Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 17
þingið eigi að ráða. Þingræði er ákveðin tegund af stjórnskipulagi þar sem ríkisstjórnin verður að styðjast við meirihluta á Alþingi. Þingræði snýst ekki um samskipti forsetans og þingsins.“ Höfum varðveitt frumkraftinn Þú hefur verið forseti í átta ár. Hafa hugmyndir þínar og skoðan- ir breyst mikið á þessum árum? „Ég er mun meðvitaðri um það en ég var fyrir átta árum síðan hvernig heimsmyndin hefur breyst á þann veg að nú ríkir hörð samkeppni milli þjóða. Þær tvö hundruð þjóðir sem eru í veröld- inni eru á opnum vettvangi þar sem smáar og meðalstórar þjóðir þurfa sérstaklega að hafa mikið fyrir sínum hlut og heyja harða samkeppni. Það er mikið og erfitt verkefni fyrir okkur Íslendinga að halda okkar hlut í þessu um- hverfi. Mikilvægi forsetans og framlag hans til þess er mér í dag miklu ljósara en áður. Sú mikla framrás viðskipta á alþjóðlegum vettvangi sem ný kynslóð í viðskiptalífinu hefur verið að birta okkur á allra síð- ustu árum hefur líka sýnt hvernig hið alþjóðlega viðskiptalíf getur opnað Íslendingum áður óþekkt tækifæri. Þessi skemmtilega þversögn, að eiga á aðra hönd sterkar rætur hér heima og vera á hina umsvifamikil á alþjóðavett- vangi, getur kannski í fyrsta sinn í sögu okkar Íslendinga skapað ís- lenskum athafnamönnum tæki- færi til að byggja upp fyrirtæki á heimsvísu. Það voru ekki allir ánægðir þegar ég nefndi í áramótaræðu minni að við yrðum að gæta þess að herða ekki svo tökin á þessari nýju kynslóð athafnafólks að hún færi með rekstur úr landi. En ef það gerðist værum við að glata miklum tækifærum fyrir þjóðina. Mér er líka orðinn ljósari en áður sá mikli kraftur sem getur falist í alþjóðlegri útrás íslensks listafólks nánast í öllum greinum lista. Hin stóru samfélög eru orð- in svo niðursoðin að frumkraftur- inn, frumleikinn og ferskleikinn, er farin að týnast. Í þessu sér- kennilega litla samfélagi okkar hefur okkur tekist að varðveita frumkraftinn og skapa nýja hluti sem vekja athygli umheimsins. Áhrifamaður í hinum alþjóðlega listaheimi sagði við mig fyrir nokkrum vikum: „Ísland er stór- veldi í listum.“ Ég brosti því mér fannst þetta nokkuð bratt sagt. Orðin hafa hins vegar orðið mér umhugsunarefni og ég tel að í þeim felist mikill sannleikur. Ég var að tala við Dorrit fyrr í dag. Hún er í Basel að fylgja eftir og stuðla að framgangi íslensks myndlistarfólks sem þar er á einni merkustu myndlistarmessu sem haldin er í heiminum ár hvert. Dorrit sagði að greinilegt væri að tekist hefði að vekja áhuga galleríeigenda, safnstjóra, ritstjóra og blaðamanna á ís- lenskri myndlist. Við sjáum þetta í öðrum listgreinum, til dæmis á velgengni Rómeó og Júlíu í London. Fyrir nokkrum vikum sátu hér, við þetta sama borð og við sitjum, framleiðendur leik- verka í Bandaríkjunum og Bret- landi og ræddu í fullri alvöru um að setja upp Rómeó og Júlíu sem markaðssýningu í New York og London. Sumum kann að finnast ég of- urbjartsýnn á íslenska möguleika en það er vegna þess að þessi átta ár á forsetastóli hafa fært mér fjölda dæma um hvað hægt er að gera. Stóri vandinn snýst um að opna leiðir og greiða götu lista- fólks og sinna því alþjóðlega áhrifafólki sem er reiðubúið að taka höndum saman við Íslend- inga. Þá megun við ekki fyllast heimóttarskap og ótta þótt hér nái fólk í viðskiptalífi miklum árangri á heimsvísu. Við megum heldur ekki öfundast þótt einstaklingar í listum skari fram úr öðrum og byrja að glefsa í þá. Við eigum að taka því fagnandi og átta okkur á því að árangur eins skapar mögu- leika fyrir aðra.“ Hlustar stundum á Ingva Hrafn Hvaða áhrif hefur fjölmiðlaum- fjöllun á þig? Morgunblaðið beitir sér gegn þér í leiðaraskrifum og Ingvi Hrafn Jónsson er með þátt á Útvarpi Sögu þar sem þér eru oft ekki vandaðar kveðjurnar. „Ég hef alltaf haft áhuga á fjöl- miðlum og tel að þeir endurspegli ákveðna strauma í þjóðfélaginu. Ég hlusta stundum á Ingva Hrafn. Mér finnst fróðlegt að heyra hvað vissir hópar í þjóðfélaginu eru að segja og Ingvi Hrafn kemur því alltaf skýrt til skila þó orðbragðið sé á stundum nokkuð hrjúft. Ég met Morgunblaðið mikils og tel að það sé mikilvægur þáttur í okkar þjóðlífi og veiti góða innsýn í þjóðfélagið. Mér hefur alltaf fundist nokkuð sjarmerandi hvernig Styrmir lítur á sig sem yfirdómara yfir forsetaembætt- inu. Hann hefur ekki bara gert það í minni tíð heldur einnig áður og var nú í vikunni að ítreka að Morgunblaðið hefði haft rétt fyrir sér árið 1978 þegar það gagnrýndi Kristján Eldjárn harkalega. Kannski skrifar Styrmir leiðara árið 2020 til að réttlæta gagnrýni sína á mig.“ Gefandi samband Mikil umfjöllun hefur verið um forsetaembættið í tíð Ólafs Ragn- ars og sömuleiðis um einkalíf hans. DV sló því upp fyrir sköm- mu að faðir Dorritar teldi dóttur sína ekki vera gifta konu. „Mér fannst uppsláttur DV um afstöðu föður Dorritar til hjónabands okk- ar ekki alveg í takt við það sem er eðlilegt,“ segir Ólafur Ragnar spurður um viðbrögð sín við þeir- ri frétt. „Það vita allir að í fjöl- mörgum trúarsamfélögum eru hjónabönd ekki viðurkennd nema þau séu innan trúarsamfélagsins. Það sem Shlomo sagði í þessu við- tali var hinn hefðbundni skilning- ur trúaðra gyðinga og það er ekk- ert nýtt í því. Við Dorrit erum í góðum tengslum við hann og hann er mikill vinur minn en túlkun blaðsins gat í augum annarra litið svo út að hann væri búinn að út- skúfa Dorrit.“ Hefur ólíkur bakgrunnur ykkar Dorritar skipt máli í sambandi ykkar, til dæmis varðandi trúmál? „Trúin hefur ekki skipt máli því Dorrit er ekki rétttrúaður gyðingur í hefðbundnum skiln- ingi. Hún hefur allt sitt líf verið ríkur þátttakandi í fjölmenningar- samfélögum um víða veröld. Fyr- ir fáeinum vikum vorum við Dor- rit í fámennu kvöldverðarboði heima hjá Nane og Kofi Annan í New York. Talið barst að ferli okk- ar Dorritar og einn gestanna sagði að vart væri hægt að hugsa sér fólk úr ólíkari menningarheimum sem hjón heldur en okkur. Ég svaraði að bragði: „Nema gest- gjafa okkar“ - það er að segja hina sænsku Nane Annan og Afríkubú- ann Kofi. Kofi Annan hló mikið að þessu. Ég hef að mörgu leyti kynnst nýrri veröld í gegnum Dorrit, nýjum tækifærum og nýj- um sjónarmiðum, nýjum áhersl- um og nýjum menningarheimum. Þetta hefur verið heillandi og lær- dómsríkt og mjög gefandi. Dorrit hefur kynnst Íslandi á mjög náinn hátt, heillast af landi og þjóð og öllu því sem Ísland hefur fram að færa. Þó að það hafi verið nokkurt viðfangsefni að tengja þetta allt saman og gera úr þessu eina heild þá hefur okkur tekist það og það hefur verið spennandi og gef- andi.“ Þú hefur yfirgnæfandi fylgi í skoðanakönnunum. Margir, jafn- vel stuðningsmenn þínir, gætu hugsað sem svo að það væri engin sérstök ástæða til að mæta á kjör- stað. Úrslitin séu ljós. „Það er ærin ástæða fyrir fólk til að mæta á kjörstað, bæði til að taka afstöðu til frambjóðendanna sem í boði eru, til að lýsa yfir af- stöðu sinni til forsetaembættisins og tjá skoðun sína á hlutverki embættisins og verkum. Kosning- ar eru ákveðin vísbending og ákveðinn dómur. Allir sem láta sig einhverju varða það sem forset- inn er að gera, hefur gert og gæti gert eiga að taka þátt í þessum kosningum. Úrslitin verða ekki bara metin eftir því hversu mörg atkvæði ég eða andstæðingarnir fá, heldur einnig eftir öðrum þátt- um.“ kolla@frettabladid.is Salan hefst mánudaginn 21. júní! Þrír nýir staðir • VALLE DEL ESTE á Spáni • BELEK í Tyrklandi • DELHI á Indlandi THAILAND í fyrsta sinn í október og nóvember á mjög hagstæðu verði Lærðu golf við frábærar aðstæður hjá íslenskum golfkennurum. Núna er hægt að bóka Spán og Tyrkland á netinu! 75.500 Að því tilefni er fyrsta ferðin til Matalascanas 21. - 28. sept. á sérstöku tilboðsverði kr. á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting með útsýni yfir hafið, morgun- og kvöldverðarhlaðborð, ótakmarkað golf alla daga nema á komu- og brottfarardegi, fararstjórn og flugvallarskattar. Golfbæklingur verður ekki gefinn út, því allar upplýsingar um golfferðir okkar eru komnar á netið. Golfskólinn www.urvalutsyn.is Golfdeild Úrvals-Útsýnar sími: 5854117 (Peter) • 5854116 (Signhild) Fax: 5854120 • E-mail: peter@uu.is og signhild@uu.is Þeir sem bóka á netinu fyrir 30. júlí eiga möguleika á að fá ferðina fr ítt! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 66 06 /0 4 LAUGARDAGUR 19. júní 2004 17 Fyrir fáeinum vikum vorum við Dorrit í fámennu kvöldverðarboði heima hjá Nane og Kofi Annan í New York. Talið barst að ferli okkar Dorritar og einn gestanna sagði að vart væri hægt að hugsa sér fólk úr ólíkari menningar- heimum sem hjón heldur en okkur. Ég svaraði að bragði: „Nema gestgjafa okkar“ — það er að segja hina sænsku Nane Annan og Afríkubúann Kofi. Kofi Ann- an hló mikið að þessu. Ég hef að mörgu leyti kynnst nýrri veröld í gegnum Dorrit, nýjum tækifærum og nýjum sjónarmiðum, nýjum áhersl- um og nýjum menningar- heimum. ,, Fæddur: Á Ísafirði árið 1943.. Nám: Stúdentspróf MR 1962. BA-próf í hag- fræði og stjórnmálafræði frá háskólan- um í Manchester í Englandi 1965, dokt- orspróf í stjórnmálafræði frá sama skóla 1970. Starfsferill: Lektor og síðar prófessor í stjórnmála- fræði við HÍ. Alþingismaður frá 1978-1983 og 1991-1996. Formaður Alþýðubanda- lagsins 1987-1995. Fjármálaráðherra frá 1988-1991. Forseti Íslands frá 1996. Maki: Dorrit Moussaieff, fædd 1950. Hún er skartgripahönnuður að mennt. Ólafur Ragnar vill: — varðveita sjálfstæði forsetaembætt- isins. — opna leiðir og greiða götu íslensks listafólks í útlöndum. Forsetakosningar 2004 Ólafur Ragnar Grímsson í hnotskurn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.