Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.06.2004, Blaðsíða 37
25LAUGARDAGUR 19. júní 2004 ■ ■LEIKIR  14.00 Þór Ak. og Stjarnan mætast á Akureyri í 1. deild karla.  14.00 HK og Völsungur mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla.  14.00 Fjölnir og Breiðablik spila á Fjölnisvelli í 1. deild karla.  14.00 Valur og Þróttur mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.40 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Svía og Búlgara í C-riðli EM í fótbolta.  13.00 US Open 2004 á sýn. Útsending frá Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.  13.40 EM í fótbolta á RÚV. Útsending frá leik Ítala og Dana í C-riðli EM í fótbolta.  15.40 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Letta og Þjóðverja í D-riðli EM í fótbolta.  16.00 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá öðru móti Toyota- mótaraðarinnar í golfi.  17.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  17.30 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn.  18.00 Trans World Sport á Sýn.  18.30 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Hollendinga og Tékka í EM í fótbolta.  20.00 US Open 2004 á sýn. Bein útsending frá Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.  21.30 Spurt að leikslokum á RÚV.  23.00 Beyond the Glory á Sýn. Þáttur um bandaríska körfuknat- tleiksmanninn Kevin Garnett.  23.55 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá viðureign Jesus Chavez og Erik Morales. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Laugardagur JÚNÍ Hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli: Brunmót í hjólreiðum HJÓLREIÐAR Það verður líf og fjör í hlíðum Úlfarsfells í dag klukkan 14. Þá verður haldið brunmót, svokall- að downhill, í hjólreiðum, þar sem vaskir keppendur bruna niður fjallshlíðina og er keppnin á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Skráning keppenda og skoðun ör- yggisbúnaðar er kl. 13-13.30 en keppnisgjald er krónur 1.500. Keppt verður í flokki sextán ára og eldri en þeir keppendur sem eru yngri en átján ára verða að skila inn skriflegu leyfi foreldra eða forráðamanna. Hér er á ferðinni mjög skemmti- leg og hröð keppni og eru áhuga- samir hvattir til að flykkjast á Úlf- arsfellið í dag. Margt og mikið er á döfinni hjá Hjólreiðafélagi Reykja- víkur á næstunni og áhugasömum er bent á vefslóðina hfr.vortex.is, þar sem finna má nánari upplýsing- ar um félagið og keppnina í dag. ■ Marcel Desailly eftir leikinn gegn Króötum: Ekki benda á mig! EM Í FÓTBOLTA Marcel Desailly, leik- maður Frakka, neitar því alfarið að annað mark Króata, sem Dado Prso gerði, hafi verið honum að kenna. Desailly kom aftur inn í liðið eftir að hafa misst af fyrsta leiknum gegn Eng- lendingum vegna meiðsla. Margir voru á því að hann hafi haft lítið að gera í byrjunarliðið og að hans tími með landsliðinu sé ein- faldlega liðinn. Markið hjá Prso virtist alfarið á ábyrgð Desailly en það er hann ekki að skrifa undir: „Í seinna marki þeirra er ég á boltanum, ég stökk en ég missti einfaldlega af honum. Svo- leiðis getur alltaf gerst. Það er hægt að greina þetta atvik niður í smæstu einingar en ég get ekki dæmt um þetta,“ sagði Desailly. ■ MARCEL DESAILLY Engin sjálfsgagnrýni á þeim bænum. WAYNE ROONEY Skorar hér annað mark sitt í leiknum gegn Sviss. Forráðamenn Everton setja 45 millj- ón punda verðmiða á hann en þykjast þó ekki ætla að selja hann. Kominn með 45 milljóna punda verðmiða: Hækkar mikið í verði EM Í FÓTBOLTA Everton er búið að skella 45 milljón punda verðmiða á Wayne Rooney, sem slegið hefur rækilega í gegn á EM í Portúgal. Mörg stórlið hafa verið orðuð við unglingspiltinn geðprúða og gull- fallega og þar hafa helst verið nefnd til sögunnar lið Manchester United og Chelsea. Everton hefur á hinn bóginn boðið Rooney nýjan fimm ára samning og vill félagið auðvitað halda honum á Goodison Park eins lengi og kostur er. Ef málið er litið raunsæjum aug- um getur Everton þó varla haldið honum lengi því fjárhagsstaða liðs- ins er skelfileg. Fáist 45 milljónir punda eða meira gerir það Rooney að dýrasta leikmanni sögunnar og Everton gæti varla fúlsað við slíku tilboði. Framkvæmdastjóri Everton, David Moyes, hefur alltaf sagt að hann vilji ekki selja Rooney en sagði einnig að ef hann yrði seldur hefði Chelsea, eitt félaga, efni á honum. ■ EM Í FÓTBOLTA Leikmenn Portúgala eru orðnir ansi klókir í að koma sér undan erfiðum spurningum frétta- manna, við litlar vinsældir þeirra eins og við mátti búast. Leiða má lík- ur að því að þessi varfærni Portúgala í tilsvörum sé tilkomin vegna nei- kvæðra ummæla frá Luis Figo vegna þeirrar ákvörðunar landsliðsþjálfar- ans Luis Felipe Scolari að velja brasilíska Portúgalann Deco í liðið, sem óneitanlega gróf undan liðsand- anum hjá Portúgölum. Önnur lið hafa einnig farið flatt á því að hafa uppi stórkarlaleg ummæli og hafa Króat- ar, Hollendingar, Ítalir og Rússar einna helst sopið seyðið af því. Nú er búið að taka fyrir allt slíkt hjá Portúgölum. Á hverjum degi mæta tveir leikmenn Portúgala á blaðamannafund og bjóða upp á sömu svörin aftur og aftur, sama hver spurningin er. Skipta má svörum þeirra niður í fjóra hluta. Fyrst nefna þeir að það séu 23 leikmenn í hópnum sem sigra eða tapa án tillits til þess hvaða 11 leikmenn eru í byrjunarliðinu. Í öðru lagi er enginn öruggur með sæti í byrjunarliðinu. Í þriðja lagi, dómgæslan skiptir ekki sköpum og í fjórða lagi, úrslitin ráðast inni á vell- inum. Talandi um frasa! Markvörðurinn Ricardo er gott dæmi um þetta en á blaðamana- fundi á föstudaginn talaði hann í hálftíma án þess þó að segja nokkuð af viti: „Það er góður andi í hópnum og vonandi gengur okkur vel,“ sagði Ricardo meðal annars og var þetta með öflugustu sprengjunum sem hann lét falla á fundinum. ■ Portúgalar tala ekki af sér á blaðamannafundum: Frasarnir notaðir óspart RICARDO Snýr bakinu í fréttamenn eins og aðrir leikmenn Portúgala. Búlgarar eru úr leik á EM eftir annað tap liðsins í jafn mörgum leikjum: Dansandi danskt dínamít í Braga EM Í FÓTBOLTA Danir unnu öruggan sigur á Búlgörum, 2-0, í gær í Braga í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir höfðu mikla yfir- burði allan leikinn, héldu boltan- um vel innan liðsins, sköpuðu sér fjöldann allan af færum en náðu aðeins að skora tvívegis. Búlgar- ar virtust hafa gefist upp eftir stórtapið gegn Svíum í fyrsta leik og höfðu lítið fram að færa annað en að dugmikla spjaldasöfnun. Danir náðu forystunni á 44. mínútu eftir glæsilega sókn. Miðjumaðurinn Thomas Grave- sen, sem kom inn í lið Dana fyrir Christian Poulsen, munnvatns- fórnarlamb Francesco Totti í leik Dana og Ítala, gaf þá laglega send- ingu á Martin Jörgensen, sem gaf á Jon Dahl Tomasson og marka- hrókurinn átti ekki í vandræðum með að setja boltann í markið. Í síðari hálfleik sóttu Danir lát- laust en uppskáru þó ekki mark fyrr en komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þá skoraði Jesper Grönkjær fallegt mark eftir þríhyrningaspil við Tomas- son, tilfinningaþrungin stund fyrir Grönkjær, sem missti móður sína í síðustu viku. Skömmu áður hafði fyrirliði Búlgara, Stilian Petrov, fengið að líta rauða spjald- ið fyrir munnbrúk og almenn leið- indi. Með þessu tapi eru Búlgarar úr leik á EM. Þeir eiga einn leik eft- ir, gegn Ítölum á þriðjudaginn, en miðað við frammistöðu liðsins í fyrstu tveimur leikjunum verða þeir í besta falli fallbyssufóður fyrir Ítalana, sem verða að vinna leikinn eftir jafntefli gegn Svíum. Búlgarar geta farið að einbeita sér að leiknum gegn Íslendingum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum 4. september. Danir verða nú að vinna gegn Svíum til að vera öruggir í átta liða úrslit. ■ C-RIÐILL Búlgaría–Danmörk 0–2 0–1 Tomasson (44.), 0–2 Grønkjær (90.). Ítalía–Svíþjóð 1–1 1–0 Cassano (37.), 1–1 Ibrahimovic (85.). STAÐAN Í RIÐLINUM Svíþjóð 2 1 1 0 6–1 4 Danmörk 2 1 1 0 2–0 4 Ítalía 2 0 2 0 1–1 2 Búlgaría 2 0 0 2 0–7 0 NÆSTU LEIKIR Í RIÐLINUM Ítalía–Búlgaría þri. 22. júní 18.45 Danmörk–Svíþjóð þri. 22. júní 18.45 ■ STAÐA MÁLA JESPER GRÖNKJÆR Skoraði seinna mark Dana gegn Búlgörum og fagnar því hér. Undir hæl Zlatans Italir misstu unninn leik niður í jafntefli gegn Svíum á síðustu mínútunum þökk sé hælspyrnu Svíans hæfileikaríka. EM Í FÓTBOLTA Zlatan Ibrahimovic, framherjinn frábæri hjá Svíum, tryggði sínum mönnum eitt stig gegn Ítölum í kvöld í leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í Portúgal þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins fimm mínútum fyrir leiks- lok. Markið var sérlega glæsilegt, hælspyrna á lofti sem sveif í fallegum boga yfir Christian Vieri, framherja Ítala, sem stóð á línunni án þess að fá rönd við reist. Ítalir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og hefðu léttilega getað verið búnir að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik. Þeim tókst hins vegar ekki að skora nema einu sinni og var þar að verki Antonio Cassano, staðgengill Francescos Totti, á 37. mínútu. Cassano skall- aði þá fyrirgjöf Christians Pan- ucci glæsilega í netið. Í síðari hálfleik bökkuðu Ítalir mikið, líkt og venjulega þegar þeir komast yfir í leiknum. Svíar komust inn í leikinn, sköpuðu sér fullt af færum en fundu ekki leið framhjá Gianluigi Buffon, mark- verði Ítala, fyrr en Zlatan dúkkaði upp með hælinn sinn góða. Ítalir verða nú nauðsynlega að sigra Búlgara í síðasta leiknum og treysta á að leikur Dana og Svía endi ekki með jafntefli. Þeir voru klaufar að klára ekki leikinn í fyrri hálfleik en Svíar sýndu hvers þeir eru megnugir í síðari hálfleik þegar þeir þorðu að sækja. ■ HÆLL ZLATANS Svíinn Zlatan Ibrahimovic sést hér skora með hælnum í leiknum gegn Ítölum í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.