Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 10
Spegill, spegill, herm þú mér... Vitað er um gestir hátíðardagskrár á Aust- urvelli 17. júní sem höfðu sérstaklega gaman af orðum forsætisráðherra vor þegar kom að þeim kafla í hátíðarræðu hans þar sem fjallað var um Hannes Haf- stein. Haft var á orði að ljóst mætti vera í hverjum forsætisráðherrann vildi spegla sig og þótti einhver merkja að hugur hans leitaði til þess sess sem honum væri ætlaður í sögunni. „Þótt mér vitanlega séu ekki til um það skriflegar heimildir, er næsta öruggt, að nemandi, sem þá var í efsta bekk Lærða skólans og gegndi embætti Inspectors Scholae, Hannes Hafstein, hefur verið viðstaddur báða atburðina og mjög sennilega borið, eins og skólapiltar gerðu, kistu Jóns eða Ingibjargar hluta af leið. Hannes átti síðar eftir að verða flestum skörungum meiri í húsinu, sem hornsteinninn var lagður að. Því fór þó fjarri, að hann ætti þar alltaf sæla daga, enda varð hann iðulega að sitja undir árásum og jafnvel ótrúlegum svívirðingum, þegar mestur hiti hljóp í leikinn,“ sagði Davíð í ræðu sinni, en líkt og Hannes gegndi hann eina tíð stöðu In- spectors Scholae, þá við Menntaskól- ann í Reykjavík, arftaka Lærða skól- ans. Svo bregðast krosstré sem önnur Það var eins og fólk vissi ekki hvaðan á sig stæði veðrið í morgunútvarpi Rásar 2 í gærmorgun þegar margítrekað var að kíkja ætti í blöð- in, en þó bara Fréttablaðið og DV, því Morgunblaðið hefði ekki borist enn. Síðan hefur væntanlega runnið upp fyrir dag- skrárgerðarfólki ljós þegar leið á daginn og ljóst var að ekkert blað kæmi út, dag- inn eftir 17. júní. Veltir fólk þá fyrir sér hvort þarna sé stefnubreyting frá því sem ákveðið hafði verið um fjölgun útgáfudaga blaðsins og Hallgrímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs hf., minntist lauslega á sl. haust, þegar kynnt var ákvörðun um að birta smáaug- lýsingar í blaðinu. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins er svo ráð fyrir gert að við búum við þingbundna stjórn, þ.e. stjórn, sem meirihluti þings ann- aðhvort styður eða er reiðubúinn að verja vantrausti. Þetta er merking orðsins þingræði og ekk- ert umfram það. Nú hefur svo æxlast til að landsmenn skipta þannig fylgi sínu milli stjórnmálaflokka að samsteypustjórnir eru megin- regla um myndun ríkisstjórnar. Stjórnmálaflokkarnir ganga „óbundnir til kosninga“ og kjós- endur vita aldrei hvers konar stjórn kemur upp úr kjörkössun- um eða í eftiráhrossakaupum milli flokkanna. Þeir geta aldrei lagt neikvæðan dóm á gerðir fráfar- andi ríkisstjórnar og verið vissir um að með því uppskeri þeir ríkis- stjórn annarra flokka, þ.e. efli stjórnarandstöðuna til valda. Kosningar í þessu landi eru líkari skoðanakönnunum en afdrifaríkri ákvörðun um skipan komandi stjórnar í landinu. Til skamms tíma voru stjórnmálaflokkarnir öðrum þræði málfundafélög. Þar voru mál lögð fyrir og prófuð – nærri grasrótinni. Að minnsta kosti þurfti að ræða þau í fulltrúa- ráðum og miðstjórnum og ná um þau víðtæku samkomulagi innan hvers aðildarflokks að stjórnar- samsteypunni. Á síðustu árum hefur hins vegar orðið æ sterkara foringjaræði innan flokkanna. Foringjarnir Halldór og Davíð hafa markað þá stefnu að flokk- arnir séu eins og herlið á orrustu- velli: Annaðhvort ertu með í liðinu eða þú ert genginn í lið með and- stæðingunum. Og það eru alráðir herforingjar sem stjórna liðinu. Þeir tveir ræða lagafrumvörp rík- isstjórnarinnar sín á milli og til- kynna þingflokkum sínum að sam- komulag hafi náðst. Þrautreynt sé að lengra verði ekki komist. Að- eins málamyndabreytingar megi gera frá samkomulagi þeirra. Fullkomin leynd hvílir yfir því hvað hvor þeirra lagði upp með og hvernig það upplegg breyttist í meðförum þeirra. Þingmenn stan- da frammi fyrir orðnum hlut og eru einungis spurðir: Ertu með okkur í liði, eða á móti? Það getur orðið einstökum þingmönnum dýrkeypt að láta sannfæringu sína þvælast fyrir sér og ganga gegn samkomulagi formannanna. Framavonir kunna að glatast. Þeir koma ekki lengur til álita í áhrifa- stöður. Margvíslegar sporslur kunna að gufa upp. Við þessar aðstæður geta áður- nefnd fyrirmæli stjórnarskrár- innar snúist upp í andhverfu sína og í stað þingbundinnar stjórnar sitjum við uppi með stjórnbundið þing. Þing sem hefur glatað virð- ingunni fyrir sjálfu sér, þing, sem lætur sér nægja það hlutverk að stimpla með lögformlegum hætti hvaðeina sem kemur frá flokks- formönnunum. Þetta höfum við horft upp á hvað eftir annað að undanförnu. Sumir hafa kallað þetta ráðherraræði. Réttnefni væri foringjaræði. En hvort held- ur sem við köllum það, er það al- gjör afbökun á þrískiptingu valds- ins í löggjafarvald, framkvæmd- arvald og dómsvald. Framkvæmd- arvaldið hefur með æ óskamm- feilnari hætti sótt inn á valdsvið hinna tveggja. Ráðherrar með for- sætisráðherrann í broddi fylking- ar hafa hvað eftir annað gert úr- skurði dómsvaldsins tortryggi- lega. Hvað eftir annað hafa við- brögð þeirra við úrskurðum um stjórnarskrárbrot orðið þau, að þá verði bara að breyta stjórnar- skránni. Þeir hafa átt í vaxandi erfiðleikum með að viðurkenna nokkur valdmörk gildi fyrir ráð- herra. Þegar þingið var látið af- greiða heimild til ríkisábyrgðar til eins fyrirtækis upp á 20 þúsund milljónir eða tíunda part af fjár- lögunum, kom í ljós að sennilega stríddi það gegn reglum EES (fyr- ir utan að heimildin stríddi gegn stefnu Sjálfstæðiflokksins og yfir- lýstri stefnu ríkisstjórnarinnar). Allavega dróst afgreiðsla eftirlits- nefndar EES svo lengi að Íslensk erfðagreining ákvað að leysa fjár- mögnun sína með öðrum (og hag- stæðari) hætti. Viðbrögð fjár- málaráðherra voru þau að það væri áhyggjuefni fyrir þjóðina ef völd til þess arna væru ekki leng- ur í landinu sjálfu. Dómsmálaráð- herrann unir því ekki að Alþingi hafi sett lög sem takmarka vald hans til embættaveitinga og fær- ist undan því að þurfa að hlíta jafnréttislögum. Hann gengur nú fram fyrir skjöldu með fáránleg rök fyrir því að þrengja atkvæðis- rétt landsmanna í þjóðaratkvæða- greiðslu. Því er fullum fetum haldið fram að málskot til þjóðar- innar í umdeildum málum sé árás á Alþingi og fulltrúalýðræðið. Hið sanna er þvert á móti. Ef þjóðin ber gæfu til þess að synja þessum illa unnu og fáránlegu fjölmiðla- lögum samþykkis, lögum sem sannanlega eru runnin undan rifj- um aðeins eins manns, þröngvað gegnum samstarfsflokkinn og með naumindum samþykkt af handjárnuðu þingi, fengi hún þinginu dýrmætt vopn í hendur gegn kúgun framkvæmdavalds- ins. Stjórninni yrði mögulega komið í skilning um að hér á að ríkja þingbundin stjórn, en ekki öfugt: Hún á ekki að drottna yfir stjórnbundnu þingi. ■ N ýleg skoðanakönnun Gallups um afstöðu fólks til forseta-frambjóðenda er svo til samhljóða eldri könnun Fréttablaðs-ins. Samkvæmt þessum könnunum getur Ólafur Ragnar Grímsson búist við um eða tæplega 90 prósentum atkvæða í kosning- unum eftir viku. Ef það gengur eftir væri það þó nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar. Í eina skipti sem sitjandi forseti hefur verið í kjöri fékk Vigdís Finnbogadóttir rétt rúmlega 90 prósent atkvæða. Þeir sem ekki kusu Vigdísi skiptust jafnt á milli veiks mótframbjóðanda og auðra seðla. Miðað við þá hörðu gagnrýni sem sett hefur verið fram á Ólaf Ragnar – og ekki síður hverjir hafa gagnrýnt hann – má telja óeðlilegt annað en að mun fleiri kjósi mótframbjóðendur hans nú eða skili auðu en í tilfelli Vigdísar 1988. Það voru engar þær deilur í kringum Vigdísi sem líkja má við þá dembu sem gengið hefur yfir Ólaf Ragnar að undanförnu. Forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgun- blaðið létu sig kosningarnar 1988 litlu skipta en beita sér nú einarð- lega gegn Ólafi Ragnari. Það væri í raun stórundarlegt ef sá þungi sem flokkur og blað leggja í báráttu gegn Ólafi Ragnari nær ekki magna upp meiri andstöðu við sitjandi forseta nú en kom upp úr kjör- kössunum í tilfelli Vigdísar 1988. Þegar þessi mismunur á kosningunum nú og kosningunum 1988 er hafður í hug má telja Ólaf Ragnar geta vel við unað ef hann fær atkvæði 80 prósenta þeirra sem mæta á kjörstað. Hann fengi þá 10 prósentustigum minna fylgi en Vigdís. Þar sem aðeins fáeinar vikur eru síðan að Ólafur Ragnar kynnti umdeildustu ákvörðun sem forseti Íslands hefur tekið er ekki hægt a gera ráð fyrir minni andstöðu við hann í kosningum. Ef Ólafur fær meira fylgi getur hann túlkað það sem stórsigur. Ef fylgi hans nálgast fylgi Vigdísar frá 1988 er sigur- inn sögulegur. Ólafur Ragnar er því líklega fremur að keppa við Vig- dísi en mótframbjóðendur sína – og kann það að einhverju leyti að skýra undarlegar fréttir síðustu viku. Kosningaþátttakan getur dregið úr sigri Ólafs. Eðlilegt er að gera ráð fyrir eitthvað minni þátttöku en 1988 þar sem kosningaþátttaka hefur almennt heldur dregist saman. Á móti kemur að deilur undan- farinna vikna ættu að auka áhuga á kosningunum. Ef kosningaþátt- takan fer mikið niður fyrir 65 prósent má hins vegar ætla að hluti kjósenda hafi setið heima til að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar. Jafn- vel þótt hann fengi 90 prósent atkvæða við slíka kjörsókn gæti hann ekki túlkað niðurstöðuna sem sigur. Og því minni sem kosninga- þáttakan er, því minni er sigur Ólafs Ragnars. Ef þátttakan er mjög lítil er sigur lítill – jafnvel algjört tap. Atvik hafa orðið með þeim hætti að mótframbjóðendur Ólafs Ragnars eru ekki raunverulegir andstæðingar hans í kosningunum. Þeir Baldur og Ástþór geta án efa ágætlega unað við þau atkvæði sem þeir fá. Raunverulegir andstæðingar Ólafs verða hins vegar að reikna sér auða seðla og hluta þeirra sem sitja heima á kjördag. Ef þeir leita eftir sigri í kosningunum þurfa hátt í 40 prósent að sitja heima eða mun fleiri en 5 prósent þeirra sem mæta á kjörstað að skila auðu – helst hátt í 20 prósent. Mesta spennan í forsetakosningunum verður því þegar þeir sem ekki greiða atkvæði eru taldir og skipað í flokka. Á þeim veltur um- boðið sem Ólafur Ragnar fær frá þjóðinni á laugardaginn kemur. ■ 19. júní 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Til að túlka úrslit forsetakosninganna eftir viku þarf að leita samanburðar við kosningarnar 1988. Ólafur keppir við árangur Vigdísar Þingbundin stjórn – Stjórnbundið þing ORÐRÉTT Þeir eru sko engir bjánar Þetta á til dæmis við um Ólaf Ragnar Grímsson, Halldór og Davíð. Þeir túlka þessa menn eins og þeir séu einhverjir bján- ar. Þetta er ekki eins fyndið og þeir halda. Okkur finnst það að minnsta kosti ekkert fyndið og alls ekki viðeigandi. Allir verða að læra að bera virðingu fyrir forsetaembættinu og biskupnum og þessum mönnum sem við erum búin að kjósa á þing. Sara Hólm vandar um fyrir spaug- stofumönnum. DV 18. júní. Bannað að byggja Við viljum láta náttúruna og vatnið njóta sín og það er ljóst að sveitarstjórn vill ekki fylla svæðið af sumarhúsum. Sveinn Sæland, oddviti Bláskóga- byggðar, um væntingar landeigenda við Þingvallavatn um frekari sumar- húsabyggð. Glugginn 16. júní. Grafið undan þjóðfélaginu Hvað er unnið með því að reyna að stunda viðskipti sín svart? Jú, menn sleppa við að greiða virðisaukaskatt af þeim vörum og þeirri þjónustu sem þeir kaupa sér. En á sama tíma þurfa þeir einfaldlega sjálfir að standa skil á hærri upphæðum við skattstofuna fyrir allan þann skatt sem þeir sjálfir innheimta af því sem þeir selja. Nema nátt- úrlega þeir versli hráefni sitt að- eins af þeim sem líka hafa kosið að grafa undan þjóðfélaginu með þessum hætti. Birgir Baldursson um svört viðskipti í leiðara Akranessblaðsins Birtíngs. Birtíngur 11. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Þeir Baldur og Ástþór geta án efa ágætlega unað við þau atkvæði sem þeir fá. Raunverulegir and- stæðingar Ólafs verða hins vegar að reikna sér auða seðla og hluta þeirra sem sitja heima á kjördag. ,, Í DAG STJÓRNSKIPAN LANDSINS ÓLAFUR HANNIBALSSON Við þessar aðstæður geta áðurnefnd fyrir- mæli stjórnarskrárinnar snú- ist upp í andhverfu sína og í stað þingbundinnar stjórnar sitjum við uppi með stjórnbundið þing. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 50 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.