólafsdóttir. MATTHÍAS ÞORVALDSSON Alheimstvímenningurinn í bridge hefst í kvöld. Mótið er öllum opið og fólk er hvatt til að taka þátt. Stólar á topp tíu BRIDGE ALHEIMSTVÍMENNINGURINN Í BRIDGE ER STÓR Í SNIÐUM. ■ Um 12 þúsund manns taka þátt á ári hverju. ■ LEIÐRÉTTING Lausn: Lárétt: 1hund,5enn,6ræ,7ra,8mel, 9rabb,10op,12íbí,13ger, 15at,16 aðal,18klær. Lóðrétt: 1hertogar, 2una,3nn,4hælbít- ur, 6rebba,8maí,11peð,14rak,17ll. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.