Fréttablaðið - 05.06.2004, Qupperneq 6
6 5. júní 2004 LAUGARDAGUR
Afmælishátíð vegna innrásar bandamanna í Normandí:
Lengsta dagsins minnst
FRAKKLAND Það þykir kaldhæðnis-
legt að einhverjar mestu öryggis-
ráðstafanir sem gerðar hafa verið
í Frakklandi eru vegna 60 ára af-
mælis innrásardags bandamanna
í Normandí þar sem þúsundir
hermanna létu lífið í einum allra
hörðustu átökum í seinni heims-
styrjöldinni. Þann 6. júní 1944
fluttu sex þúsund skip tæplega
160 þúsund hermenn innanborðs
yfir Ermarsundið að ströndum
Normandí. Þrátt fyrir gríðarlega
mótspyrnu tókst strandhöggið og
um kvöldið hafði Þjóðverjum ver-
ið stökkt á flótta.
Dagsins verður minnst með
pompi og prakt á morgun og
hefur hvergi verið til sparað
enda eru margir á þeirri skoðun
að innrásin hafi breytt gangi sög-
unnar enda markaði hún upphaf
endaloka Adolfs Hitler og herja
hans.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar
munu taka þátt í hátíðarhöldun-
um, þar á meðal forseti Banda-
ríkjanna og óttast margir að hann
muni líkja aðstæðunum við
Normandí við þær sem herir hans
glíma við í Írak í dag. Búist er við
fjölda almennra mótmælenda
sem eingöngu munu mótmæla
komu Bush en öflug mótmæli
virðast fylgja honum hvert sem
hann fer í heiminum. ■
Ákærður fyrir kynferðis-
brot gegn sjö drengjum
Rúmlega þrítugur maður á Patreksfirði hefur verið ákærður fyrir
alvarleg kynferðisbrot. Fórnarlömbin voru á aldrinum 13-14 ára
þegar maðurinn framdi brotin. Brotin varða allt að 12 ára fangelsi.
DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað-
ur á Patreksfirði hefur verið
ákærður fyrir kynferðisbrot
gegn sjö drengjum. Maðurinn er
ákærður fyrir alvarleg brot gegn
fimm þeirra, það er kynferðis-
mök af einhverju tagi, sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins. Þá er hann ákærður fyrir
minni brot gagnvart tveimur
drengjum.
Brot mannsins eru talin varða
við 202. grein almennra hegning-
arlaga. Brotin gegn drengjunum
fimm eru talin varða við 1. máls-
grein, þar sem segir að hver sem
hafi samræði eða önnur kynferð-
ismök við barn yngra en 14 ára
skuli sæta fangelsi allt að 12
árum. Brotin gegn hinum drengj-
unum tveim eru talin varða við 2.
málsgrein sömu laga, þar sem
segir, að önnur kynferðisleg
áreitni varði fangelsi allt að
fjórum árum.
Hinn ákærði er fæddur árið
1973. Hann hefur starfað mikið að
félagslífi með börnum og ungling-
um á Patreksfirði í gegnum tíðina.
Fyrr á árum var hann skátafor-
ingi, auk þess sem hann vann mik-
ið með grunnskólabörnum að upp-
setningu leikrita og fleiru, til
dæmis varðandi árshátíðir og
fleiri atburði. Hann starfaði í lög-
reglunni á Patreksfirði um skeið.
Eftir það varð hann húsvörður í
grunnskólanum. Jafnframt því
var hann starfsmaður félagsmið-
stöðvarinnar á Patreksfirði.
Í vetur lögðu forráðamenn
fjögurra ungra drengja fram
kæru á hendur manninum og
fljótlega bættist svo fimmta kær-
an við. Það leiddi til þess að mað-
urinn var handtekinn á heimili
sínu 5. desember síðastliðinn.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi til
15. desember en var sleppt eftir
að Hæstiréttur hafnaði kröfu um
frekara gæsluvarðhald. Í kjölfar
lögreglurannsóknar er hann nú
ákærður fyrir brot gegn sjö
drengjum, eins og áður sagði.
Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins voru drengirnir
13-14 ára þegar brotið var gegn
þeim. Flest brotanna er hann tal-
inn hafa framið á árunum 2002 og
2003.
Málið verður þingfest í Hér-
aðsdómi Vestfjarða síðar í þess-
um mánuði og málsmeðferðin
sjálf fer fram eftir réttarhlé, í
ágúst eða september.
jss@frettabladid.is
Danskir hermenn:
Sekir um
ofsóknir
DANMÖRK Athugun danska varn-
armálaráðuneytisins hefur leitt
í ljós að danskir hermenn voru í
hópi þeirra hermanna sem
pyntuðu og ofsóttu íraska
þegna meðan á dvöl þeirra í
Írak stóð. Hafa nokkrir þeirra
viðurkennt að hafa hýtt hóp
kvenna við útdeildingu mat-
væla sem þeir höfðu umsjón
með vegna þess eins að þær
héldu ekki ró sinni. Er ástæðan
sú að slíkt hafi verið eina leiðin
til að halda nauðsynlegum aga,
meðal annars vegna þess að
enginn þeirra talaði tungumál
innfæddra. ■
GERHARD SCHRÖDER
Skoðar þýskt flugvélamódel í upplýsinga-
og samskiptasafni þýska hersins nálægt
Bonn.
60 ár frá Normandí:
Schröder
tekur þátt
ÞÝSKALAND, AP Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, tekur fyrst-
ur kanslara þátt í minningar-
athöfn um stríðsátökin milli
bandamanna og Þjóðverja í Norm-
andí fyrir 60 árum.
Schröder leggur blómsveig á
gröf óþekkta þýska hermannsins
og á minnisvarða annarra sem
féllu. Hann heimsækir einnig gröf
322 þýskra hermanna. Þeir eru
grafnir við hlið 2.200 hermanna
Breta og Bandaríkjamanna.
Kanslarinn er fæddur tveimur
mánuðum fyrir innrásina í Norm-
andí og er heimsóknin talin mikil-
vægt merki þess að menn hafi
sæst við fortíðina og að heift og
biturleiki seinni heimsstyrjaldar
sé að baki. ■
■ ORKUSTOFNUN
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,46 -0,42%
Sterlingspund 131,35 -0,12%
Dönsk króna 11,74 -0,36%
Evra 87,26 -0,39%
Gengisvísitala krónu 122,52 0,15%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 293
Velta 4.540 milljónir.
ICEX-15 2.654 -0,01%
MESTU VIÐSKIPTIN
Össur hf 500.084
Actavis Group hf. 97.746
Straumur Fjárfestb. hf 77.297
MESTA HÆKKUN
Össur hf 2,73%
Bakkavör Group hf. 1,72%
Landsbanki Íslands hf. 1,29%
MESTA LÆKKUN
Burðarás hf. -1,05%
Actavis Group hf. -0,74%
Marel hf. -0,70%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ* 10.256,7 0,6%
Nasdaq* 1.985,6 1,3%
FTSE 4.454,4 0,4%
DAX 3.961,9 1,1%
NK50 1.380,3 0,1%
S&P* 1.123,4 0,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
VEISTU SVARIÐ?
1Í gær voru liðin 15 ár frá því að kín-versk stjórnvöld beittu hernum til að
kveða niður stúdentamótmæli í Peking.
Hvað heitir torgið sem mótmælin eru
kennd við?
2Hver er framkvæmdastjóri Íslands-deildar Amnesty International?
3Þjálfari hvaða liðs í Landsbanka-deildinni setti nýverið fjölmiðlabann á
leikmenn liðsins?
Svörin eru á bls. 50
www.netsalan.com
Knarrarvogur 4 - 104 Reykjavík - Sími 517 0220
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 16.00
Til afgreiðslu!
Dodge Ram 2500 Quad Cap Laramie 4x4
FYRSTUR KEMUR - FYRSTUR FÆR
Síðustu eintökin
koma til landsins
eftir helgina!
TNT-sprengja:
Ellefu létust
RÚSSLAND, AP Eins kílós TNT-
sprengja grandaði ellefu manns
og slasaði aðra 38 á markaði í
bænum Samara í Mið-Rússlandi
síðastliðinn föstudag.
Hjálparstarfsfólk hafði gefið
út að gashylki til eldunar hefði
sprungið en sjónarvottar töldu sig
finna púðurlykt sem benti til
sprengjutilræðis. Yfirvöld hafa
ekki gefið út hvort um hryðjuverk
hafi verið að ræða. ■
AP
/M
IC
H
AE
L
SO
H
N
PATREKSFJÖRÐUR
Hinn ákærði hefur unnið mikið í félagslífi með börnum og unglingum á Patreksfirði á
undanförnum árum.
ÓBREYTT STJÓRN Litlar breyting-
ar urðu á stjórn Orkuveitu
Reykjavíkur á síðasta borgar-
stjórnarfundi. Kosið er til árssetu
í nefndinni í senn.
Tveir nýir menn taka sæti í vara-
stjórn, Óskar Dýrmundur Ólafs-
son fyrir Reykjavíkurlista og
Gísli Marteinn Baldursson fyrir
Sjálfstæðisflokk. Kolbeinn Ótt-
arsson Proppé og Alda Sigurðar-
dóttir viku.
Alfreð Þorsteinsson var endur-
kjörinn sem formaður stjórnar
og Steinunn Valdís Óskarsdóttir
verður áfram varaformaður.
INNRÁSAR BANDAMANNA MINNST
Bandarískir fótgönguliðar vaða að landi í
Normandí í júní 1944. Varnir Þjóðverja
voru ægilegar á þessum stað og mannfall
varð mikið þennan dag.
M
YN
D
/AP