Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 18

Fréttablaðið - 05.06.2004, Side 18
5. júní 2004 LAUGARDAGUR18 Sú ákvörðun forseta að vísa fjölmiðlafrum- varpinu til þjóðaratkvæða- greiðslu gengur ekki í ber- högg við þingræðið. Þessi ákvörðun styrkir lýðræðið. Þjóðaratkvæði – ekkert mál Ríkisstjórnin hefur nú náð áttum eftir algert ráðleysi fyrst eftir að forseti Íslands ákvað að leggja fjöl- miðlafrumvarpið undir þjóðarat- kvæði. Ráðherrar sögðu í fyrstu að algert óvissuástand hefði skapast. Var hálfskoplegt að heyra ráðherra taka sér þau orð í munn, rétt eins og styrjöld eða náttúruhamfarir hefðu dunið yfir. Í mínum huga var þetta mál mjög einfalt: Forseti synjaði lögum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið eina sem þarf að gera í framhaldi af því er að setja lög um þjóðaratkvæða- greiðsluna. Svo virðist sem sumir forustumenn ríkisstjórnarflokk- anna hafi viljað hindra þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Til dæmis sagði Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að ekki væri sjálfgefið að þjóðar- atkvæðagreiðsla færi fram. Bendir það til þess að innan Sjálfstæðis- flokksins a.m.k. hafi verið uppi raddir um það að koma í veg fyrir að ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu fram- kvæmd. Ekkert heyrðist í forsætis- ráðherra fyrst eftir að forseti tók ákvörðun sína um synjun á staðfest- ingu fjölmiðlafrumvarpsins. Við þann drátt vöknuðu grunsemdir um að hann væri ekki ákveðinn í að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram. Hvað hefði gerst ef ríkis- stjórnin hefði ákveðið að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi lagapró- fessor, lagði til? Hann sagði að for- seti hefði brotið stjórnarskrána með því að synja staðfestingar á fjöl- miðlafrumvarpinu og því ætti ríkis- stjórnin ekki að efna til neinnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef ríkis- stjórnin hefði farið að ráðum Þórs hefði orðið upplausnarástand í land- inu, eins konar uppreisn. Þjóðin hefði ekki látið bjóða sér það, að komið væri í veg fyrir það að ákvörðun forseta lýðveldisins um þjóðaratkvæðagreiðslu næði fram að ganga. Ef slíkt upplausnarástand hefði myndast hefði forseti Íslands ekki átt um neitt annað að velja en að leysa ríkisstjórnina frá störfum og skipa aðra bráðabirgðastjórn, einskonar neyðarstjórn til þess að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Ég tel að forseti hefði heimild til slíks, ef neyðarástand skapaðist. En sem betur fer sá ríkisstjórnin að sér og ákvað að láta þjóðaratkvæða- greiðslu fara fram. Ættu stjórn- málamenn nú að sjá sóma sinn í því að snúa bökum saman við fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar. Formaður Samfylkingarinnar hefur boðið upp á samstarf í málinu. Ríkisstjórnin ætti að taka í þá út- réttu sáttahönd. Það þarf að kynna málið almenningi á hlutlausan hátt. Sú afstaða forsætisráðherra að segja að engir peningar verði látnir í kynningarstarf er óeðlileg. Sú af- staða hlýtur að breytast. Sú ákvörð- un forseta að vísa fjölmiðlafrum- varpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu gengur ekki í berhögg við þingræðið. Þessi ákvörðun styrkir lýðræðið. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN LAGASYNJUN FORSETANS ,, ÆVINTÝRI GRIMS Í sumar gætu Vesturbæingar átt von á að sjá hópa barna í fjörunni við Sörlaskjól í rannsóknarleið- angrum. Þótt hópurinn virðist vera í vísindaleiðangri þá er þarna hópur í öðrum erindagjörð- um. Þetta eru nemendur úr Mynd- listaskólanum í Reykjavík í efnis- öflunarferð fyrir sumarnámskeið Myndlistaskólans, sem hafa verið árviss viðburður í Vesturbænum í fjölda ára. Myndlistaskólinn hef- ur skapað sér sérstöðu með öflugum námskeið- um fyrir börn og unglinga allt frá upphafi, bæði á veturna og á sumrin. Vetr- arnámskeið skólans span- na 14 vikur en sumarnám- skeiðin byggjast upp á viku námskeiðum þar sem unnið er bæði innan dyra og utan. Verkefni sumar- námskeiðanna eru fjöl- þætt og tengjast umhverfi og náttúru. Farið er í stut- ta rannsóknarleiðangra og kannaðar ýmsar ger- semar sem leynast í ná- grenninu. Í sumar verður meginá- hersla á fjöruna með fjörupollun- um og því lífi sem leynist undir þanginu og á milli steina. Nem- endur safna saman þangi sem þeir taka með í skólann til skoðunar. Þeir vinna áfram með þennan efnivið í myndum og búa til fjöl- breytta listmuni. Ævintýralegur heimur fjörunnar verður endur- skapaður í list barnanna. Í Myndlistaskólanum í Reykja- vík hefur verið starfrækt mynd- listarkennsla fyrir börn síðan 1948. Allt frá upphafi hefur Reykjavíkurborg styrkt þetta starf dyggilega. Skólinn hefur haft aðstöðu á mörgum stöðum í Reykjavík í gegnum tíðina en er nú kominn í sitt eigið húsnæði í JL-húsinu við Hringbraut 121. Við skólann starfa vel menntað- ir myndlistakennarar með kennsluréttindi sem auk þess eru allir starfandi myndlistarmenn. Allir hafa kennararnir langa reynslu að baki í myndlistar- kennslu barna og í starfi við skól- ann. Innan skólans fer einnig fram mikið fræðslustarf fyrir kennar- ana oft í tengslum við sérstök þemu námskeiðanna. Oft eru haldnir fyrirlestrar eða námskeið í skólanum fyrir kennara sem sífellt eykur víðsýni og þekkingu þeirra á viðfangsefnum hvers verkefnis. Nýlega kom t.d. í heimsókn Kon- ráð Þórisson líffræðingur sem fór með kennurum barnadeildar niður í fjöru og fræddi þá um lífið í fjör- unni. Þessa þekkingu nýta kennar- ar sér síðan við kennslu á sumar- námskeiðunum í sumar. Í gegnum tíðina hefur Mynd- listaskólinn haft samstarf við ýmsar stofnanir í Reykjavík. Á sjöunda áratugnum stóð Ragnar Kjartansson fyrir myndskreyt- ingum barna í opinberar stofnanir í samvinnu við Reykjavíkurborg. Í því verkefni unnu nemendur mosaíkmyndir sem settar voru upp víða um borgina, þar á meðal í Álftamýrar- skóla. Myndlistaskólinn hefur einnig átt í góðu samstarfi við Borgar- bókasafn Reykjavíkur og stendur nú yfir ljós- myndasýning unglinga- deildar skólans á jarðhæð bókasafnsins. Árið 2003 unnu nemendur barna- deildar skólans teikning- ar sem sýndar voru á stórum strimlum í glugg- um safnsins í tilefni 80 ára afmælis þess. M y n d l i s t a s k ó l i n n leggur áherslu á að tengj- ast skólum og stofnunum erlendis sem vinna með börnum. Nemendur og kennarar eru iðu- lega sendir til útlanda á sérstök námskeið og einnig tekur skólinn þátt í alþjóðlegum myndlistar- samkeppnum. Hefur skólinn mar- goft unnið til verðlauna í slíkum keppnum. Í vor vann Sunna Örlygsdóttir, nemandi í unglinga- deild Myndlistaskólans, til verð- launa í samkeppni í tólftu alþjóð- legu Myndlistarsýningu barna og unglinga 2004 í Finnlandi. Höfundur er deildarstjóri barna- og unglingadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík. Þann 1. júní tók fjölþjóðlegt lið NATO undir forystu Íslendinga við stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl að viðstöddum Halldóri Ásgríms- syni, utanríkisráðherra Íslands. Þetta er stærsta verkefni íslensku friðargæslunnar frá upphafi, segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins, og kemur í kjölfar samskonar verk- efnis íslensku „friðargæslunnar“ í Pristína í Kósovó. En friðargæsla, hvað er það? Halldór Ásgrímsson er mjög stoltur yfir þessari „friðargæslu“ og gerir lítið úr allri gagnrýni á vopnaburð íslenskra „friðargæslumanna“. En það er fleira athugavert við þessa svokölluðu friðargæslu en vopna- burðurinn, sem getur kannski verið nauðsynlegur í friðargæslu þótt mörgum finnist Ísland ætti, sem herlaust land, frekar að sinna verk- efnum sem ekki krefjast vopna- burðar. Hvað er þetta „friðargæslulið“ í Afganistan? Bandaríkin gerðu inn- rás í Afganistan. Eftir innrásina tók hernaðarbandalag, sem Bandaríkin eiga aðild að og hafa gegnt forystu- hlutverki í, við svokallaðri friðar- gæslu. Auðvitað er þetta ekkert annað en hernámslið. Og þá voru NATO-sveitirnar í Kósovó, sem ís- lenska „friðargæsluliðið“ var hluti af, ekki síður hernámslið, enda var það beinlínis NATO sem gerði inn- rás í Júgóslavíu árið 1999 og her- nam Kósovó. Það er auðvitað með ólíkindum að Bandaríkin og NATO komist upp með það að ráðast inn í lönd og her- nema þau, alla vega hluta þeirra, og kalla svo hernámsliðið friðargæslu- lið. Og það er með ólíkindum að ís- lenska utanríkisráðuneytið komist upp með að senda Íslendinga til þátttöku í þessum hernámsliðum með herforingjatitlum og öllu til- heyrandi og kalla þá friðargæslu- liða. Þetta er herlið og ekkert annað, hernámslið meira að segja og þar með innrásarlið, og við skulum bara horfast i augu við það að Halldóri Ásgrímssyni hefur tekist að koma upp íslenskum her og ekki nóg með það, heldur hefur honum tekist að láta íslenskan her taka þátt í her- námi annarra landa í kjölfar innrása sem ekki standast alþjóðleg lög og sáttmála. ■ EINAR ÓLAFSSON SKRIFAR UM UTANRÍKISSTEFNU ÍSLANDS Ævintýrið heldur áfram HILDUR BJARNADÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLISTASKÓLA FYRIR BÖRN Myndlistaskólinn hefur skapað sér sérstöðu með öflugum námskeiðum fyrir börn og unglinga allt frá upphafi, bæði á veturna og á sumrin. ,, Það er auðvitað með ólíkindum að Bandaríkin og NATO komist upp með það að ráðast inn í lönd og hernema þau. ,, Hernámslið frá Íslandi í Kabúl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.