Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 18
18 19. júní 2004 LAUGARDAGUR Ídag er nítjándi júní og alkunnaað þegar íslenskar konur vaxa upp úr blöðru- og fánakæti júní- mánaðar er það sá nítjándi, en ekki sautjándi, sem fær hjarta þeirra til að bærast hraðar. Þetta er dagurinn þegar dætur Íslands finna til sam- kenndar sem aldrei fyrr, hittast í kaffiboðum, fara saman út að ganga, hlaupa Kvennahlaup ÍSÍ, knúsast, fara yfir stöðu kvenna, klæðast bleiku og minnast þess að þennan sama dag fyrir 89 árum fengu íslenskar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kosninga- rétturinn takmarkaðist í fyrstu við að konur hefðu náð fertugsaldri til að mega ganga að kjörborðinu, en fimm árum síðar öðluðust konurnar kosningarétt til jafns við karla. Það var Sighvatur Árnason sem hóf baráttuna fyrir kosningarétti ís- lenskra kvenna og bar fram frum- varp þess efnis á Alþingi árið 1886. Frumvarpið fól í sér breytingar á stjórnarskránni og var vísað frá í það skiptið. Það var svo árið 1891 að konur hófu að halda opinbera fundi þar sem þær kröfðust kosningarétt- ar, auk þess að safna þúsundum und- irskrifta til stuðnings baráttu sinni. Öflug kvennabarátta einkenndi þjóðlífið á þeim tíma, og þær konur sem uppi höfðu háværustu raddirn- ar áttu góða liðsmenn í röðum þing- manna, eins og þá Ólaf Ólafsson, Skúla Thoroddsen og Hannes Haf- stein. Hið íslenska kvenréttindafé- lag var stofnað 1894 og ári síðar höfðu tvö kvennablöð litið dagsins ljós í íslensku þjóðfélagi. Árið 1907 fengu konur kosninga- rétt og kjörgengi í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum, og ári síðar stóðu Kvenréttindafélag Íslands og önnur kvenfélög í Reykjavík fyrir kvennalista til framboðs við bæjar- stjórnarkosningarnar sama ár. Víð- tæk samstaða náðist um framboð kvenna og náðu allar konurnar á listanum, þær Bríet Bjarnhéðins- dóttir, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon og Þórunn Jónassen, kjöri í bæjarstjórn. thordis@frettabladid.is Nítjándi júní — sumardagur þegar dætur Íslands sameinast „Þegar ég uppgötvaði femínisma fannst mér ótrúlega töff að vera kvenréttindakona. En þegar ég fór að berjast sem femínisti og verða meira áberandi fór ég að finna fyrir ákveð- inni mótstöðu. Þannig heyrði ég úti í bæ að við værum Bríetarbeljur, en samt fannst mér þá, og finnst enn, töff að vera femínisti,“ segir Hólm- fríður Anna Baldursdóttir, femínisti og skrifstofustjóri Sameinuðu þjóð- anna á Íslandi. „Auðvitað gengur femínismi í tísku- bylgjum þótt stað- almyndirnar séu að því er virðist ódrepandi, og þær þarf að brjóta upp, líkt og stöðu kven- na í samfélaginu. En femínismi er lífsstíll; ekki í útliti heldur hugsana- gangi. Fyrstu kven- réttindakonurnar eru sterkar konur og miklar fyrir- myndir; enda flest- ar þeirra sem lent hafa í ábyrgðarfull- um stjórnunarstöð- um og inn á þing. Að vera femínisti er ímynd hinnar sterku og sjálf- stæðu konu sem kemst áfram á eigin verðleikum.“ Hólmfríður Anna segir þörfina á femínistahreyfingu hafa aukist í takt við breytta samfélagsmynd. „Það verður alltaf þörf fyrir sterkt afl sem þorir, vill og getur barist fyrir mann- réttindum kvenna. Baráttumálin eru mörg, en þau brýnustu eru misrétti launa, stjórnarstöðumisrétti, jafn- rétti á vinnumarkaði, mansal og hvers kyns kynlífsofbeldi. Þetta eru góð og gild málefni sem þarf að gera skurk í að koma til leiðar. Það er oft sagt að þetta muni gerast í næstu kynslóðaskiptum, en ég er ung kona núna og mín framtíð er næstu tugir ára. Ég ætla ekki að sitja þegjandi og bíða eftir kynslóðaskiptunum. Ég vil berjast og breyta strax því sem hægt er að áorka. Þess vegna er svo mikil- vægt fyrir okkur konur að halda kvennadaginn hátíðlegan og minna á baráttuna, sem á svo langt í land.“ Hólmfríður Anna er gallharður femínisti, þótt í útliti flokkist hún síst undir þá fölsku staðalímynd sem margir hafa um femínista; eða ómál- aða, pirraða og lufsulega mussukerl- ingu og reiða femínistabelju. Og hún segist oft hafa ósk- að sér að hafa ver- ið uppi á Rauð- sokkuárunum því barátta þeirra hafi verið merkileg, en til að mynda varð andúð Rauðsokka á f e g u r ð a r s a m - keppnum til þess að þær lögðust af um tíma. „Fegurð- arsamkeppnir eru tímaskekkja og al- veg fáránlegur at- burður. Í dag hefur orðið bakslag í þessum málaflokki þar sem fegurðar- samkeppnir eru að færast í aukana og endalaus líkams- dýrkun ríður hús- um. Konur geta vissulega notað kynþokka sinn og fegurð til að komast áfram og fegurð- in sem slík er afbragðs vopn, þó tví- eggjað sé. Því rannsóknir hafa sýnt að þær komast á toppinn með útlitinu einu saman, en fá engin raunveruleg völd. Því vil ég alls ekki að konur noti þá aðferð til framapots því með því eru þær að viðurkenna að þær þurfi að vera á ákveðinn hátt fyrir karlana sem ráða. Það er undirlægjuháttur að gangast við slíku, í stað þess að kom- ast áfram á eigin verðleikum. Konur verða að vera meðvitaðar þegar þær nota kvenleika sinn, og passa að lenda ekki í þeim vítahring að vera bara sætar. Þá fyrst getum við öll verið eins og við viljum vera, og samt fengið völd.“ ■ [ FEGURÐIN ER TVÍEGGJAÐ VOPN ] HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR, SKRIFSTOFUSTJÓRI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Í New York árið 1968 voru þær kallaðar New York Redstockings. Á Strikinu í Kaupmannahöfn voru þær kallaðar Rödströmperne tveimur árum síðar, og í maí sama ár spratt fram hin íslenska Rauð- sokkuhreyfing þegar þær marseruðu um götur borgarinnar með ábúðarfulla konustyttu íklædd borða sem á stóð: „Manneskja - ekki markaðsvara“. „Og þau orð eru í gildi sem aldrei fyrr,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, kvenréttindakona, fyrrum þingmaður og liðsmaður Rauðsokkuhreyfingarinn- ar frá 1976, sem reyndar lagði upp laupana 1982. „Þörfin fyrir öfluga hreyfingu femínista hefur síst minnkað því vaxandi andstaða gegn konum er greinileg og margt hefur gerst síðan Rauðsokkur háðu sín baráttumál. Fyrst ber að nefna klámvæð- inguna í opinbera rýminu, vaxandi vandamál í sambandi við mansal og til hliðar við það hinn mikla flutning á vinnuafli kvenna, heimsálfa á milli, sem búa við afar bágborin kjör, ef ekki þrælahald, sem heimilis-, verksmiðju- og kynlífs- þrælar. Þá breytist hinn kynskipti vinnumarkaður afar hægt, launabil milli kynja, sem og hlutfall kvenna í stjórnum og ráðum á þingi og í sveita- stjórnum, en bakslag varð í þeim málum í síðustu alþingiskosningum. Þannig að verkefnin eru ærin og mikill misskilningur að halda að hægt sé að setja lappir upp í loft því nú sé allt að koma, eða muni koma af sjálfu sér. Breytingarnar gerast ekki nema barist sé fyrir þeim, en baráttan snýst um að breyta hugarfari, venjum og uppbyggingu sam- félagsins. Kynjamisrétti er kerfislægt og vinnu- markaðurinn byggir á því að greiða konum lægri laun. Ýmsir sem eiga hagsmuna að gæta viðhalda þessum félagslega arfi.“ Þegar Rauðsokkurnar börðust sem harðast voru frjálsar fóstureyðingar eitt helsta baráttumálið, en frumvarp þess efnis komst í lög 1975. Þá börðust Rauðsokkur fyrir dagvistarmálum og máltíðum í skólum, sem var stórt hagsmunamál vinnandi mæðra, en baráttan fyrir styttingu vinnuvikunnar bar lítinn árangur. „Bæði kynin vinna nú meira en nokkru sinni og hugmyndin um samræmingu einkalífs og atvinnu liggur mjög í láginni. Rauð- sokkuhreyfingin var hreyfing útivinnandi kvenna sem lagði áherslu á bættar aðstæður á vinnumark- aði, sem og heima við, og að virkja þær meira í þjóðlífinu. Konur eru í dag langþreyttar á miklu álagi, en svarið snýst ekki um að þær fari heim, heldur í því að jafna heimilisábyrgðina og stytta vinnutímann til muna því þetta óhóflega vinnuálag bitnar á fólkinu sjálfu, börnunum og samfélaginu. Menntabyltingin og aukin menntun kvenna virðist ekki vera nóg til að fá þeim meiri völd, sem skrif- ast á innbyggða andstöðu kerfisins. Nóg er að nefna nefnd til undirbúnings þjóðaratkvæða- greiðslu, en þar er engin einasta kona. Það var heldur engin kona í nefndinni sem samdi fjölmiðla- skýrsluna og manni er spurn hvernig standi á þessu. Af hverju virða ráðamenn ekki sín eigin lög og þær reglur sem þeir hafa sett fyrir sín ráðu- neyti? Hvers vegna virða þeir ekki sjálfir jafn- réttisáætlanir ráðuneytanna, framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar og jafnréttislögin?“ Kristín segir langt í frá púkalegt að vera femínisti. „Að vera femínisti er þvert á móti fram- sækið og róttækt. Femínistar hafa mikinn hljóm- grunn. Það kann vel að vera að öðrum finnist femínismi púkalegur, en hann er fyrst og fremst stuðandi, sem sýnir að femínistar hrista upp í sam- félaginu. Frá upphafi kvennahreyfingarinnar hefur verið reynt að gera femínista hlægilega og verið búnar til staðalímyndir af þeim sem ljótum og reiðum kellingum. En þessi umræða hefur nú staðið samfellt á fjórða áratug, og orðin vel þekkt. Femínistahreyfingin er fyrst og fremst lifandi og síbreytileg, með hugmyndir sínar í stöðugri endur- skoðun.“ Kristín segist og vita að fegurð og kynþokki séu vopn kvenna og að því samhengi séu kvenréttinda- konur orðnar umburðarlyndari gagnvart kvenlegu útliti femínista. „Fegurð er ævagamalt vopn, sam- anber Helenu fögru, og konur hafa oft verið í þeirri stöðu að hafa orðið að beita því vopni. En að fegurðin skuli skipta svo miklu máli endurspeglar samfélagið sem við búum í, þar sem lögð er meiri áhersla á líkamlegt útlit en andlegt atgervi. Mér finnst einkennandi fyrir þá tíma sem við lifum núna hvað þeir eru andlausir í þessari yfirþyrm- andi líkamsdýrkun.“ Og Kristín segir kynin eiga að vera samherja. „Þar liggur breyting- in á kvenrétt- indahreyfing- unni að nú horf- um við á bæði kynin og samspil- ið þar á milli. Karl- ar bera vissulega ábyrgð á stöðu og kúg- un kvenna, en ekki einir. Við konur berum líka þá ábyrgð að rísa upp og beita okk- ur fyrir b r e y t - ingu.“ ■ [ KONAN ER EKKI MARKAÐSVARA ] KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR KVENRÉTTINDAKONA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.