Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 14
Taflkonur sameinast Frelsisstyttan kom til New York fyrir 119 árum, hún kom að landi í New York höfn. Styttan var gjöf frá frönsku þjóðinni og tákn vin- áttu þeirra og Bandaríkjamanna. Styttan er verk myndhöggvarans Frederic Auguste Bartholdi. Bandaríska þingið samþykkti að setja hana á litla eyju við New York en það var hugmynd Bart- holdi. Í maí 1884 var styttan full- gerð í Frakklandi og þremur mán- uðum seinna lögðu Bandaríkja- menn hornstein að fótstalli sem ætlaður var styttunni. 19. júní 1885 kom styttan í mörgum hlutum til borgarinnar pökkuð í fleiri en 200 pakkningar. Hafist var handa við að setja styttuna saman og síðasti hluti hennar var settur á 28. októ- ber 1886. Á fótstallinn er grafið „The New Colossus“, fræg sonneta eftir bandaríska ljóðskáldið Emmu Lazarus sem býður innflytjendur velkomna til Bandaríkjanna. Sex árum seinna varð Ellis-eyjan, sem er áföst við Bedloes-eyjuna sem styttan stendur á, aðalaðkoma inn- flytjenda til Bandaríkjanna. Á næstu 32 árum komu fleiri en 12 milljónir innflytjenda til New York hafnar þar sem þeir voru boðnir velkomnir. Árið 1924 var Frelsis- styttan gerð að minnisvarða lands- ins. ■ ■ ÞETTA GERÐIST FRELSISSTYTTAN Frederic Auguste Barholdi hannaði styttuna sem var gjöf frá Frökkum til Bandaríkjamanna. Frelsisstyttan kemur til New York Vikan einkenndist að mestu af því að við fjölskyldan vorum að ljúka flutningum úr Reykjavík austur í Skarð í Gnúpverjahrepp. Stórfjöl- skyldan með börnin öll er semsagt að flytja búferlum, búin að tæma íbúðina í bænum og hefur komið sér fyrir í nýja húsinu fyrir austan,“ segir Björgvin G. Sig- urðsson, þingmaður Samfylking- ar, um helstu tíðindin í lífi hans í síðustu viku. „Við erum sest að í sveitasælunni og borgarbörnin fara í sveitaskóla í haust. Þingflokksfundir voru í vik- unni vegna fyrirhugaðrar þjóðar- atkvæðagreiðslu. Og að sjálf- sögðu var svo hjá mér verulegt áhorf á Evrópumótið í knatt- spyrnu. Fyrirfram hélt ég af gömlum vana með Englandi og Danmörku. Enska liðið hefur vissulega valdið vonbrigðum en ekki það danska. Svo hafa Svíarn- ir og Króatarnir heillað mjög. Ég fylgist mjög spenntur með keppn- inni og reyni að missa helst ekki af leik. Þannig að þessu ægir öllu saman: flutningum, fótbolta og pólitík,“ sagði Björgvin en þegar blaðamaður náði tali af honum var hann á hestbaki uppi í Árnesi. ■ Flutningar, fótbolti og pólitík BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Er fluttur upp í sveit og sinnir pólitík og EM af áhuga. 14 19. júní 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR PAULA ABDUL Söngkonan er 42 ára í dag. Hún gat sér gott orð á níunda áratugnum en nú er hún þekktust fyrir dómarastöðu sína í Idol-þáttunum vinsælu. 19. JÚNÍ Össur Skarphéðinsson alþingismaður er 51 árs. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðar- maður er 40 ára. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi er 32 ára. 14.00 Þórður Pálsson verður jarðsung- inn frá Blönduóskirkju. 14.00 Haflína Marín Björnsdóttir frá Kolkuósi verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 1856 Fyrsta landsfundi repúblikana lýkur í Bandaríkjunum. 1864 C.S.S. Alabama sekkur eftir baráttu við U.S.S. Kearsarge í borgara- styrjöldinni. 1934 Bók Nathanael West, „A Cool Milli- on“, kemur út. 1944 Bandaríkjamenn sigra Japani í bar- áttu undan ströndum Filippseyja. 1953 Julius og Ethel Rosenberg eru tek- in af lífi, en þau voru sakfelld fyrir njósnir í kalda stríðinu. 1965 Ky verður forsætisráðherra í Suður-Víetnam. „Skákfélagið Hrókurinn og tafl- félagið Hellir standa að stofnun félagsins sem gengur nú undir nafninu Félag um tafllist kvenna,“ segir Ragnheiður Páls- dóttir, liðsmaður Hróksins, en félagið verður formlega stofnað í dag á kvennadaginn. Ekki eru neinar kröfur gerðar um skák- kunnáttu til þeirra kvenna sem ganga í félagið. „Ekki er nauðsynlegt að vera góð að tefla og það þarf ekki einu sinni að að kunna mann- ganginn. Það verða auðvitað skákkonur í félaginu en það er fyrst og fremst hugsað sem al- menn hvatning til kvenna að tefla meira og sýna skákiðkun kvenna stuðning.“ Félagið mun standa fyrir námskeiðum og æfingum og segir Ragnheiður löngu tíma- bært að gera eitthvað fyrir kon- ur í skák hér á landi. Konur hafa teflt í gegnum aldirnar þótt síðar hafi skákin einkennst af hálf- gerðu karlaveldi og þetta virðist vera uppeldislegt hér á landi,“ segir Ragnheiður og bætir því við frá miðöldum megi finna fjöldamörg málverk af konum að tefla. „Það er ný bóla að skák sé karlaíþrótt,“ segir Ragnheiður. „Það þarf að leggja meiri áherslu á að konur tefli og konur sem eru jákvæðar gagnvart skáklistinni, jafnvel þótt þær tefli ekki sjálfar, geta nú sýnt stuðning í verki á þessum nýja vettvangi. Það er helsti hvatinn að stofnun félagins.“ Félagið verður ekki keppnisfélag heldur aðeins óformlegra að sögn Ragnheiðar, og eins konar breið- fylking ólíkra kvenna sem vilja styðja skák. Við erum ekki bún- ar að njörva niður einhverja ákveðna dagskrá heldur viljum við til að byrja með vekja at- hygli á málstaðnum, halda skák- námskeið og æfingar.“ Konur á öllum aldri eru velkomnar í félagið. „Það er einn af kostum skákarinnar að þar er auðvelt að tefla saman kynslóðum.“ Stofnfundurinn verður á Hótel Borg í dag klukkan 16 og eru allir áhugasamir velkomnir sem vilja kynna sér eða sýna málstaðnum stuðning. Dagskrá- in verður létt og skemmtileg, söngur og gleði. ■ SKÁK ■ Félag um tafllist kenna verður stofnað formlega í dag. Markmiðið er að vekja áhuga kvenna á skák og hvetja þær til að tefla. VIKAN SEM VAR BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ Er fluttur búferlum, sestur að í sveit- inni og fylgist með fótboltanum. 19. JÚNÍ 1885 FRELSISSTYTTAN ■ kom til Bandaríkjanna í ótal hlutum. Hún var gjöf frönsku þjóðarinnar til þeirrar bandarísku. RAGNHEIÐUR K. PÁLSDÓTTIR Stofnfundur Félags um tafllist kenna verður stofnað á Hótel Borg í dag. Áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn til að kynna sér málstaðinn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdarfaðir, afi og langafi FRIÐRIK LINDBERG MÁRUSSON lést í Reykjavík fimmtudaginn 17. júní sl. Steinþóra Ingimarsdóttir Bjarni Friðriksson Eva Ásrún Albertsdóttir Inga María Friðriksdóttir Sigurður Hallvarðsson Guðrún Linda Friðriksdóttir Einar Pálsson Ingimar Þór Friðriksson Vilhelmína Thorarensen Petrea Kristín Friðriksdóttir Gunnlaugur Sævar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn Ástkær systir mín, MARGRÉT INGJALDSDÓTTIR THOMSEN Dvalarheimilinu Víðihlíð, Grindavík Fyrir hönd aðstandenda, Jón Ingjaldsson Verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. júní kl. 14:00 KONUR TEFLA Ragnheiður segir skák ekki hafa orðið karlaíþrótt fyrr en á 20. öld og bendir í því sam- bandi á fjöldamörg málverk frá miðöldum sem sýna konur tefla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.