Fréttablaðið - 05.06.2004, Page 47

Fréttablaðið - 05.06.2004, Page 47
þeirra en hann vill ekki fara út í það vegna þess að hann er Köngu- lóarmaðurinn.“ Aðdáendur myndasagnanna tengja sig mjög vel við samband þeirra. Maður hefði haldið að allt snerist um ofurhetjuna, en fólk virðist jafnt spennt fyrir hvernig fer fyrir þeim, af hverju heldurðu að það sé? „Þetta er bara svo algengt. Pet- er verður ástfanginn af fallegu, vinsælu stelpunni sem er ansi óaðgengileg. Frá hennar sjónar- miði er Peter góði öryggi gæinn, en hún svamlar um í því lífi sem hún er í. Hún er mjög upptekin, held ég, og vill vera svöl. Á sama tíma er hún jarðbundin manneskja með vonir, þrár, drauma og þjáningar. Hún gerir sér grein fyrir því að Peter er raunveruleg persóna og að hann getur verið henni til halds og trausts. Þess vegna er sam- band þeirra svo sérstakt. Þau ná að vera eðlileg í kringum hvort annað, án leikja, eins og hún neyð- ist til þess að taka þátt í vegna starfs síns sem leikkona,... eða eins og þetta var í menntaskóla. Mér líður eins og gömlum manni að vera að tala um þetta (hlær). Samband þeirra er ekta.“ Hvernig var líkamlega hliðin á hlutverkinu í þetta skiptið? Þú þurftir að fara inn í brennandi byggingu og tileinka þér nýjan bardagastíl vegna dr. Octopus. Hver var mesta áskorunin við leikinn í myndinni? „Þetta tók á, en var þó miklu auðveldara núna en við gerð fyrstu myndarinnar. Allur tækja- búnaður var betur gerður. Það var verið að framkvæma fullt af ótrú- legum hlutum. Sam leikstjóri er með endalausar hugmyndir. Enda- lausan straum sem rennur í marg- ar mílur. Honum fannst við ekki hafa náð að nýta ofurkrafta Köngulóarmannsins nægilega mikið í síðustu mynd. Honum fannst við ekki hafa náð að fanga nægilega vel hvernig hann hreyf- ir sig og hvað hann getur gert. Hann lagði mikið á sig til þess að ná því í þessari, og mér finnst honum hafa tekist ótrúlega vel til. Ég var líka alveg á þeirri skoð- un að doktor Octopus yrði flott- asta illmennið. Hann kom upp- runalega smávegis fyrir í fyrsta uppkasti að handriti fyrstu mynd- arinnar. Mér fannst Green Goblin flottur, og Willem Dafoe stóð sig vel, en myndrænt séð er Doc Ock bara miklu flottari. Þessi sparkar í rassa.“ ■ LAUGARDAGUR 5. júní 2004 35 Kynn ingar verð á vö ldum v ínum í jún í . með gr i l lmatnum Vínið Njót ið góðra v ína með gr i l lmatnum í sumar. Nýr upp lýs ingabæk l ingur kominn í V ínbúð i rnar. j i í i l l í . l i l i i í í i . SPIDER-MAN Framhald Spider-Man gerist tveimur árum eftir fyrri myndina. Peter er kominn í háskóla en Mary Jane orðin fræg leikkona. DOKTOR OCTOPUS Illmennið í Spider-Man 2 er víst öllu skelfi- legri en Green Goblin var. „Fyrir utan að þeir voru skrýtnir og þungir þá fannst mér það skemmtilegt. Ég var ekki viss um hvort ég myndi stjórna þeim, hvort aðrir myndu gera það eða hvort þeir yrðu tölvuteiknaðir. Þetta var svo blanda af þessu öllu saman, ég held að alls hafi verið 16 manns sem sáu um armana.“ Einhvern tímann sagðir þú að hver armanna hefði sinn persónu- leika. „Hugmyndin var að armarnir yrðu líkamshluti af Doc Ock. Þeir eru fastir við mjóhrygg hans. Þeir starfa hver fyrir sig, en þó alltaf sem hluti af honum. Hann stjórn- ar þeim á sama hátt og við stjórn- um höndum og fótum. Við eyddum löngum tíma í að hanna hreyfing- ar hans. Neðstu armarnir tveir, Larry og Harry, haga sér mjög karlmannlega. Brjóta hluti, rífa upp bíla og svoleiðis. Þeir tveir efstu, Mo og Flo, eru mjög kven- legir og framkvæma viðkvæmari hluti. Þeir geta brotið heilu bygg- ingarnar en líka tekið upp litla hluti á við gleraugu, hatt eða þerrað tár af kinn. Það er mikið í gangi á milli Doc Ock og Peter Parker í myndinni. Myndir þú segja að Ock sé meira fórnarlamb en illmenni? „Ó, nei. Hann er bókað ill- menni. Hann er kannski fórnar- lamb eigin hroka og metnaðar. Svo gerist svolítið óvænt í lokin. Hann virðist ná sönsum undir lok- in, sem setur alla atburðarásina í klemmu. Sam Raimi vill gefa per- sónum sínum dýpt og flækjur.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.